Fréttablaðið - 08.06.2012, Side 1
veðrið í dag
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Vill rauðvín og osta
Elvis Costello vill rauðvín og
osta baksviðs á tónleikum
sínum á sunnudaginn.
popp 46
www.forlagid.is
RÍKULE
GA
MYNDS
KREYT
T
ÞEKKIR ÞÚ
FÓLK Kvikmyndin Á annan veg
hefur verið endurgerð í Holly-
wood og það er leikstjórinn David
Gordon Green
sem leikstýrir.
Endurgerðin
nefnist Prince
Avalanche og
skartar leikur-
unum Paul Rudd
og Emile Hirsch
í aðalhlutverk-
um. Tökur fóru
fram í Texas og
lauk í síðasta mánuði.
Davíð Óskar Ólafsson, einn
af framleiðendum kvikmyndar-
innar Á annan veg, segir ferlið
hafa gengið óvenju hratt fyrir
sig en hringt var frá Hollywood í
febrúar. „Gordon Green heillaðist
af hinni einföldu sögu myndar-
innar og langaði að fara aftur til
upprunans með því að gera þessa
mynd.“ Davíð veit ekki hvenær
endurgerðin fer á hvíta tjaldið en
segir þetta opna margar dyr fyrir
framleiðendurna og leikstjóra
myndarinnar, Hafstein Gunnar
Sigurðsson. - áp / sjá síðu 46
Ferlið tók fjóra mánuði:
Á annan veg
til Hollywood
DAVID GORDON
DÓMSMÁL Hæstiréttur sakfelldi í
gær Ragnar Z. Guðjónsson og Jón
Þorstein Jónsson, fyrrverandi for-
stjóra og stjórnarformann Byrs,
fyrir umboðssvik í svokölluðu
Exeter-máli og dæmdi þá báða í
fjögurra og hálfs árs óskilorðs-
bundið fangelsi. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður sýknað þá.
Þetta eru þyngstu dómar sem
kveðnir hafa verið upp vegna efna-
hagsbrota hérlendis.
Þætti þriðja mannsins, Styrmis
Þórs Bragasonar, fyrrverandi for-
stjóra MP banka, er vísað aftur til
héraðsdóms til efnislegrar með-
ferðar.
Þetta er annar dómurinn sem
Hæstiréttur fellir í málum sér-
staks saksóknara tengdum banka-
hruninu. Sá fyrri var yfir Baldri
Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðu-
neytisstjóra, sem hlaut tveggja ára
fangelsi fyrir innherjasvik.
Athygli vekur að í báðum mál-
unum hefur verið fallist á ítrustu
kröfur saksóknara um refsingu.
Exeter-málið snýst um rúmlega
eins milljarðs króna lán sem Byr
veitti félaginu Exeter Holding í
miðju bankahruni til að kaupa
stofnfjárbréf í Byr af útvöldum
aðilum, meðal annars Jóni Þor-
steini sjálfum, félagi í eigu Ragn-
ars og MP banka. Með því var allri
áhættu af fallandi verði stofnfjár-
bréfanna velt yfir á Byr. Ragnar og
Jón Þorsteinn tóku ákvörðun um
lánveitingarnar, sem gengu þvert
gegn lánareglum.
Héraðsdómur komst að því að
Ragnar hefði haft heimild til að
lána þvert á lánareglur og að ekki
væri sannað að ásetningur hefði
staðið til þess að vinna sparisjóðn-
um tjón. Einn héraðsdómari skil-
aði séráliti og taldi að sakfella bæri
Jón Þorstein og Ragnar en sýkna
Styrmi, sem var ákærður fyrir
hlutdeild í brotum þeirra og pen-
ingaþvætti.
Vegna þess að héraðsdómurinn
ákvað að sýkna Jón Þorstein og
Ragnar var engin efnisleg afstaða
tekin þar til aðildar Styrmis og því
vísar Hæstiréttur þætti hans aftur
heim í hérað.
Björn Þorvaldsson saksóknari
segist hafa búist við því að dómi
héraðsdóms yrði snúið. „Þetta er
afar skýr dómur og hnitmiðaður og
líklegt að hann hafi áhrif á önnur
mál sem snúa að lánveitingum með
svipuðum hætti,“ segir Björn. - sh
Stjórnendur Byrs í fangelsi
Hæstiréttur snýr sýknudómi í svokölluðu Exeter-máli og dæmir fyrrverandi yfirstjórnendur Byrs í fjögurra
og hálfs árs fangelsi. Þyngsti dómur fyrir efnahagsbrot í sögu Íslands og hefur líklega fordæmisgildi.
