Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 20

Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 20
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is „Ég vil gjarnan taka þátt í því að heiðra minningu Róberts því hann var einn af mínum mestu velgjörðarmönnum í líf- inu. Ég minnist hans með slíku þakk- læti og virðingu í starfi mínu og lífi,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlist- armaður og kennari og stofnandi kórs Menntaskólans í Hamrahlíð (MH)og síðar Hamrahlíðarkórsins. Þessir kórar minnast Dr. Róberts Abrahams Ottós- sonar með dagskrá í hátíðarsal MH í kvöld klukkan 20, en í dag er öld liðin frá fæðingu Róberts. Róbert Abraham, sem fæddist í Berlín en flúði hingað til lands undan nas- ismanum árið 1935, starfaði meðal ann- ars sem stjórn- andi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Söngsveitarinnar Fílharmóníu, söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar og kennari við Háskóla Íslands og Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Þá var hann fyrsti Íslendingurinn til að ljúka doktors- prófi í tónvísindum með ritgerð sinni um Þorlákstíðir. Það er vel við hæfi að þessir kórar heiðri minningu Róberts því fyrir hans atbeina varð kórastarfið í Hamrahlíð til, að sögn Þorgerðar, en hún var nem- andi Róberts frá sjö ára aldri þar til hann lést eftir skamma sjúkrahúsvist árið 1974. „Róbert og fyrsti rektor MH, Guðmundur Arnlaugsson, voru góð- kunningjar frá Akureyri. Róbert sagði Guðmundi að brýnt væri að stofnað- ur yrði kór þar sem ungir strákar og stelpur syngju saman, en um slíkt var ekki að ræða á þessum tíma á Íslandi. Róbert studdi mig af heilum hug í þessu starfi frá upphafi. Hann var stór- kostlegur kennari sem bjó yfir ótrúlega mörgum eiginleikum. Hann var lista- maður af guðs náð, vísindamaður og mikil tilfinningavera sem kom með andblæ evrópskrar heimsmenningar til Íslands. Hann var útlendingur, en um leið einn mesti Íslendingur sem ég hef þekkt og fáir töluðu málið okkar betur. Mér verður oft hugsað til þess sem hann sagði oft: „Það er fljótt að fenna í sporin á Íslandi“ og kannski er hollt að hafa það í huga á okkar tímum þegar öllum finnst þeir vera að finna upp hjólið.“ Í dagskránni syngja Hamrahlíðar- kórarnir, undir stjórn Þorgerðar, útsetningar Róberts á íslenskum og erlendum lögum, meðal annars radd- setningar sem hann gerði sérstaklega fyrir Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð. Einnig flytja kórarnir Miskunnar- bæn fyrir kór og strengjasveit, sem er eitt fárra frumsaminna tónverka sem Róbert lét eftir sig. Þá mun Árni Heim- ir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja erindi um líf og starf Róberts. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. kjartan@frettabladid.is HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR: MINNAST DR. RÓBERTS ABRAHAMS OTTÓSSONAR LISTAMAÐUR AF GUÐS NÁÐ FRUMKVÖÐULL Róbert Abraham Ottósson í Berlín árið 1929. Hann flúði undan nasismanum til Íslands árið 1935 og kom víða við í tónlistarlífi landsins. ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR SUGAR RAY LEONARD, bandaríski boxarinn, á afmæli í dag. „Fyrir hvern bardaga bið ég þess að enginn meiðist.“56 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, KJARTAN JÓNSSON Kjartansgötu 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. maí. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 25. maí kl. 13.00. Ólöf Júlía Kjartansdóttir Árni Rúnar Inaba Kjartansson Anna Arnardóttir Jón Ólafsson Ólöf E. Árnadóttir Steingerður Jónsdóttir Örlygur Karlsson Ólafur Jónsson Skafti Jónsson Bente Nielsen og afabörnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR áður til heimilis í Hvassaleiti 18. Færum Hjúkrunarheimilinu Eir sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýhug um árabil. Þóra G. Gísladóttir Haukur Hafsteinsson Margrét Gísladóttir Haraldur H. Helgason Gísli Gíslason Ágústa Guðmarsdóttir Ólafur S. Gíslason Hildur Bjarnadóttir Guðrún Gísladóttir Magnús Orri Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, dóttir, systir okkar, tengdamamma og amma, ERNA BJÖRG BJARNADÓTTIR Reynimel 74, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Andri Freyr Halldórsson Alda Magnúsdóttir Tara Gunnarsdóttir Ólafur Árni Bjarnason Ásdís Freyja Andradóttir Markús Bjarnason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSTEINN GARÐARSSON trillukarl, er lést 6. maí sl., verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Glerárkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig Jónas Barbara Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR B. HÁKONARSON Strikinu 4, Garðabæ, lést laugardaginn 12. maí. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir Helga Gunnarsdóttir Guðrún Gunnardóttir Unnar Reynisson Hrefna Gunnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS KARLS NORMAN Hæðargarði 14. Guð blessi ykkur öll. Gréta Þórs Einir Kristjánsson Baldur Sigurðsson Þór Björnsson tengdadætur, afabörn og langafabörn og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR IBSEN verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.00. Brynjar Halldórsson Jutta Halldórsson Eygló H. Ibsen Tómas Ibsen Laufey Danivalsdóttir Snorri Halldórsson Ólöf I. Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR ÖBBU MAGNÚSDÓTTUR frá Sauðárkróki, sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Hrafnistu í Reykjavík. Hildur Svavarsdóttir Jón Þór Ólafsson Ólöf Svavarsdóttir Wessman Wilhelm Wessman Svavar Ásbjörnsson Linda Wessman Knútur Rúnarsson Róbert Wessman Ýr Jensdóttir Gunnhildur Wessman Arnar Haraldsson Arnþór Jónsson Alda Jónsdóttir Ómar Andri Jónsson Arna Ragnarsdóttir og langömmubörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BERG BERGSTEINSSON Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt mánudags 14. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnhildur Steinunn Magnúsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Sigríður Bergdís Magnúsdóttir Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI RAGNAR SIGMUNDSSON frá Miðvik, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk þann 5. maí. Útförin fer fram frá Laufási í Eyjafirði föstudaginn 18. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Indriðason, eiginkona, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR hjúkrunarkona Barónsstíg 65, Reykjavík, lést 8. maí og hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á 3. hæð á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýhug og góða umönnun. F.h. aðstandenda, Guðrún S. Jakobsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁSA MAGNÚSDÓTTIR Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut að morgni 15. maí. Útförin verður auglýst síðar. Auður Björk Ásmundsdóttir Sighvatur Karlsson Stígrún Ása Ásmundsdóttir Ólafur Ásmundsson Áslaug Óskarsdóttir Jakob Ásmundsson Rebekka Cordova Þorgerður Ásmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.