Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 70

Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 70
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR54 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér gjarnan lýsi og mulið hrökkbrauð í skál með hrísgrjónamjólk út á. Svo er það kaffi og sígó. Jú, og Fréttablaðið og þátturinn hans KK á Rás 1 með.“ Sindri Kjartansson framleiðandi. „Það er búið að vera svo rosalega mikið af lélegu aug- lýsingarefni, sjónvarpsefni og útvarpsefni á boðstól- um að undanförnu að okkur fannst við verða að heiðra það,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson um end- urvakningu verðlaunahátíðarinnar Gullkindin. Máni stjórnar útvarpsþættinum Harmageddon á X977 ásamt Frosta Logasyni. Þeir félagar ætla nú að endurvekja hin vafasömu verðlaun sem eru veitt fyrir lélega frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi, en þau hafa legið í dvala frá árinu 2006. „Fólk áttar sig ekki á að það þarf hæfileika til að gera efni virkilega lélegt og það þarf að leggja sig fram til að gera efni nógu lélegt til að hægt sé að hlæja að því. Þetta fólk þarf að fá viðurkenningu fyrir störf sín,“ segir Máni. Hann segir sérstaka baráttu vera um hver hlýtur Heiðurs- gullkindina sem er veitt þeim sem aldrei hafa búið til neitt gott efni. Sigurjón Kjartansson var meðal þeirra sem upphaf- lega byrjuðu með verðlaunin og eru strákarnir búnir að fá samþykki frá honum til að taka þau yfir. Stefnt er á að hafa verðlaunahátíðina í lok apríl. „Við erum að bíða eftir samþykki frá Elítunni áður en tilnefning- arnar verða gerðar opinberar,“ segir Máni sem ekki vill gefa út hverjir sitji í Elítunni. „Þetta er eins og með Óskarinn, það þarf að passa upp á að enginn geti haft áhrif á val dómnefndar,“ segir hann. - trs Endurvekja Gullkindina VAFASÖM VERÐLAUN Þeir Máni og Frosti Harmageddon- bræður standa fyrir endurvakningu verðlauna fyrir lélega frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi. Verðlaunaafhendingin fer fram í lok apríl. Platan My Head Is an Animal með hljóm- sveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. My Head Is an Animal kom út í Banda- ríkjunum í síðustu viku og hefur selst í meira en 55 þúsund eintökum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rapp- kvendið Nicki Minaj náði efsta sæti Billboard-listans með plötu sinni Pink Friday: Roman Reloaded, en hún seldist í 253.000 eintökum. Engin íslensk hljómsveit hefur komist svo ofarlega á Billboard-listann. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum. Hljómsveitin Sigur Rós náði besta árangri sínum á Billboard ári síðar þegar platan Með suð í eyrum við spilum endalaust náði 15. sæti. Þá er forvitnilegt að skoða árangur plötunnar Debut með Björk sem náði hæst 61. sæti á Billboard. Ágætis byrjun með Sigur Rós komst ekki inn á listann. - afb Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard MAGNAÐUR ÁRANGUR Hljómsveitin Of Monsters and Men skýtur Björk og Sigur Rós ref fyrir rass með því að ná sjötta sæti Billboard-listans. Engin íslensk hljómsveit hefur náð viðlíka árangri. „Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig,“ segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart- skólann í Rotterdam í haust. Eyrún leiddist inn í sirkusinn í gegnum leiklist og hefur verið með- limur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. „Á fyrstu sýningunni var ég trúður en síðan fór ég að einbeita mér að loftfimleikum í auknum mæli og það er nú orðið sér greinin mín. Silki eru borðar sem hanga úr loftinu og maður vefur sig í þá, klifrar upp þá og gerir alls kyns kúnstir,“ útskýrir Eyrún sem útskrifast með BA-gráðu í Circus Arts að náminu loknu. Eyrún lauk námi af félagsfræði- braut Menntaskólans í Hamra- hlíð um jólin og sótti um inn- göngu í Codart stuttu síðar. Hún segir námsvalið ekki hafa komið foreldrum hennar á óvart enda hafi hún verið viðloðandi Sirkus Íslands í nokkur ár. Eyrún var kölluð í inn- tökupróf við skólann fyrir stuttu sem hún segir hafa verið langt og strangt. „Þetta voru í raun tveggja daga vinnubúðir þar sem allir umsækjendurnir unnu saman í hópum. Þetta var flest mjög venju- legt fólk og margir voru með bak- grunn í dansi og leiklist.“ Aðspurð segist hún vilja flytja aftur heim að náminu loknu til að leggja sitt af mörkum til að efla sirkuslistina á Íslandi. „ Draumurinn er að geta nýtt námið hér heima eftir að ég klára. Mig langar að flétta saman sirkuslistum og leiklist, kannski ekki svo ólíkt því sem Vesturport hefur verið að gera, en með áhersluna á sirkus og leiklistina í aukahlutverki.“ sara@frettabladid.is EYRÚN ÆVARSDÓTTIR: DRAUMURINN AÐ NÝTA NÁMIÐ HÉR HEIMA Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum KOMST INN Í SIRKUSSKÓLA Eyrún Ævarsdóttir fékk inngöngu í sirkusnám við Codart- skólann í Rotterdam. Eyrún hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.