Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 64

Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 64
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR56 lifsstill@frettabladid.is 56 Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. HEIMILI „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíða- námi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barna- börnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsæl- ustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hrein- lega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bíl númeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljót- lega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is SMÍÐAR DÚA-BÍLA Í FRÍSTUNDUM Dúa-bílarnir eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985 þegar nokkrir frumkvöðlar úr Dýrafirði stofnuðu leikfangasmiðjuna Ölduna og fram- leiddu bílana. Hallgrímur Sveinsson var einn af þessum mönnum og segir hann markmið þeirra hafa verið að framleiða leikföng úr timbri í stað plasts. Leikfangasmiðjan framleiddi alls kyns vinsæl leikföng, þar á meðal kúluspil og svokallaða dú-dú dúkku- vagna, og öll vinna var unnin í hönd- unum. „Við létum okkur nú dreyma um að koma framleiðslunni á færibandaprógramm, en það komst aldrei svo langt,“ segir Hallgrímur. Dúa-bílarnir draga nafn sitt af því að í þeim var fjöðrun og þeir dúuðu því. Þeir voru aðalvara Öldunnar og þóttu afar vinsælir. „Það var enginn maður með mönnum í Dýrafirði ef hann átti ekki Dúa-bíl og krökkunum þótti vænt um bílana sína,“ bætir Hallgrímur við. Hann telur óhætt að segja að þeir hafi selt á milli tvö- og þrjú þúsund bíla á sínum tíma, en þeir seldu þá um allt land. „Við gerðum meira að segja út mann á bíl sem fór með þá á milli og seldi þá,“ segir Hallgrímur. Kaupfélag Dýrfirðinga keypti einkaleyfið að bílunum af Öldunni í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar og foreldrar Úlfars Más keyptu svo leyfið af þeim nokkrum árum síðar. SAGAN Á BAKVIÐ DÚA-BÍLANA Feykivinsælir Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILSA Ný rannsókn sýnir að þeir sem borða hnetur eiga auð veldara með að halda aukakílóunum í skefjum. Vísindamenn við Louisi- ana-háskólann í Bandaríkjun- um komust að því að þeir sem borða hnetur séu með lægri BMI- stuðul, minna mittismál og almennt l éttari. Ráðlagður dags- skammtur af hnetum er um þrjár mats keiðar á dag, en mælt er með því að tegundum sé blandað saman, eins og möndlum, kasjú- hnetum og heslihnetum. Vísindamenn vilja meina að hnetur séu góðar gegn offitu, hjartasjúkdómum og sykursýki svo eitthvað sé nefnt. Þrjár hnetu- skeiðar á dag ALLRA MEINA BÓT Þrjár matskeiðar á dag af hnetum halda kílóunum í skefjum samkvæmt rannsóknum. HEILSA Þeir sem skarta húðflúr- um drekka meira en aðrir sam- kvæmt rannsóknum Háskóla Suður- Bretaníu í Frakklandi. Rannsóknar menn við háskólann komust að því að húðflúraðir ein- staklingar eiga það til að drekka meira magn af áfengi þegar þeir bregða undir sig betri fætinum. Yfir 3.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem fór þannig fram að fólk var beðið um að blása í áfengismæla á leið sinni út af skemmtistöðum og sýndu niður- stöður að húðflúraðir höfðu að jafnaði drukkið meira yfir kvöldið. Hins vegar var lítill munur á fólki með engin húðflúr og þeim sem skörtuðu bara einu. Sam- kvæmt rannsókninni voru þeir með fleiri en sjö húðflúr og göt í eyrum, nefi eða annars staðar á líkamanum líklegastir til að drekka mesta magnið af áfengi. Gataðir og húðflúr- aðir drekka meira MEIRA MAGN Rannsóknir frá háskóla í Frakklandi sýna að húðflúraðir einstaklingar drekka meira magn af áfengi en aðrir. NORDICPHOTOS/GETTY MORGUNMATUR Á KVÖLDIN Vilji maður sofa betur á nóttinni er sniðugt að borða morgunmatinn að kvöldi til. Samkvæmt breska sjúkra- þjálfaranum Sammy Margo, sem skrifaði bókina The Good Sleep Guide, eru bananar, haframjöl og jógúrt maturinn sem aðstoðar við svefnleysi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.