Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 61

Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 61
FIMMTUDAGUR 12. apríl 2012 45 Opið laugard. kl. 10-14 Ný uppgötvun Rétt eins og yfirborð fagurlega skorins demants segir til um hversu skínandi hann verður, ákvarða hinir örsmáu þríhyrndu fletir á yfirborði húðarinnar hversu ungleg og ljómandi hún er. Nýjasta uppgötvun Shiseido er byltingarkennd lausn í baráttunni við ótímabæra öldrun. Með því að halda þríhyrningsflötum húðarinnar stinnum og teygjanlegum, þannig að fyrstu öldrunarmerkin, t.d. fínar línur, dofna og eru vart sjáanleg. Leystu gátuna um varðveislu unglegs útlits Meira þarf til en bara að berjast við línur NÝTT af allri Shiseido Bio-Performance kremlínunni Sérfræðingur frá Shiseido veitir ráðgjöf í húðumhirðu og förðun. Glæsileg gjöf fylgir öllum kaupum á Shiseido vörum yfir 6.000 kr.20% AFSLÁTTUR Shiseido kynning Debenhams Smáralind | 12.-18. apríl Sérfræðingur frá Shiseido veitir ráðgjöf í húðumhirðu og förðun. Glæsileg gjöf fylgir öllum kaupum á Shiseido vörum yfir 7.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Af Shiseido Bio-Performance línunni Matt Groening, skapari Simpsons- fjölskyldunnar, upplýsti lesendur tímaritsins Smithsonian um ýmsa leyndardóma á bak við Simpson- þættina. Groening sagðist meðal annars hafa skapað persónurnar eftir eigin fjölskyldu. Simpsons-fjölskyldan varð til á meðan Groening beið þess að komast í starfsviðtal árið 1989. Honum leiddist biðin og hann hóf að teikna fjölskyldu sína. „Pabbi minn heitir Homer, mamma mín heitir Margaret og ég á systurnar Lisu og Maggie, og ég teiknaði þau öll. Ég ætlaði að kalla aðal- persónuna Matt, en hélt að það færi ekki vel ofan í fólk svo ég breytti nafninu í Bart,“ sagði hinn farsæli teiknari. Teiknaði fjöl- skyldu sína Leikarinn Alec Baldwin hefur loksins fengið frið frá elti- hrellinum og kanadísku leik- konunni Genevieve Sabourin sem var á dögunum dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Baldw- in og Sabourin fóru einu sinni á stefnumót árið 2010 en síðan þá hefur leikkonan aldeilis fengið Baldwin á heilann. Baldwin hefur meðal annars þurft að breyta um símanúmer eftir að hafa fengið þúsundir skilaboða frá Sabourin, sem einnig hefur ítrekað mætt óboðin í heimsókn til leikarans. Á dögunum varð lögreglan að fjar- lægja hana frá tónleikunum í New York þar sem Baldwin var kynnir. Sabourin segir að hún og Baldwin hafi verið í sambandi og neitar fyrir það að vera elti- hrellir. Baldwin var hins vegar að trúlofast jógakennaranum Hilraia Thomas. Fær frið frá eltihrelli LOKSINS LÁTINN VERA Alec Baldwin hefur þurft að kljást við kanadísku leik- konuna Genevieve Sabourin síðan árið 2010. Hún hefur verið dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. NORDICPHOTOS/GETTY TEIKNAÐI SJÁLFAN SIG Matt Groening byggði Simpsons-fjölskylduna á sinni eigin. NORDICPHOTOS/GETTY Vel útfært og kraftmikið Tónlist ★★★★ ★ Muck Slaves Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tón- leikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredby- iceland.com. Muck er skipuð bassa- leikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðar- syni og gítarleikurunum Indr- iða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP- plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþma parið er mjög þétt, gítar leikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefð- bundð harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmti- legum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greini- lega verið mikið lagt í vinnslu plöt- unnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pott- þétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetn- ingarnar útpældar og hljómurinn flottur. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.