JÓN ÞORSTEINN
JÓNSSON
RAGNAR Z.
GUÐJÓNSSON
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
8. júní 2012
133. tölublað 12. árgangur
8. JÚNÍ 2012
VINTAGE-VERSLUN FLYTUR
GUNNAR HILMARSSON HANNAR FYRIR WOW AIR
BRYNJA VALDÍS, ÓHEFLUÐ Á NETINU
HRESSANDI SUMARSMELLURPina colada er sannkallaður sumardrykkur. Hér er óáfengt afbrigði. Setjið einn bolla af ananas, einn bolla af kókos-mjólk, banana, 1/4 bolla af klökum og 2 teskeiðar af hunangi í blandara og blandið saman. Hellið í tvö glös og berið fram.
Matreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þáttinn Eld-að með Holta á sjónvarpsstöð-inni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti með Holtakjúklingum frá Reykjagarði Næstu föstudaga m h
sósu, Holta kjúklingaborgara með salati og heimagerðri sósu og Holta bratwurst-pylsu með chilisalsa-sósu.
Rétturinn er fljótlegur og þægilegur
í framreiðslu og tilvalinn til að skella á
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Þór Hlöðversson í þáttunum Eldað með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir á forsíðu Fólks alla föstu-daga. Í dag býður hann upp á foreldaða kjúklingarétti frá Holta.
FLJÓTLEGT OG GOTT
Máltíðin er fljótleg í framreiðslu
en hægt er að fylgjast með
Kristjáni matreiða hana á ÍNN
í kvöld.
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu
með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi ísaumuðum.
MIKIÐ ÚRVAL
BRÚÐARGJAFA
Opna verslun með finnska hönnun
Satu Rämö og Maarit Kaipainen opna
verslun með finnska hönnun í bakhúsi
við Laugaveg í dag. Þar fást heimilisvörur,
skartgripir, fylgihlutir og reiðhjól.
fólk 2
LÉTTIR TIL Í dag verða norðaustan
5-10 m/s en 10-15 við S- og SA-
ströndina. Dregur úr vætu syðra og
léttir víða til síðdegis. Hiti 10-16 stig
en svalara eystra.
VEÐUR 4
6
811
14
12
Heiða á tvo tannbursta
„Skyldan til að velja lög-
heimili býr til kerfisbundna
skekkju á rétti foreldra,"
segir Pawel Bartoszek.
í dag 17
MÓTMÆLI Ræðumönnum á Austurvelli var ýmist
klappað lof í lófa eða þeir púaðir niður á samstöðu-
fundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
í gær. Um tvö þúsund manns kom saman á í mið-
bænum og skiptist fjöldinn í tvær algjörlega and-
stæðar fylkingar sem báðar létu vel í sér heyra.
LÍÚ boðaði til fundarins til að mótmæla fyrir-
huguðum breytingum stjórnvalda á kvótakerfinu og
komu fleiri tugir skipa til Reykjavíkurhafnar í til-
efni fundarins. Byrjað var að þeyta skipsflauturnar
í gærmorgun og barst ómurinn um borgina allan
daginn.
LÍÚ afhenti forseta Alþingis áskorun fyrir fram-
an Alþingi eftir fundinn. Þá gaf Björgvin Valur
Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, Adolf Guð-
mundssyni, formanni samtakanna, bókina Sölku
Völku, eftir Halldór Laxness, sem merki um sáttar-
vilja.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað á vellin-
um, en mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram.
Talið er að um tvö þúsund manns hafi komið saman
á Austurvelli þegar mest var. Einn maður þurfti þó
að leita á sjúkrahús vegna mikils höfuðhöggs.
Maðurinn sem þurfti að yfirgefa Austurvöll með
alblóðugt höfuð og blóðtauma niður á bak áður en
fundi lauk í gær, lýsti því þannig að tveir menn hafi
verið að rífa skilti hvor af öðrum þar sem hann stóð,
en í atganginum hafi hann fengið skilti í hausinn.
Lögregla kom manninum til hjálpar. - sv / sjá síðu 10
Fleiri tugir skipa komu í land vegna samstöðufundar LÍÚ á Austurvelli í gær:
Andstæðar fylkingar mættust
ENGIN SÁTT Mikill hiti skapaðist á samstöðufundi LÍÚ í gær og létu báðar fylkingar vel í sér heyra undir erindum ræðumanna
samtakanna á Austurvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKIP VIÐ SKIP Alls voru um 70 skip og bátar í Reykjavíkur-
höfn í gær vegna mótmælanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Óvænt Ólympíuför
Eva Hannesardóttir hugsaði
fyrst um ÓL í Lundúnum
fyrir mánuði síðan.
sport 42