Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 42

Fréttablaðið - 17.05.2012, Page 42
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Listamennirnir og félagarn- ir Darri Lorentzen, Þór Sig- urþórsson og Örn Helgason opna á morgun sýningu í sal Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Sýningin er haldin að undirlagi list- fenga pylsugerðarmanns- ins Johnnys, eða Jóns Þórs Finnbogasonar. „Okkur langaði til að vinna saman,“ segir listamaðurinn Darri Lorentzen sem, ásamt Þór Sigurþórssyni og Erni Helgasyni, opnar listasýningu í sal Heilsu- verndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg á morgun, föstudaginn 18. maí, klukkan 18. Sýningin er kynnt sem fyrsti listviðburðurinn í röð slíkra sem kenndir verða við Johnny, eða Jón Þór Finnbogason, listfengan pylsugerðarmann sem þótti tímabært að verk listamann- anna þriggja fengju viðeigandi sýningarvettvang. Í framhald- inu hyggst Johnny beita sér fyrir fleiri óvæntum menningarvið- burðum í höfuðborginni. Darri, sem býr og starfar að mestu í Berlín, stundaði fram- haldsnám í Hollandi og félagar hans í sýningunni leituðu einnig listmenntunar út fyrir landstein- ana, Þór til New York í Bandaríkj- unum og Örn til Vínar í Austur- ríki. Um verkin á sýningunni vill Darri helst segja sem minnst, en lætur þó uppi að um sé að ræða ný verk frá öllum listamönnun- um. „Við erum að púsla saman hlut- um sem við erum að vinna í þessa dagana, einhverju flottu sem ég gæti ímyndað mér að myndi fína heild. Við erum líka mjög ánægð- ir með sýningarstaðinn í Heilsu- verndarstöðinni og það er frá- bært að fá tækifæri til að vinna þar. Þetta er ótrúlegt og marg- slungið hús. Við ætlum að vinna með rýmið, sem er listaverk út af fyrir sig, en gólfið er sérstaklega mikilvægt, rammar verkin inn og er eiginlega eitt af verkunum,“ segir Darri, sem sjálfur stundaði sitt grunnskólanám við Austur- bæjarskóla og hafði því Heilsu- verndarstöðina fyrir augunum daginn út og inn á æskuárum. Opnun sýningarinnar fer fram á morgun klukkan 18 og stendur hún yfir frá föstudegi til sunnu- dags. kjartan@frettabladid.is Fyrsti í Johnny á Barónsstígnum ÚT Á GÓLFIÐ Þeir Darri, Örn og Þór eru uppnumdir af gólfinu í sýningarrýminu í Heilsuverndarstöðinni. Darri segir það nánast hluta af verkunum á sýningunni, sem verður opnuð á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elsta lúðrasveit landsins, Lúðra- sveit Reykjavíkur, fagnar 90 ára starfsafmæli sínu með stórtón- leikum í Hörpu í kvöld, 17. maí, klukkan 20. Lúðrasveit Reykja- víkur var stofnuð 7. júlí 1922 við sameiningu lúðrafélaganna Gígju og Hörpu. Þá þegar hafði Harpan hafið undirbúning að byggingu æfinga- og tónleika- húss í nánu samstarfi við Knud Zimsen, bæjarstjóra Reykjavík- ur. Hann hafði bent þeim á að byggja á öskuhaugunum sem blöstu við honum út um skrif- stofugluggann. Hljómskálinn var reistur á haugunum við tjörnina í Reykjavík árið 1923 og var fyrsta húsið á Íslandi sem byggt var sérstaklega yfir tónlist. Á dagskrá kvöldsins er blás- arasveitartónlist eftir helstu tónsmiði Íslands sem samið hafa tónverk fyrir lúðrasveitir. Þeirra á meðal eru Áki Ásgeirsson, Árni Björnsson, Bára Sigurjóns- dóttir, Karl O. Runólfsson, Lárus H. Grímsson, Oddgeir Kristjáns- son og Pál Pampichler Pálsson. Elsta lagið sem flutt verður er samið árið 1885 af Helga Helga- syni, föður íslenskra lúðrasveita. Blásið til 90 ára afmælisveislu LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Fagnar 90 ára afmæli með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Við erum líka mjög ánægðir með sýn- ingarstaðinn í Heilsuverndar- stöðinni og það er frábært að fá tækifæri til að vinna þar. DARRI LORENTZEN LISTAMAÐUR www.gardabaer.is FIMMTUDAGUR 17. MAÍ KL. 20:30 URÐARBRUNNUR Hátíðarsalur Fjölbrautaskólans í Garðabæ STÓRSVEIT SAMÚELS JÓNS SAMÚELSSONAR 18 manna stórsveit Samúels trukkar út fönkblönduðum jazzi með krafti, spilagleði og líflegri framkomu sem á sér enga líka. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ KL. 14:00-15:00 JÓNSHÚS Strikið 6 KL. 15:30-16:00 GARÐATORG Við Íslandsbanka KL. 17:00-17:30 VIÐ LITLATÚN REYKJAVÍK SWING SYNDICATE Swingað fyrir eldri borgara, Garðbæinga á förnum vegi og alla sem vilja. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju UNGMENNATÓNLEIKAR hátíðarinnar Framtíðin stígur á stokk! LAUGARDAGUR 19. MAÍ KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju ADHD Hin vinsæla og marglofaða hljómsveit Guðjónsson bræðra og félaga galdrar fram einstaka stemmningu á mörkum popp- og jazztónlistar. REYKJAVÍK SWING SYNDICATE UNGMENNATÓNLEIKAR GARÐABÆJAR ÓKEYPIS AÐGANGUR 17.-19. maí 2012 SAMÚELS JÓNS SAMÚELSSONAR vi lb or ga @ ce nt ru m .is TÓNLEIKAR Í 12 TÓNUM Tónlistarmaðurinn Mikael Lind heldur síðdegistónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg klukkan 17.30 á morgun. Þar mun hann flytja lög af nýjum geisladisk sem nefnist Felines everywhere. Mikael spilar melód- íska raftónlist með klassísku ívafi. Felines everywhere er önnur sólóútgáfa hans. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.