Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 72
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR64
Sumardaginn fyrsta 19. apríl mun Hestamannafélagið Fákur
bjóða til opins dags frá kl. 13:00 - 16:00 á félagssvæði Fáks.
Borgarbúar er hvattir til að mæta og njóta dagsins með okkur.
Reiðskóli Reykjavíkur og Reiðskólinn Faxaból munu bjóða börnum á hestbak
og kynna starfsemi sína. Heppnir krakkar geta unnið frítt reiðnámskeið
í sumar með þátttöku í léttum leik.
Hesthús á svæðinu eru opin fyrir gestum og gangandi.
Firmakeppni Fáks hefst klukkan 14.00. Keppt verður
í öllum flokkum frá börnum upp í atvinnumenn.
Í Félagsheimili Fáks verður boðið upp á frítt afmæliskaffi
ásamt meðlæti.
Opinn dagur hjá Fáki
Sumardaginn fyrsta
Guðjón hefur sagt
það sjálfur að hann
sé ekki að erfa eitthvað úr
fortíðinni heldur horfi hann
fram á veginn.
HAFÞÓR ÆGIR VILHJÁLMSSON
LEIKMAÐUR GRINDAVÍKUR
FÓTBOLTI Hafþór Ægir Vilhjálms-
son er byrjaður að æfa með liði
Grindavíkur á nýjan leik en hann
hefur ekki æft fótbolta síðan hann
meiddist á hné í janúar á síðasta
ári.
Hafþór mætti á sína fyrstu
æfingu með Grindavík á mánu-
daginn. Þar æfði hann undir stjórn
mannsins sem hann neitaði að
spila hjá árið 2006.
Þá setti Hafþór Ægir umdeildan
viðauka í samning sinn við ÍA um
að honum væri frjálst að fara frá
félaginu ef Guðjón Þórðarson tæki
við liðinu. Viðaukinn var settur
inn nokkrum dögum áður en Guð-
jón tók við liðinu og faðir Hafþórs
sat þá í stjórn ÍA.
Málið var afar umdeilt en ný
stjórn knattspyrnudeildar ÍA
neitaði að viðurkenna viðaukann.
Málið fór alla leið hjá KSÍ og fór
svo að lokum að Hafþóri var leyft
að fara frá uppeldisfélaginu.
Guðjón er alltaf til í að leiðbeina
mér
Leiðir hans og Guðjóns liggja nú
aftur saman í Grindavík. Hafþór
segir að gróið sé um heilt milli
hans og þjálfarans.
„Það er allt gott á milli mín og
Guðjóns og við náum vel saman.
Hann hefur sýnt minni stöðu
mikinn skilning og kemur til mín
á hverjum degi og spyr hvernig
gangi hjá mér. Hann er alltaf til
í að leiðbeina mér,“ sagði Haf-
þór Ægir en er búið að gera þessi
gömlu leiðindi upp?
„Blessaður vertu, við erum
orðnir fullorðnir. Hann hefur sagt
það sjálfur að hann sé ekki að erfa
eitthvað úr fortíðinni heldur horfi
hann fram á veginn. Það þurfti því
ekkert að setjast niður og hreinsa
loftið eða álíka. Við tókumst í
hendur á fyrstu æfingu og þurfti
ekki einu sinni að tala um þetta
mál. Það er ekkert vandamál hjá
okkur.“
Hinn 25 ára gamli Hafþór segir
að það sé bjart fram undan hjá
sér og hann hlakkar til komast
almennilega af stað.
„Ég má æfa fótbolta annan
hvern dag og lyfta hinn daginn.
Ég er eðlilega langt á eftir hinum
og nú þarf ég að koma mér í form.“
Hann meiddist á æfingu þegar
það snerist upp á löppina á honum.
Hefur ýmislegt verið gert til þess
að koma honum í lag en fátt bar
árangur. Meira að segja skurð-
aðgerð breytti engu.
Enginn vissi hvað væri nákvæm-
lega að
Enginn virtist nákvæmlega vita
hvað væri að honum og það var
eðlilega erfitt fyrir leikmanninn.
„Það var ekki fyrr en ég fékk
stera í hnéð sem ég gat farið að
lyfta án þess að vera sárkvalinn.
Svo hefur þetta verið að lagast hjá
mér. Það var svo afar ánægjulegt
að komast á grasæfingu á mánu-
dag,“ sagði Hafþór Ægir en hvernig
var nákvæmlega tilfinningin?
„Ég er ekki alveg búinn að með-
taka þetta. Þeir sem hafa lent í
þessu vita hvernig mér líður. Þetta
er ótrúlega ljúft,“ sagði Hafþór
sem hefur helst ekki getað horft á
fótbolta í meiðslunum. Það var ein-
faldlega of erfitt fyrir hann.
„Þetta er búið að taka meira á
andlega en líkamlega. Ég var mjög
kvalinn og gat stundum ekki sofið
á nóttunni. Ég get alveg viður-
kennt að ég hugsaði stundum hvort
ég myndi jafna mig þegar ég var
að vakna með verk á nóttunni.
Verst af öllu var samt að enginn
vissi nákvæmlega hvað væri að
hjá mér. Þarna voru læknar ekki
vissir um að ég myndi spila aftur
og það tók sinn toll. Ég hafði samt
alltaf trú á þessu.“
Hafþór gerir ekki ráð fyrir að
spila með Grindavík fyrr en í júní
í fyrsta lagi.
„Það styttist í að ég geti farið að
æfa á fullu og markmiðið núna er
að spila fótbolta í sumar. Nú þarf
ég að vinna í líkamlega þættinum
sem er auðveldara þar sem ég er
nánast verkjalaus orðinn. Það er
afar góð tilfinning.“
henry@frettabladid.is
Við Guðjón erum
orðnir fullorðnir
Hafþór Ægir Vilhjálmsson segir það ekki vera neitt
mál að spila undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.
Hafþór neitaði að spila undir hans stjórn árið 2006.
HAFÞÓR ÆGIR Kominn aftur af stað eftir tæplega 16 mánaða fjarveru vegna meiðsla.
FRÉTTABLAÐIÐ/XX