Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 4

Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 4
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR4 TÆKNI Fjarskiptabúnaður radíó- áhugamanns er ekki talinn valda skaðlegri geislun, samkvæmt nýbirtri ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Nágranni taldi að rafsegulgeisl- un frá búnaðinum hefði spillandi áhrif á bæði andlegt og líkamlegt heilsufar hans. Mælingar Geislavarna ríkis- ins sýndu að rafsegulgeislun inni á heimili þess sem kvartaði og í nánasta umhverfi væri langt innan marka. Mælingar PFS voru í samræmi við þá niðurstöðu. - óká PFS fjallar um fjarskiptabúnað: Engin hætta talin af geislun Bæjarbíl breytt fyrir metan Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur til við bæjarráð að einum bíl í eigu bifreið bæjarins verði breytt í metanbíl til prufu. Reynslan af breytingunni verði síðan metin á ársgrundvelli. UMHVERFISMÁL Fleiri bústaðir á Þingvöllum Nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð á 36 hekturum úr landi Skálabrekku við Þingvallavatn gerir ráð fyrir 24 nýjum frístundalóðum suðvestan við núverandi sumarhúsabyggð í Skálabrekku. BLÁSKÓGABYGGÐ GENGIÐ 16.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,0711 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,48 128,08 203,00 203,98 162,05 162,95 21,798 21,926 21,246 21,372 17,776 17,880 1,5847 1,5939 194,31 195,47 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Frá kr. 16.900 Allra síðustu sætin. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð á völdum dagsetningum til og frá Alicante. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér sæti á frábærum kjörum! Verð kr. 16.900. Netverð. Flugsæti á mann aðra leiðina með sköttum. 23. og 30. maí frá Alicante til Keflavíkur. 22. maí og 12. júní frá Keflavík til Alicante. Alicante SAMFÉLAGSMÁL Listahátíðin List án landamæra fékk mannrétt- indaverðlaun Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, afhenti fulltrúum hátíðarinnar verðlaunin í Höfða í gær. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félaga- samtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi til- tekinna hópa. List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og hefur verið haldin árlega. - sv Verðlaun fyrir mannréttindi: Listahátíð fékk viðurkenningu VERÐLAUNAAFHENDING Listahátíðin List án landamæra fékk mannréttindaverð- laun Reykjavíkurborgar. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 18° 12° 9° 15° 16° 9° 9° 25° 14° 23° 22° 30° 12° 16° 18° 13°Á MORGUN Víða hæg breytileg átt LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur 4 4 3 4 2 2 3 2 3 5 31 2 4 5 2 4 5 6 7 6 5 6 5 5 4 6 6 8 7 89 FREMUR RÓLEGT næstu daga, hægur eða fremur hægur vindur víðast hvar. Nokkuð bjart S-til í dag en dregur fyrir á morgun en þá birtir til fyrir norðan og austan. Skúrir V-til á morgun og bætir í úrkomu fram á kvöldið. Hlýnar meira um helgina. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Tvo vélsleðamenn sakaði ekki þegar þeir lentu í snjóflóði í suðurhlíðum Kerlingar í Glerárdal í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um flóðið og ræsti þegar út björgunarsveitir Lands- bjargar þar sem óljóst var um afdrif sleðamannanna. Beiðni um aðstoð björgunarsveita var svo afturkölluð þegar sleðamenn- irnir höfðu samband við lögreglu, en þeir komust af sjálfsdáðum úr flóðinu. - óká Tveir sleðamenn björguðust: Komust sjálfir úr snjóflóðinu MENNTUN Það er ekki lengur hringt inn úr frímínútum með rafknúinni bjöllu í Austurbæjarskóla. Bjallan var aftengd þegar í ljós kom laup- ur, sem er hreiður hrafns, nálægt henni yfir aðalinnganginum. „Við sáum laupinn þegar við komum úr páskafríi og við vildum ekki að það kæmi styggð að hrafn- inum. Þess vegna hringjum við inn handvirkt,“ segir Guðmundur Sig- hvatsson skólastjóri sem sjálfur lætur bjölluna hljóma úti í portinu. En það er ekki bara þegar hringja þarf með bjöllunni sem skólastjórinn er úti í porti. Hann hefur í allan vetur sinnt þar gæslu- störfum í frímínútum ásamt kenn- urum og skólaliðum. „Mig skorti fjármagn til þess að borga nógu mörgum kennur- um fyrir gæsluna. Ég gat fækkað einum gæslumanni með því að fara sjálfur út. Það má spara á því. Það kostar ekkert að hafa mig úti.“ Guðmundur segist kynnast nem- endum á annan hátt úti á skólalóð- inni, heldur en innandyra. „Þegar ég er úti fæ ég allt sem er að gerast beint í æð. Krakkarnir hafa jafn- framt tekið þessu vel. Þeim finnst fínt að hafa karlinn úti.