Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 12
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR12 12 nánar á visir.is Umsjón: MILLJARÐUR KRÓNA var mis- munur útflutnings og innflutnings vara á árinu 2011. 97,1 Yann Tiersen á Listahátíđ www.listahatid.is 31. maí / 3.900 kr. 24. – 28. 8. 2012 Time for business – Nútíma innanhússhönnun, tíska heimilisvara, góðar gjafahugmyndir og skartgripir – allt fyrir haust-, vetrar- og jólainnkaupin sem leggja línurnar fyrir strauma og stefnur komandi vors. Tendence – hápunktur vörusýninga seinni helming ársins sem spannar heimilið og gjafavöru: Fleiri en 2.000 sýningaraðilar frá öllum heimshornum, nýjungar á hönnunarsviði og sérsýningar sem veita innblástur. tendence.messefrankfurt.com dimex@dimex.dk Sími: +45 39 40 11 22 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær þá ákvörðun sína að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Þá kynnti bankinn nýja hagspá sem gerir ráð fyrir talsvert meiri verðbólgu og ívið meiri hag- vexti á næstu misserum en fyrri spá bankans. Vikið er að hvoru tveggja í rökstuðningi nefndarinnar fyrir vaxtahækkuninni. Í yfirlýsingu peningastefnunefnd- ar segir að verðbólguhorfur hafi versnað frá síðustu vaxtaákvörðun í febrúar, að nokkru leyti vegna veik- ingar gengis krónunnar. Nefndin ítrekaði að eftir því sem efnahags- batanum vindi fram verði nauðsyn- legt að halda áfram að draga úr slaka peningastefnunnar. Þá mátti greina harðari tón en áður í yfirlýsingunni þar sem segir að lokum að dragi ekki úr verðbólgu á næstu mánuðum verði að óbreyttu ekki komist hjá frekari hækkun nafnvaxta. Ákvörðun peningastefnunefndar- innar var í takti við spár greiningar- aðila sem höfðu reiknað með 0,25 til 0,5 prósentustiga hækkun. Ávöxtun- arkrafa allra óverðtryggðra skulda- bréfaflokka hækkaði þó á mörkuðum í gær sem bendir til þess að markaðs- aðilar hafi talið nokkrar líkur á 0,25 prósentustiga hækkun eða að harðari tónn nefndarinnar hafi aukið vænt- ingar um frekari hækkanir. Samhliða kynningu á vaxtaákvörð- uninni gaf Seðlabankinn út nýtt ein- tak Peningamála. Þar kemur fram að þrátt fyrir nafnvaxtahækkun tvisvar á árinu hafi raunvextir bankans lækk- að frá áramótum. Í Peningamálum er einnig birt ný hagspá bankans. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,6% á þessu ári og svipuðum vexti 2013 og 2014. Er það lítillega hærri spá en bankinn kynnti í febrúar. Sem fyrr telur bank- inn að aukin fjárfesting verði helsti aflvaki hagvaxtar á næstu misser- um en framlag einkaneyslu er einnig nokkurt. Telur bankinn að fjárfesting aukist um 12,4 prósent á þessu ári og einkaneysla um 3,2 prósent. Seðlabankinn metur horfur um atvinnuleysi svipaðar og í síðustu hagspá. Áætlað er að það verði 6,3 prósent að meðaltali á þessu ári en verði komið niður í 4,9 próesnt að meðaltali árið 2014. magnusl@frettabladid.is Stýrivextir Seðlabankans hækkaðir á ný Vextir Seðlabanka Íslands voru í gær hækkaðir um 0,5 prósentustig. Yfirlýsing peningastefnunefndar bendir til þess að frekari hækk- anir séu á næsta leiti. Í nýrri hagspá bankans er spáð hærri verðbólgu og ívið meiri hagvexti en áður. Í nýjustu Peningamálum Seðlabankans er varað við því að slakað verði á aðhaldi í ríkisfjármálum. Þar segir að miðað við nýjustu áætlanir náist jöfnuður í ríkisrekstri nokkru seinna en gert hafi verið ráð fyrir í fyrri áætlun. Þá sé vaxandi þrýstingur á ný útgjaldaáform sem hætt sé við að aukist enn eftir því sem nær dregur þingkosningum á næsta ári. Þá segir í ritinu: „Svigrúm stjórnvalda er hins vegar afar lítið enda hið opinbera mjög skuldsett. Sakir hafta á fjármagnshreyfingar býr hið opinbera við lægri vexti en skuldsetning þess gæfi gefið tilefni til. Þegar höftin verða afnumin hverfur þetta skjól. Því er afar mikilvægt að það verði nýtt til að draga úr lánsfjárþörf.“ Óttast útgjaldaáform á kosningaári ÞÓRARINN OG MÁR Aðalhagfræðingur Seðlabankans og seðlabankastjóri kynntu hagspá bankans og ákvörðun peningastefnunefndar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Daníel Svavarsson, forstöðumaður hag- fræðideildar Landsbankans, spurði Má Guðmundsson seðlabankastjóra á kynn- ingarfundi bankans í gær hvort sú háa, almenna verðbólga sem nú sjáist endur- spegli að bankinn hafi gert mistök með því að hækka vexti of hægt. Már svaraði að sagan myndi leiða í ljós hvort orðið hefðu hagstjórnarmistök og bætti síðar við að það væri í það minnsta ljóst í ljósi nýrrar ákvörðunar peningastefnunefndarinnar að vextir hefðu verið of lágir upp á síðkastið. Hagstjórnarmistök? Arion banki hækkaði í gær fasta vexti á óverðtryggðum lánum, sem hann býður, um 0,5 prósent í 7,5 prósent. Samkvæmt upplýs- ingum frá bankanum er hækkunin bein afleiðing þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækk- aðir um jafn marga punkta. Þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósent í mars þá hækkuðu allir bankar sem bjóða upp á fasta vexti á óverðtryggðum lánum í samræmi við þá hækkun. Auk Arion banka eru það Lands- bankinn og Íslandsbanki. Vaxtahækkun Seðlabankans mun auk þess hafa samstundis áhrif á mánaðarlegar greiðslur óverðtryggðra lána með breyti- legum vöxtum. Landsbankinn, Íslandsbanki og MP banki bjóða upp á slík lán. Ákvarðanir um vaxtabreytingar á þeim eru meðal annars teknar með hliðsjón af vaxtaákvörðun Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið (FME) birti í fyrradag samantekt sem sýndi hversu hratt greiðslur óverð- tryggðra lána geta hækkað. Með því vildi eftirlitið vekja athygli neytenda á næmi greiðslubyrði slíkra lána, sérstaklega í kjölfar stýrivaxtahækkana. Í samantekt- inni er vakin athygli á því að á síð- astliðnum 18 árum hafi stýrivextir verið á bilinu 4,25 til 18 prósent. Bankinn hafi á tímabilinu „hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár, en hækkunarferli er skilgreint sem tvær eða fleiri hækkanir í röð“. - þsj Stýrivaxtahækkun hefur bein áhrif á afborganir: Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.