Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 54
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Hvenær varð rokkið til? Um það hafa lengi verið skiptar skoðanir. Oftast er miðað við árin 1950-1956 og misjafnt hvaða lag menn nefna sem fyrsta rokklagið. Nýlega kom út 82 laga safn á þremur diskum, The First Rock and Roll Record, sem tekur þetta atriði sérstaklega fyrir. Safnið er fyrsta útgáfa nýrrar plötuútgáfu, Famous Fla- mes Recording Company sem að standa meðal annars marg- reyndir blaðamenn af Mojo og fleiri tónlistarblöðum. The First Rock and Roll Record kafar í forsöguna og fylgir að tölu- verðu leyti fordæmi bókar með sama nafni sem Jim Dawson gaf út árið 1982. Fyrsta lagið í pakkanum er frá árinu 1916 og er þar vegna þess að í því kemur þessi texti fyrir: „We‘ve been rockin‘ an‘ rolling in your arms …“. Á safninu er töluvert af lögum frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum og svo fullt af lögum frá fyrri hluta sjötta áratugarins. Þar á meðal eru lög sem oft hafa verið nefnd sem fyrsta rokklagið, til dæmis Rocket 88 með Jackie Brenston sem kom út 1951. Síðasta lagið er hins vegar Heartbreak Hotel með Elvis Presley … Famous Flames er dæmi um gæðaútgáfu sem einbeitir sér að þeirri tónlist sem kom út fyrir meira en 50 árum og er þar með komin úr höfundar rétti. Önnur mjög góð útgáfa í sama bransa er Fantastic Voyage sem hefur dælt út vönduðum yfirlitsútgáfum með tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum síðustu misseri. Eins og með The First Rock and Roll Record fylgja þeim langar og ítarlegar ritgerðir. Sann- kallaður draumur í dós fyrir tónlistarnörda með sagnfræðiáráttu … Hvað var fyrsta rokklagið? KAFAÐ DJÚPT Forsaga rokksins er könnuð á nýrri útgáfu. Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sóló- plötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White. „Lengi vel frestaði ég að gefa út plötu undir eigin nafni, en þessi lög er aðeins hægt að gefa út undir nafni mínu. Ég samdi þessi lög frá grunni, þau hafa ekkert að gera með annað en tjáningu mína, liti og striga,“ sagði Jack White í dramatískri yfirlýsingu um sóló- plötu sína, Blunderbuss. Blunderbuss kemur út 24. apríl næstkomandi og er fyrsta sólóplata Jacks White, sem er þekktastur fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar The White Stripes. Hann hefur einnig gefið út vinsælar plötur með hljómsveitunum The Raconteurs og The Dead Weather. Miðað við fyrsta smáskífu- lagið af Blunderbuss, Love Interruption, virðist White ekki feta ótroðnar slóðir á plötunni. Lagið er í þessum hefðbundna bíl- skúrsblússtíl sem hefur einkennt tónlist hans í gegnum tíðina, en söngkonan Ruby Amanfu gefur laginu skemmtilegan blæ. Í viðtali við tímaritið Uncut í mars sagði White að grunnar að lögunum á Blunderbuss hefðu verið samdir fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn á borð við Tom Jones, Insane Clown Posse og fleiri. White bókaði upp- tökur með rapparanum RZA úr Wu Tang Clan ásamt hljóðfæra- leikurum. RZA mætti ekki og White tók því upp nokkur lög með hljóðfæraleikurunum sem þróuðust síðar í Blunderbuss. Þrátt fyrir að framtíð Jacks White á eigin vegum sé björt saknar hann hljóm sveitarinnar sem kom honum á kortið, The White Stripes. „Ég myndi vilja vera í White Stripes að eilífu,“ segir hann í nýju viðtali við tíma- rit New York Times. „Hljóm- sveitin er það mikilvægasta sem hefur gerst fyrir mig, ásamt því að vera mesta áskorunin. Ég vildi að hún væri enn þá til. Ég sakna hennar mjög mikið.“ White segir einnig í viðtalinu að trommuleikarinn Meg White, hinn helmingur hljóm sveitarinnar, hafi tekið ákvörðunina um að hætta. Og hann veit ekki af hverju. „Þú verður að spyrja hana. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru. Þegar maður talar við Meg fær maður sjaldan svör. Ég er heppinn að þessi stelpa steig á svið, þannig að ég er sáttur.“ Spurður hvernig var að vera í hljómsveit með Meg White segir Jack að hún hafi setið við stýrið. „Hún er þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir hann. atlifannar@frettabladid.is Saknar White Stripes en gefur út fyrstu sólóplötuna NÝ PLATA Jack White sendir frá sér plötuna Blunderbuss 24. apríl. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLISTINN Vikuna 5. - 11. apríl 2012 LAGALISTINN Vikuna 5. - 11. apríl 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Magni ..................................................................... Hugarró 2 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 3 Hljómar ................................................................Þú og ég 4 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 5 Valdimar Guðmundss. / Helgi Júlíus ....Stöndum saman 6 Blár ópal ............................................................Stattu upp 7 Of Monsters and Men ...................................Lakehouse 8 Train ........................................................................ Drive by 9 Greta Salóme / Jónsi.................................Never Forget 10 The Black Keys ...............................Gold on the Ceiling Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal 2 Adele .................................................................................. 21 3 Mugison ....................................................................Haglél 4 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 5 Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. ........ .........................................Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 6 Madonna ..................................................................MDNA 7 Sóley .......................................................................We Sink 8 Gus Gus ....................................................Arabian Horse 9 Ýmsir ...........................Hot Spring: Landmannalaugar 10 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: > PLATA VIKUNNAR ★★★★★ AMFJ - Bæn „Á heildina litið er þetta flott plata, þó að tónlistin sé krefjandi og höfði sjálf- sagt ekki til mjög margra.“ - tj > Í SPILARANUM Legend - Fearless Nicki Minaj - Pink Friday: Roman Reloaded Graham Coxon - A+E The Mars Volta - Noctourniquet Tilkynnt hefur verið um fleiri lista- menn sem koma fram á Iceland Airwaves- hátíðinni í ár. Hátíðin hefst 31. október næstkomandi og stendur til 4. nóvember. Í hóp erlendra listamanna hafa nú bæst breska undrabarnið Patrick Wolf, banda- ríska raftónlistardúóið Polica, austur- ríski tónlistamaðurinn Elektro Guzzi, norska raftónlistarbandið Philco Fiction og hinn breski Jamie N. Commons. Fjöldi íslenskra listamanna mun flytja tónlist sína á hátíðinni og hefur nú verið staðfest að Retro Stefson, Skálmöld, Nolo, Gone Postal, Muck, Morning After Youth, Gabríel, RetRo- Bot, Þoka og Funk That Shit verða þar á meðal. RetRoBot spilar á Iceland Airwaves NÝLIÐAR Strákarnir í RetRoBot sigruðu Músíktilraunir þetta árið. Þeir eru meðal þeirra hljómsveita sem spila á Iceland Airwaves í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.