Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.04.2012, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20128 MÁLÞING UM BYGGINGAR, INNILOFT OG HEILSU Málþing um byggingar, inniloft og heilsu verður haldið í dag. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Það eru Íslandsdeild ISIAQ, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri hagsmunaaðilar sem standa að málþinginu. Vitundarvakning á mikilvægi innilofts er helsti hvatinn að málþinginu en rannsóknir hafa sýnt að vellíðan okkar og ýmsa kvilla megi rekja til óheilnæms innilofts. Málþingið skiptist í tvo hluta. Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, er fundarstjóri fyrri hluta en Maríus Þór Jónasson frá VSÓ Ráðgjöf stýrir seinni hlutanum. Ýmsir innlendir og erlendir fyrirlesarar halda erindi á málþinginu, þar á meðal Matthias Braubach frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Michael Clausen, sérfræðingur í barna - og ofnæmis- lækningum og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og meistaranemi í lýð- heilsuvísindum við HÍ. Málþingið er jafnframt stofnfundur Íslandsdeildar ISIAQ en tilgangur hennar er að vera leiðandi í kynningum á mikilvægi loftgæða innandyra. Málþingið er í Norræna húsinu og stendur yfir frá kl. 13-18. VÆNGIRNIR PASSA ILLA VIÐ SUMARKJÓLINN Flestar konur eru síður en svo kátar með að hafa „vængi“ á upphandleggjum. Sérstaklega þykir það óspennandi á sumrin, þegar fötum er fækkað. Það er aldrei of seint að æfa hand- leggina þannig að þeir styrkist. Til að fá sterkari upphandleggi þarf að lyfta reglulega með lóðum. Nauðsynlegt er að gera æfingar undir leiðsögn íþrótta- þjálfara. Lóðin þurfa að vera af réttri þyngd en með því að lyfta rétt er einnig hægt að koma í veg fyrir vöðvabólgu í öxlum og hálsi. Í líkamsræktar- sölum eru nokkur tæki sem einnig styrkja upp- hand- leggi. Með reglubund- inni hreyfingu í tækjasal undir leiðsögn þjálfara er hægt að byggja upp og styrkja alla vöðva líkamans. Æfingarnar hafa áhrif á læri, rass og maga auk hand- leggja. Það tekur um það bil tólf vikur með reglulegri þjálfun að finna og sjá mun á sér. Líkams- ræktina verður þá að stunda á hverjum degi og leggja hart að sér. Heilsubætandi rækt Fyrstu vikurnar finnur sá sem æfir fljótt hvernig líkaminn verður styrkari og þolið eykst. Þeir sem eru í kjörþyngd eru mun fljótari að finna mun en hinir sem eru of þungir. Ekki gefast upp þótt tíma taki að vinna upp þolið. Líkamsræktin er ekki einungis til að byggja upp þol og styrkari vöðva. Hún hjálpar einnig andlega, er sjálf- styrkjandi og heilsubætandi. Þótt hægt sé að gera margar þessara æfingar heima er líklegra til árangurs að gera þær undir stjórn líkamsræktar kennara auk þess sem það er meira hvetjandi. Ekki búast við að léttast mikið fyrst eftir að þjálfunin hefst því vöðvarnir þyngjast. Átak í upphafi Gætið að því að gera æfingar rétt ella er hætta á meiðslum. Þeir sem eru alveg óvanir líkamsrækt ættu að koma sér af stað með því að byrja á nám- skeiði undir stjórn þjálfara. Nám- skeiðinu fylgir yfirleitt kennsla í tækjasal en ágætt er að blanda þessu tvennu saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.