Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 30
FÓLK|
TIGNARLEGT
Staka eldist og veðrast
með eiganda sínum,
og er hönnuð jafnt til
hvunndagsbrúks og fínni
tilefna.
Staka þýðir skinn, og líka stök vísa, eins og ljóðrænar sögu-persónur Njálu,“ upplýsir María
Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður um
nafngift skarts og fylgihluta sem hún
frumsýndi á nýliðnum HönnunarMars
ásamt starfssystur sinni Bylgju Svans-
dóttur.
„Við hugsuðum mikið um landnáms-
menn og Njála var okkur ofarlega í
huga því sögupersónur hennar eru
svipmiklar og sterkar og lifa enn með
nútímafólki,“ útskýrir María Kristín og
bætir við að hugur þeirra Bylgju hafi
dvalið lengi við Hallgerði Langbrók.
„Hún var á tímabili gift Gunnari á
Hlíðarenda, og bæði mjög glæsileg á
velli. Okkur fannst við því þekkja þau
dável og var eftirleikurinn auðveld-
ur að hugsa út frá þeirra ímynduðu
löngunum um klæðaburð og skart.“
Heildarlína Stöku er unnin úr nauts-
húð, sem María Kristín segir hafa
hentað best vegna stífleika og þykktar,
en áferðin er höfð sem náttúrulegust.
„Við vissum að á tímum Íslendinga-
sagna var skinn notað í ýmislegt, eins
og skinnbækur og skinnskó. Því vildum
við vinna með sama efni og Íslendingar
til forna nýttu í sinn klæðaburð og
bjuggum til fylgihluti sem þeir hefðu
í raun getað skapað sjálfir á sínum
tíma.“
■ þlg
EINSTAKAR
Bylgja Svansdóttir og
María Kristín Jónsdóttir
eru báðar vöruhönnuðir og
unnu saman að Stöku sem er
væntanleg í sérverslanir og
mun halda áfram með fleiri
tískulínum.
MYND/STEFÁN
Konur eyða miklum fjármunum í alls kyns
krem til að líta betur út. Hægt er að yngja
sig um nokkur ár með góðri umhirðu.
Oftast er mesta áherslan á andlitið. Hins
vegar eru aðrir líkamshlutar sem koma
upp um aldurinn. Húð á hálsi og bringu
kemur upp um aldurinn. Konur farða and-
litið en gleyma hálsinum. Þegar andlitið
er vel farðað verða hrukkurnar mun meira
áberandi á hálsinum. Til að koma í veg
fyrir hrukkóttan háls er nauðsynlegt að
nota góð rakakrem og svokölluð peeling-
hrukkukrem. Best er að fá leiðbeiningar
frá snyrtifræðingi með peeling-kremin.
Þau eru oft sterk og því ætti að fara var-
lega með þau.
AUSTURSTRÆTI 8–10
SÍMI 534 0005
OPIÐ ALLA DAGA
RÁÐ TIL AÐ YNGJAST
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
TÍSKA