Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 62

Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 62
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR54 bio@frettabladid.is Aðalfundur GFF verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl 15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Allt áhugafólk um gróður og umhverfisvernd velkomið Ævintýra- og gamanmyndin Mirror Mirror var frum- sýnd í gærkvöldi. Myndin er byggð á hinu klassíska ævintýri Grimms-bræðr- anna um Mjallhvíti og dvergana sjö, en í þetta skipti mæta stjörnur á borð við Juliu Roberts og Lil Collins á svæðið. Ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö birtist kvikmynda- húsagestum í nýrri mynd í gaman- og ævintýramyndinni Mirror Mirror. Leikstjórinn Tarsem Singh stýrir þeim Juliu Roberts, Lily Collins, Armie Hammer og Sean Bean í þessari litríku kvikmynd sem segir frá baráttu Mjallhvítar við vondu stjúpuna. Flestir þekkja líklega söguþráð kvikmyndarinnar sem segir á gamansaman hátt frá ævin týrum Mjallhvítar sem rekin er út í skóg af afbrýðisamri stjúpu sinni en er bjargað af sjö dvergum. Það er Julia Roberts sem fer með hlutverk illu drottningarinnar á meðan Lily Collins fer með hlutverk hinnar fögru og ljúfu Mjallhvítar. Singh á að baki kvikmyndir á borð við The Cell, The Fall og Immortals sem frumsýnd var í fyrra. Myndir hans þykja mjög myndrænar og hefur búninga- hönnun Eiko Ishioka mikið um það að segja, en Mirror Mirror var jafnframt síðasta myndin sem Ishioka vann við áður en hún lést í janúar á þessu ári. Myndin hefur fengið misjafna dóma; sumir segja hana ófyndna og leiðinlega á meðan aðrir gagn- rýnendur segja hana fallega, myndræna og skemmtilega. Vef- síðan Rotten Tomatoes gefur Mirror Mirror 49 rotin prósent en gagnrýnandi The Telegraph gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. HVER Á LANDI FEGURST ER? ■ Aðalleikkona myndarinnar, Lily Collins, er dóttir breska tónlistar- mannsins Phil Collins. Stúlkan hóf leikferil sinn aðeins tveggja ára gömul er hún kom fram í sjónvarpsþáttunum Growing Pains á BBC. ■ Armie Hammer fer með hlutverk prinsins í kvikmyndinni. Hann er af auðugu fólki kominn og er barnabarn olíuauðjöfursins Arm- ands Hammer en eignir hans voru metnar á 200 milljónir dollara af Forbes Magazine árið 1986. Armie Hammer vakti mikla athygli þegar hann lék tvíburabræðurna Cameron og Tyler Winklevoss í kvikmyndinni The Social Network. ■ Leikstjórinn Tarsem Singh hóf feril sinn í tónlistarbransanum og leikstýrði meðal annars tón- listarmyndböndunum við lögin Hold On með stúlknasveitinni En Vogue, Sweet Lullaby með Deep Forest og Losing My Religion með R.E.M. EFNILEGIR AFKOMENDUR MJALLHVÍT OG DVERGARNIR Lily Collins fer með hlutverk prinsessunnar Mjallhvítar sem lendir í ýmsum ævintýrum. Auk stórmyndarinnar Mirror Mirror voru tvær myndir frumsýndar í kvik- myndahúsum landsins í gær. Jonah Hill og Channing Tatum fara á kostum í myndinni 21 Jump Street. Þar leika þeir félagana Schmidt og Jenkt sem eru nýútskrif- aðir lögreglumenn. Sökum unglegs útlits þeirra lenda þeir í því að vera valdir í sérstaka leynisveit og eru sendir sem nemendur inn í fram- haldsskóla til að upplýsa um glæpa- starfsemi þar. Hvorugur þeirra er þó undir það búinn að þurfa að takast á við erfiðleika unglingsáranna algjör- lega upp á nýtt. Hryllingsgrínmyndin