Fréttablaðið - 12.04.2012, Síða 64
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR48
ÍSHOKKÍ Í dag hefst sterkasta
íshokkímót sem haldið hefur verið
hérlendis þegar keppni í A-riðli 2.
deildar heimsmeistara keppninnar
hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi
í fyrsta leik en þar fyrir utan eru
Spánn, Króatía, Serbía og Eistland
í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins
kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar
en liðið sem hafnar í neðsta sæti
fellur niður í B- riðil 2. deildarinnar.
Leikir Íslands hefjast allir klukkan
20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krón-
ur. Frítt er inn á hina leikina í riðl-
inum sem hefjast klukkan 13.00 og
16.30 þá daga sem spilað er.
Íshokkííþróttinni hefur vaxið
ásmegin hér á landi síðustu árin en
Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999
og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta
riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar og Ísland er nú að
keppa við sterkar þjóðir.
„Okkar aðalmarkmið er að halda
í við þessar þjóðir sem við erum að
mæta,“ sagði fyrirliðinn Ingvar Þór
Jónsson sem hefur verið með lands-
liðinu allar götur síðan 1999. „Við
viljum festa okkur í sessi í þessum
riðli en við vitum að það verður erf-
itt.“
Hann vonast til að þess að keppn-
in sem nú fer fram á landinu verði
til að auka áhugann á í þróttinni
meðal almennings. En til þess að
auka veg íþróttarinnar hér á landi
þurfi fyrst og fremst að bæta
aðstæðurnar.
„Áður en hallirnar komu á sínum
tíma gátum við bara æft utanhúss í
2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra
var því mikil bylting. En nú hefur
skapast flöskuháls því það er setið
um þær þrjár hallir sem til eru. Við
þurfum fleiri hallir til að fá bæði
fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er
íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu
orðið tímabært,“ sagði Ingvar. - esá
A-riðill 2. deildar HM í íshokkí fer fram hér á landi næstu dagana:
Sterkar þjóðir keppa hér á landi
ÍSHOKKÍ Í fyrsta sinn verður sjón-
varpað beint frá íshokkíleik hér
á landi út fyrir landsteinana en
allir leikir Króatíu í A-riðli 2.
deildar HM verða sýndir beint
ytra. Keppni í riðlinum fer fram
hér á landi og fara allir fram í
Skautahöllinni í Laugardal.
Leiki Íslands verður einnig
hægt að sjá á internetinu, til að
mynda á heimasíðu Rúv. Ísland
mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik
sínum klukkan 20.00 í kvöld. - esá
Áhugi á HM í íshokkí:
Bein útsending
til Króatíu
SUND Í dag hefst Íslandsmeistara-
mótið í 50 m laug í Laugardals-
lauginni. Þetta er stærsta mót
ársins hér á landi og eitt fárra
sem eru viðurkennd hjá FINA,
Alþjóðasundsambandinu. Kepp-
endur eiga því möguleika á að ná
Ólympíulágmörkum á mótinu.
Enn sem komið er hefur enginn
íslenskur sundmaður náð lág-
marki fyrir leikana en að sögn
Ragnars Marteinssonar, stjórnar-
manns í SSÍ, má gera ráð fyrir að
allt að fjórtán sundmenn séu að
stefna að því leynt og ljóst að ná
lágmörkum.
„Það má búast við að einhver
muni ná lágmarki í sinni grein
um helgina – ég reikna fastlega
með því,“ sagði Ragnar en allt
okkar besta sundfólk mun keppa
á mótinu fyrir utan Hrafnhildi
Lúthersdóttur.
„Í raun má líkja þessu við
úrtökumót hjá öðrum þjóðum
því okkar sundfólk hefur verið
að undirbúa sig fyrst og fremst
fyrir þetta mót. En þó svo að lág-
markið náist ekki nú fær sund-
fólkið tækifæri á öðrum alþjóð-
legum mótum síðar í vor,“ bætti
hann við. Nánari upplýsingar um
mótið má nálgast á sundsamband.
is. - esá
ÍM í 50 m laug hefst í dag:
Geta tryggt sig
á Ólympíuleika
STEFNIR Á LONDON Anton Sveinn
McKee er einn þeirra íslensku sund-
manna sem stefna á að ná Ólympíulág-
marki um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Leikir Íslands
A-riðill 2. deildar HM:
Ísland - Nýja-Sjáland í kvöld kl. 20.00
Ísland - Serbía á morgun kl. 20.00
Ísland - Eistland sunnudag kl. 20.00
Ísland - Spánn þriðjudag kl. 20.00
Ísland - Króatía miðvikudag kl. 20.00
LANDSLIÐSMENN Frá vinstri eru Birkir Árnason, Ingvar Þór Jónsson, Emil Alingard og
Snorri Sigurbjörnsson ásamt þjálfaranum Olfa Eller. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI