Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Vill rauðvín og osta Elvis Costello vill rauðvín og osta baksviðs á tónleikum sínum á sunnudaginn. popp 46 www.forlagid.is RÍKULE GA MYNDS KREYT T ÞEKKIR ÞÚ FÓLK Kvikmyndin Á annan veg hefur verið endurgerð í Holly- wood og það er leikstjórinn David Gordon Green sem leikstýrir. Endurgerðin nefnist Prince Avalanche og skartar leikur- unum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverk- um. Tökur fóru fram í Texas og lauk í síðasta mánuði. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum kvikmyndar- innar Á annan veg, segir ferlið hafa gengið óvenju hratt fyrir sig en hringt var frá Hollywood í febrúar. „Gordon Green heillaðist af hinni einföldu sögu myndar- innar og langaði að fara aftur til upprunans með því að gera þessa mynd.“ Davíð veit ekki hvenær endurgerðin fer á hvíta tjaldið en segir þetta opna margar dyr fyrir framleiðendurna og leikstjóra myndarinnar, Hafstein Gunnar Sigurðsson. - áp / sjá síðu 46 Ferlið tók fjóra mánuði: Á annan veg til Hollywood DAVID GORDON DÓMSMÁL Hæstiréttur sakfelldi í gær Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi for- stjóra og stjórnarformann Byrs, fyrir umboðssvik í svokölluðu Exeter-máli og dæmdi þá báða í fjögurra og hálfs árs óskilorðs- bundið fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað þá. Þetta eru þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp vegna efna- hagsbrota hérlendis. Þætti þriðja mannsins, Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi for- stjóra MP banka, er vísað aftur til héraðsdóms til efnislegrar með- ferðar. Þetta er annar dómurinn sem Hæstiréttur fellir í málum sér- staks saksóknara tengdum banka- hruninu. Sá fyrri var yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, sem hlaut tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Athygli vekur að í báðum mál- unum hefur verið fallist á ítrustu kröfur saksóknara um refsingu. Exeter-málið snýst um rúmlega eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í miðju bankahruni til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af útvöldum aðilum, meðal annars Jóni Þor- steini sjálfum, félagi í eigu Ragn- ars og MP banka. Með því var allri áhættu af fallandi verði stofnfjár- bréfanna velt yfir á Byr. Ragnar og Jón Þorsteinn tóku ákvörðun um lánveitingarnar, sem gengu þvert gegn lánareglum. Héraðsdómur komst að því að Ragnar hefði haft heimild til að lána þvert á lánareglur og að ekki væri sannað að ásetningur hefði staðið til þess að vinna sparisjóðn- um tjón. Einn héraðsdómari skil- aði séráliti og taldi að sakfella bæri Jón Þorstein og Ragnar en sýkna Styrmi, sem var ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra og pen- ingaþvætti. Vegna þess að héraðsdómurinn ákvað að sýkna Jón Þorstein og Ragnar var engin efnisleg afstaða tekin þar til aðildar Styrmis og því vísar Hæstiréttur þætti hans aftur heim í hérað. Björn Þorvaldsson saksóknari segist hafa búist við því að dómi héraðsdóms yrði snúið. „Þetta er afar skýr dómur og hnitmiðaður og líklegt að hann hafi áhrif á önnur mál sem snúa að lánveitingum með svipuðum hætti,“ segir Björn. - sh Stjórnendur Byrs í fangelsi Hæstiréttur snýr sýknudómi í svokölluðu Exeter-máli og dæmir fyrrverandi yfirstjórnendur Byrs í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þyngsti dómur fyrir efnahagsbrot í sögu Íslands og hefur líklega fordæmisgildi. JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON RAGNAR Z. GUÐJÓNSSON MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið 8. júní 2012 133. tölublað 12. árgangur 8. JÚNÍ 2012 VINTAGE-VERSLUN FLYTUR GUNNAR HILMARSSON HANNAR FYRIR WOW AIR BRYNJA VALDÍS, ÓHEFLUÐ Á NETINU HRESSANDI SUMARSMELLURPina colada er sannkallaður sumardrykkur. Hér er óáfengt afbrigði. Setjið einn bolla af ananas, einn bolla af kókos-mjólk, banana, 1/4 bolla af klökum og 2 teskeiðar af hunangi í blandara og blandið saman. Hellið í tvö glös og berið fram. Matreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þáttinn Eld-að með Holta á sjónvarpsstöð-inni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti með Holtakjúklingum frá Reykjagarði Næstu föstudaga m h sósu, Holta kjúklingaborgara með salati og heimagerðri sósu og Holta bratwurst-pylsu með chilisalsa-sósu. Rétturinn er fljótlegur og þægilegur í framreiðslu og tilvalinn til að skella á ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Þór Hlöðversson í þáttunum Eldað með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir á forsíðu Fólks alla föstu-daga. Í dag býður hann upp á foreldaða kjúklingarétti frá Holta. FLJÓTLEGT OG GOTT Máltíðin er fljótleg í framreiðslu en hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða hana á ÍNN í kvöld. Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA Opna verslun með finnska hönnun Satu Rämö og Maarit Kaipainen opna verslun með finnska hönnun í bakhúsi við Laugaveg í dag. Þar fást heimilisvörur, skartgripir, fylgihlutir og reiðhjól. fólk 2 LÉTTIR TIL Í dag verða norðaustan 5-10 m/s en 10-15 við S- og SA- ströndina. Dregur úr vætu syðra og léttir víða til síðdegis. Hiti 10-16 stig en svalara eystra. VEÐUR 4 6 811 14 12 Heiða á tvo tannbursta „Skyldan til að velja lög- heimili býr til kerfisbundna skekkju á rétti foreldra," segir Pawel Bartoszek. í dag 17 MÓTMÆLI Ræðumönnum á Austurvelli var ýmist klappað lof í lófa eða þeir púaðir niður á samstöðu- fundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) í gær. Um tvö þúsund manns kom saman á í mið- bænum og skiptist fjöldinn í tvær algjörlega and- stæðar fylkingar sem báðar létu vel í sér heyra. LÍÚ boðaði til fundarins til að mótmæla fyrir- huguðum breytingum stjórnvalda á kvótakerfinu og komu fleiri tugir skipa til Reykjavíkurhafnar í til- efni fundarins. Byrjað var að þeyta skipsflauturnar í gærmorgun og barst ómurinn um borgina allan daginn. LÍÚ afhenti forseta Alþingis áskorun fyrir fram- an Alþingi eftir fundinn. Þá gaf Björgvin Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, Adolf Guð- mundssyni, formanni samtakanna, bókina Sölku Völku, eftir Halldór Laxness, sem merki um sáttar- vilja. Lögreglan var með töluverðan viðbúnað á vellin- um, en mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram. Talið er að um tvö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli þegar mest var. Einn maður þurfti þó að leita á sjúkrahús vegna mikils höfuðhöggs. Maðurinn sem þurfti að yfirgefa Austurvöll með alblóðugt höfuð og blóðtauma niður á bak áður en fundi lauk í gær, lýsti því þannig að tveir menn hafi verið að rífa skilti hvor af öðrum þar sem hann stóð, en í atganginum hafi hann fengið skilti í hausinn. Lögregla kom manninum til hjálpar. - sv / sjá síðu 10 Fleiri tugir skipa komu í land vegna samstöðufundar LÍÚ á Austurvelli í gær: Andstæðar fylkingar mættust ENGIN SÁTT Mikill hiti skapaðist á samstöðufundi LÍÚ í gær og létu báðar fylkingar vel í sér heyra undir erindum ræðumanna samtakanna á Austurvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIP VIÐ SKIP Alls voru um 70 skip og bátar í Reykjavíkur- höfn í gær vegna mótmælanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óvænt Ólympíuför Eva Hannesardóttir hugsaði fyrst um ÓL í Lundúnum fyrir mánuði síðan. sport 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.