The Cabin in the Woods var líka frumsýnd í gær. Hún fjallar um fimm unga vini sem ákveða að gista í kofa í óbyggðum og sletta þar ærlega úr klaufunum. Þegar ungmennin fara að forvitnast um það sem leynist í kjallara kofans lenda þau þó í hinum ýmsu hremmingum. Söguþræði myndarinnar hefur að mestu verið haldið leyndum en því er lofað að hún muni koma á óvart og ekki falla inn í staðalímynd hroll- vekja. Á morgun verður frumsýnd nýjasta mynd Pawels Pawlikowski, Woman in the Fifth. Myndin fjallar um banda- rískan rithöfund sem flytur til Parísar til að vera nálægt dóttur sinni. Líf hans breytist þó til muna þegar hann kynnist dularfullri ekkju. - trs Leyniverkefni, leynikjallarar og leyndarmál AFTUR Í SKÓLA Þeir Schmidt og Jenkt voru ekki búnir undir það að upplifa unglingsárin upp á nýtt þegar þeir eru sendir inn í framhaldsskóla í dular- gervi nemenda. > NÆSTUM HÆTT AÐ LEIKA Leikkonan Salma Hayek viðurkennir að hún hafi næstum verið búin að gefa feril sinn upp á bátinn eftir að hún varð móðir. Hayek á fimm ára gamla dóttur með eigin manni sínum Francois-Henri Pinault og segir í viðtali við Marie Claire að það hafi verið erfið skref aftur í vinnuna. Hayek er hins vegar með nóg af verkefnum í bígerð en þrjár myndir eru væntanlegar með leik- konunni á árinu, The Pirates/Bands of Misfit, Savages og Here Comes the Boom. Leikarinn Chris Hemsworth leikur í nokkrum af stór- myndum ársins, þar á meðal Snow White and the Huntsman, The Cabin in the Woods, The Avengers og Red Dawn. Hemsworth segir þetta skrítna tilviljun, sér í lagi vegna þess að Red Dawn og The Cabin in the Woods voru teknar upp fyrir nokkrum árum síðan. „Mér líður svo lítið eins og persónunni Benjamin Button. Myndin sem tekin var upp fyrst er frumsýnd síðust og því yngist ég á skjánum eftir því sem líður á árið,“ sagði leikarinn um málið. Ástæðan fyrir töfinni er sú að MGM framleiðslufyrirtækið fór á hausinn og því tafðist útgáfa myndanna töluvert en Red Dawn verður frumsýnd tveimur árum eftir að tökum lauk. „Ég lék í Cabin in the Woods ,svo Red Dawn, síðan Thor, sem hefur þegar verið sýnd og loks í The Avengers.“ Yngist með árunum VINSÆLL Leikarinn Chris Hemsworth leikur í fjölda mynda er koma út á árinu. NORDICPHTOS/GETTY Vefsíðan Moviefone setti saman lista yfir nokkur af verstu stefnu- mótum kvikmyndasögunnar og efst á þeim lista trónir kvik- myndin Kissing Jessica Stein þar sem aðalpersónan á stefnumót með hverjum aulanum á fætur öðrum. Aðrar kvikmyndir sem komust á listann voru When Harry Met Sally með þeim Meg Ryan og Billy Crystal í aðalhlutverkum, There‘s Something About Mary og Annie Hall, sem Woody Allen leikstýrði og kom út árið 1977. Verstu stefnumótin SLÆM STEFNUMÓT Vefsíðan Moviefone tók saman nokkur af verstu stefnu- mótum kvikmyndasögunnar. NORDICPHOTOS/GETTY FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag KVIKMYNDARÝNI BATTLESHIP ★★★★★ „Fyndin og fjörug brelluveisla. Og hávaðinn er ægilegur.“ AMERICAN REUNION ★★★★★ „Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra.“ CARNAGE ★★★★★ „Lofar góðu en missir dampinn fljótt.“ TITANIC 3D ★★★★★ „Titanic stenst tímans tönn. Taktu með þér tissjú og ekki skammast þín fyrir neitt.“ THE HUNGER GAMES ★★★★★ „Vel heppnuð vísindaskáldsaga sem flæðir vel.“ - hva BATTLESHIP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.