Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 8
5. maí 2012 LAUGARDAGUR8 FRÉTTASKÝRING: EES og stjórnarskráin Skráning og nánari upplýsingar á imark.is REAL TIME REVOLUTION: How Oprah Fused TV & The Social Experience ÍMARK og 365 miðla fimmtudaginn 10. maí Jonathan Sinclair, aðstoðarforstjóri og framleiðandi hjá Harpo Studios, framleiðslufyrirtæki Opruh Winfrey, fjallar um breytingar á fjölmiðlaumhverfinu og hvernig markaðsfólk þarf að takast á við breytta neytendahegðun. Kl. 11.30–13.00 í Norðurljósum í Hörpu, hádegisverður innifalinn. Markaðsbylting í beinni Nýjar evrópskar eftirlits- stofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildar- ríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki sam- kvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörk- uðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri mark- aði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofn- unum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Sam- kvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinn- ar. Ástæðan er sú að nýju stofnan- irnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að sam- þykkja það myndu íslensk stjórn- völd framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftir- litsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftir- lit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármála- mörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármála- fyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valda- framsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norður- landa og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjár- málamörkuðunum í Evrópu. Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu EFTIRLIT Nýju evrópsku eftirlitsstofnununum er ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um fjármálamarkaði í aðildarríkjum ESB, og þar með þeim sem eiga aðild að EES-samningnum. NORDICPHTOS/AFP Nýju evrópsku eftirlitsstofnanirnar tóku til starfa 1. janúar 2011. Þeim er ætlað að bæta starfsemi innri markaðar Evrópusambandsins (ESB). Þær eiga að tryggja að lög- gjöfin sé samræmd og áhrifarík, og að vernda stöðugleika fjár- málakerfisins, gagnsæi markaðar og framleiðslu, og vernd innstæðu- eigenda og fjárfesta. Stofnanirnar hafa viðamiklar valdheimildir, en í flestum tilvikum er gert ráð fyrir að þær grípi aðeins til aðgerða ef eftirlitsstofnanir í einstökum ríkjum standa sig ekki sem skyldi. Allar stofnanirnar hafa heimildir til að taka ákvarðanir um starfandi fjármálafyrirtæki, til dæmis með því að stöðva starfsemi þeirra alfarið. Skapist neyðarástand geta þær skipað yfirvöldum í einstökum ríkjum að grípa til ákveðinna aðgerða. Þá mega þær banna tímabundið ákveðna fjármála- starfsemi. Að auki leysa þær úr ágreiningi milli eftirlitsstofnana ríkja með bindandi ákvörðunum. ■ Kerfisáhætturáð (ESRB): Ráðið hefur það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir fjármálamarkaði og meta þá hættu sem að þeim kann að steðja. ■ Evrópska bankaeftirlitið (EBA): Hlutverk eftirlitsins er að stuðla að samræmdu eftirliti og veita stofnunum ESB ráðgjöf um bankastarfsemi. ■ Evrópska eftirlitsstofnunin með tryggingum og starfstengd- um lífeyri (EIOPA): Stofnunin á að stuðla að samræmdu eftirliti og veita stofnunum á sviði trygg- inga og lífeyrismála ráðgjöf með reglusetningu og eftirliti. ■ Evrópska eftirlitsstofnunin með verðbréfa- og fjármála- mörkuðum (ESMA): Á að stuðla að samræmdu eftirliti og veita stofnunum ESB ráðgjöf um verð- bréfa- og fjármálamarkaði. Nýjar stofnanir með miklar valdheimildir „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi flokksins í utanríkis- málanefnd Alþingis, spurður hvernig bregðast eigi við áliti um að nýjar ESB-reglur standist ekki stjórnarskrá. Hann segir að í þessu tilviki kunni að vera að undanþágur séu ekki mögulegar. „Þá hlýtur að koma til skoðunar hvort þörf sé á breytingu á stjórnarskránni, ekki bara vegna þessa máls heldur almennt vegna framkvæmdar á EES-samn- ingnum.“ Bjarni segir líklegt að tilvikum sem þessum fjölgi í framtíðinni. Þess vegna gæti þetta mál orðið tilefni til að spyrja stærri spurninga um EES. „Við getum verið sammála um að ávinningurinn af því að eiga aðgang að innri markaðinum er svo mikill að þetta mál getur ekki orðið til þess að endurskoða það,“ segir Bjarni. Því fylgi kostir og gallar að vera fullir þátttakendur á innri markaði ESB, og full rök séu fram komin fyrir því að framkvæmd EES-samningsins hafi á síðustu árum farið yfir þau mörk sem stjórnar- skráin setji. Bjarni segir nýju eftirlitsstofnanirnar sem ESB hefur komið á laggirnar eðlilegt skref nú þegar svo greinilegir gallar varðandi frjálsa fjár- magnsflutninga á innri markaði sambandsins hafi komið í ljós. „Almennt séð þurfum við að horfast í augu við að það kann að vera óumflýjanlegt að gangast undir samstarf um rekstur á eftirlitsstofnunum sem tryggja einsleitni á markaðnum,“ segir Bjarni. Hann bendir á að Ísland þurfi ekki aðeins að undirgangast kröfur heldur fái á móti ákveðna réttarvernd fyrir íslenska ríkið og íslenska borgara. Vill láta reyna á undanþágur eða breyta stjórnarskránni BJARNI BENEDIKTSSON Íslendingar ættu að líta meira til umræðunnar um EES-samninginn í Noregi, þar sem niður- staðan virðist vera sú að hægt sé að gera miklu meira til að aðlaga löggjöfina sem kemur frá ESB að aðstæðum í Noregi, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann segir Íslendinga virðast kaþólskari en páfinn þegar komi að innleiðingu laga frá ESB. „Við þurfum að meta hvort hægt sé að inn- leiða reglurnar á þann hátt að það henti okkar aðstæðum og falli undir stjórnarskrána,“ segir Sigmundur. Hann segir ekki sjálfgefið að hægt verði að ná fram þeim breytingum, og þá verði að ræða framhaldið. „Það er ekki sjálfgefið að við breytum stjórnarskránni einn, tveir og þrír.“ Sigmundur segir sífellt aukast í regluverkið sem tengist EES-samningnum, sem sé óheppileg þróun á margan hátt. „Það gefur tilefni til að fara yfir þróun EES- samningsins, hvort við getum haft meiri áhrif á lagasetninguna þegar hún kemur til Íslands, eða hvort við eigum að beita okkur fyrir breytingum á EES-samningnum.“ Hann segir æskilegast að Ísland verði áfram aðili að EES-samningnum, en hann verði að taka mið af þörfum aðildarríkjanna. Mögulega þurfi að taka upp viðræður við ESB um framtíð samningsins, en slíkt sé augljóslega torvelt á meðan Ísland standi í aðildarviðræðum við ESB. Spurður um nýju eftirlitsstofnanirnar sem ESB hefur nú sett af stað segir Sigmundur að með þeim sé sambandið að fikra sig að viðbrögðum við fjármálakrísunni og reyna að hindra nýjar krísur. Hann segir rétt að fylgjast vel með hvernig til takist, ef ESB finni snjallar lausnir sé ekkert að því að nota þær. Hann segir að einnig mætti líta til Kanada og hvernig eftirliti með fjármálastofnunum sé háttað þar. Markmiðið eigi að vera að skoða það besta úr öllum áttum. Ekki sjálfgefið að breyta stjórnarskránni SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.