Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 46

Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 46
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. blöðru, 6. hæð, 8. meiðsli, 9. ögn, 11. númer, 12. hlutdeild, 14. upp- skafningsháttur, 16. í röð, 17. hyggja, 18. hljóma, 20. mergð, 21. pappírs- blað. LÓÐRÉTT 1. vafra, 3. hljóm, 4. jarðbrú, 5. dýra- hljóð, 7. kurteisi, 10. taug, 13. hvíld, 15. uppurið, 16. úrskurð, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. bólu, 6. ás, 8. mar, 9. fis, 11. nr, 12. aðild, 14. snobb, 16. de, 17. trú, 18. óma, 20. úi, 21. miði. LÓÐRÉTT: 1. ráfa, 3. óm, 4. landbrú, 5. urr, 7. siðsemi, 10. sin, 13. lot, 15. búið, 16. dóm, 19. að. Ó guð... Jæja! Ertu ennþá á kafi í doktors- ritgerðinni þar sem þú kannar fjölgun fæðingarbletta hjá ungum konum í hinum vestræna heimi? Uhh... já! Það er smá vinna! Talandi um vinnu! Við erum með meistaranema í heimsókn sem gjarna vill ræða við þig! Nei! Vísaðu honum á dyr! Segðu að ég sé hjá lækninum að laga skrúfurnar sem stingast út úr hausnum! Hann er hjá lækninum að laga skrúfurnar sem stingast út úr hausnum. Nei, góðan og blessaðan daginn! Ég trúi ekki að Palli sé að gera mér þetta! Hvað? Að tala við þessa stelpu? Sagðirðu ekki við hann að þið þyrftuð að byrja að hitta annað fólk? Jú, en hann mis- skildi mig augljós- lega! Þegar ég sagði „við“ meinti ég „ég“. Hey, Frikki. Hvað þarf ég að borga honum til að fá 500 kall til baka? Höfuðstöðvar MENSA Pabbi, maturinn er tilbúinn. Hvað er í matinn? Æji þetta kjúklinga- hamborgara-núðlu- kássu-dót sem hún gerir alltaf á laugardögum. Mmmmm! eitthvað lyktar vel! Hún setti ost ofan á í þetta skipti, láttu sem það komi þér á óvart. Ég þekki ekki vel til íslenskra veður-fræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á til- viljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikil- vægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. HÉR á Spáni finna veðurfræðingar fyrir þessari pressu þegar nær dregur páskum. Þannig er mál með vexti að í páska vikunni rekur hver skrúðgangan aðra, sérstaklega hér í Andalúsíu. Meira að segja Holly- wood-leikarinn Antonio Banderas tekur sér frí frá kvikmyndatökum og fer til Malaga þar sem hann ber líkneski um stræti borgarinnar innan um klökka trú- bræður. Í BÆNUM Priego de Córdoba eru einir ellefu verndardýrlingar bornir um götur og torg í takt við dynjandi trumbuslátt og lúðrablástur. Öll páskavikan er undirlögð fyrir skrúð- göngur af þessu tagi svo ég sem bý í miðbænum verð að leggja bílnum mínum fyrir utan bæinn vilji ég ekki að lögreglan dragi hann eitthvert þar sem hann þvælist ekki fyrir herlegheitunum. EN MAMMON er auðvitað líka tilbeðinn þessa viku. Sérstaklega í stærri borgum. Til dæmis geta sumir hóteleigendur fengið allt upp í tvö þúsund evrur fyrir nóttina ef þeir eru svo heppnir að vera með herbergi sem snýr að götu sem gengin er í páskaskrúð- göngu. EN Í ÁR kom babb í bátinn í nokkrum borgum og bæjum Andalúsíu. Veðurfræð- ingarnir voru búnir að vera undir mikilli þurrpressu en allt kom fyrir ekki. Eftir að tíðin hafði verið þurrari en te-kex komu þessir ægilegu skýjabólstrar til að fylgjast með leikjum mannanna með tilheyrandi skúraveðri. Þá versnar í því en þessi ægi- legu líkneski, sem alla jafna eru mikil lista- verk, þola ekki bleytu frekar en Íslendingur um verslunarmannahelgi. Það er því ekkert annað að gera en aflýsa skrúðgöngunni og vona að það viðri betur að ári. Slíku áfalli fylgir mikill harmur. Við kirkjutorgið má þá sjá múg og margmenni gráta eins Norður- Kóreumaður sem er nýbúinn að losna við yfiróþokkann sinn. ÉG HELD nú mínum lúterska lúðri lokuðum en mér finnst þetta varla á veðurfræðinga leggjandi að í allri þessari tilbeiðslu dýr- linga, gyðja og goða skuli veðurguðirnir svo allt í einu stela senunni. Þurrpressa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.