“ - ibs Skólastjóri Austurbæjarskóla hringir sjálfur inn og sinnir útigæslu í sparnaðarskyni: Laupur stöðvar skólabjölluna LAUPURINN Nemendur og starfsmenn bíða spenntir eftir því að heyra í ung- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ICESAVE Bretland og Holland eru einu EES-ríkin sem nýttu sér tækifærið til að styðja málarekst- ur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesavemálinu, með skriflegum athugasemdum, en málið er nú rekið fyrir EFTA-dómstólnum. Skilafrestur athugasemda rann út á miðnætti í fyrrinótt, en þá höfðu EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein lagt fram athuga- semdir til stuðnings málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir ánægjulegt að Noregur og Liechtenstein taki undir málflutning Íslands. „Mér finnst líka merkilegt að í athugasemdum sínum taka hvorki Bretland né Holland undir með ESA varðandi meinta mismunun Íslendinga gagnvart innistæðu- eigendum utan Íslands. Ég vil svo sem ekki draga of miklar ályktan- ir af því, en þessi meinta mismun- un er annar af tveimur meginás- unum í stefnu ESA gegn okkur.“ Hin meginstoðin í málarekstri ESA lýtur að því hvort Ísland hafi gerst brotlegt við innistæðu- tryggingatilskipun ESB. Máls- vörn Íslands lýtur að því að annars vegar sé hvergi í tilskip- uninni tiltekið að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfi, og hins vegar er því borið við að við bankahrunið hafi skapast óviðráð- anlegar aðstæður á Íslandi, sem ógildi innistæðutilskipunina. Í athugasemdum sínum halda Bretar og Hollendingar því fram að markmið tilskipunarinnar sé að tryggja innistæður og það hafi ein- Aðeins Hollendingar og Bretar styðja ESA EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. Aðspurður hvort samningaleiðin í Icesave-deilunni hafi verið misráðin í ljósi röksemda sem Noregur og Liechtenstein leggja fram, segir utanríkisráðherra að erfitt sé að leyfa sér að draga þá ályktun af gögnunum. „Ég vinn auðvitað af fullum krafti fyrir hönd Íslands í þessu máli og trúi á sigur þar til annað verður að veru- leika. Ég tel að málstaður okkar sé giska góður og tel að okkur hafi tekist að sýna fram á að tilskipunin sé ekki gerð fyrir aðstæður eins og voru hjá okkur þar sem varð hrun heils kerfis og allir bankarnir féllu. Ég leyfi mér því að vera hóflega bjartsýnn án þess að draga af þessu ályktanir sem vekja of miklar væntingar. Staðan í dag er sú að málið er í farvegi sem þjóðin valdi. Við vinnum þar af kappi og allri okkar atorku og spörum hvergi til.“ Var samningaleiðin misráðin? faldlega ekki verið gert í umræddu tilfelli. Varðandi meintar óviðráðan- legar aðstæður, segja bæði ríkin að sönnunarbyrðin sé alfarið á Íslandi og engar slíkar sannanir liggi fyrir. Fjárhagslegir erfið- leikar eigi ekki við, þar sem Bret- land og Holland hafi boðið Íslandi fjármuni að láni. Noregur og Liechtenstein taka hins vegar fram í sínum athuga- semdum að hvergi í tilskipuninni sé tekið skýrt fram að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfum. Í ljósi þess hve miklar kvaðir á aðildarríki fælust í ríkisábyrgð þyrftu lögin að vera afar skýr að því leyti. Auk þess sé í formála laganna og vinnuskjölum frá setn- ingu þeirra beinlínis tekið fram að tilskipunin feli ekki í sér ríkis- ábyrgð. Össur segir einnig merkilegt að Bretland og Holland hafi ein EES- ríkja sent athugasemdir til stuðn- ings ESA, því að hann hafi skynjað svipaða afstöðu hjá sumum kollega sinna. „Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá merku stofnun ESA, en ég tel að það sýni að málflutningur okkar fyrir öllum EES-ríkjunum hefur borið árangur og okkur hafi tekist að telja þeim hughvarf.“ thorgils@frettabladid.is ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON GRIKKLAND Grikkir hafa undan- farna daga og vikur flykkst í hrað- banka til að taka út peninga, af ótta við að Grikkland yfir- gefi evrusvæðið og gamla drak- man verði tekin upp í staðinn. Síðan um síð- ustu helgi hafa verið teknar út að minnsta kosti 900 milljónir evra af reikning- um landsmanna, að því er þýska fréttastofan dpa-AFX hefur eftir heimildarmönnum sínum. Nýkjörið þing kom saman í fyrsta sinn í gær og var ákveðið að nýjar kosningar verði haldn- ar 17. júní, þar sem ekki tókst að mynda ríkisstjórn. Samkomulag hefur tekist um að Panagiotis Pik- rammenos, forseti gríska ríkis- ráðsins, verði forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar, sem fer með völdin þar til nýtt þing hefur verið kosið. Þá var samþykkt að bráða- birgðastjórnin hafi ekki heimild til að taka skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd gríska ríkisins. - gb Efnahagskrísan í Grikklandi: Grikkir tæma bankareikninga PANAGIOTIS PIKRAMMENOS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.