Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 2
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR2 SAMGÖNGUR Takmarkað viðhald á vegakerfi landsins mun kosta ríkið margfalt meira til langs tíma litið en að sinna nauðsynlegu við- haldi strax. Þetta er mat vega- málastjóra. „Ef farið er niður fyrir ákveð- inn þröskuld í viðhaldi brotn- ar burðarlag vegarins niður og mjög dýrt er að byggja það upp aftur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. „Það er mikið í það sækjandi að halda þessu í horfinu.“ Hreinn segir viðhald á vegum hafa farið niður fyrir lág- markskröfur. „Þá fara vegirnir að grotna niður, verða hættuleg- ir. Við getum ekki búið í mörg ár við fjárveitingarnar eins og þær eru núna.“ Ólafur Guðmundsson, fulltrúi EuroRAP á Íslandi, hefur gert úttekt á vegakerfinu á Íslandi í ein sex ár. Hann segist aldrei hafa séð vegakerfið í eins lélegu ásig- komulagi. „Frá því að Íslendingar komu sér upp vegakerfinu sem við þekkjum í dag með bundnu slit- lagi, þá held ég að ég hafi aldrei séð það jafn slæmt.“ EuroRAP er verkefni regnhlíf- arsamtaka bifreiðaeigendafélaga í Evrópu og gengur út á að hafa eftirlit með vegum og sjá til að þeir séu í samræmi við evrópsk viðmið. Ólafur segir íslenska vegakerfið ekki fullnægja þess- um kröfum. „Það eru staðlar um yfirboðsmerkingar í Evrópu sam- kvæmt samningum sem við eigum að fara eftir en gerum ekki. Vega- gerðin er einnig með reglur um merkingar en það er ekki farið eftir þeim í dag að ég best fæ séð.“ Spurður hvort lélegt viðhald muni á endanum kosta meira segir hann hikstalaust svo vera. „Við erum á fjórða ári og við getum ekki beðið lengur. Þetta er að hrynja undan okkur.“ Ólafur segir aðferðina hætta að vera sparnað. „Þetta er orðin eyði- legging. Malbikið er að molna upp. Bindiefnið er farið sem þýðir það að eftir nokkur ár þurfum við að gera allt upp á nýtt. Þetta er eins og með sólpallinn þinn, þú átt að bera á hann einu sinni á ári en ef þú gerir það ekki fyrr en eftir fjögur ár þá er pallurinn ónýt- ur og þú þarft að skipta um allt timbrið.“ birgirh@frettabladid.is SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! Kostnaðurinn marg- faldur eftir nokkur ár Kostnaður ríkisins er margfalt meiri ef vegir fá að grotna niður. Vegamálastjóri segir viðhald þjóðvega komið niður fyrir lágmarksþröskuld. Vegakerfið er að hrynja undan okkur, segir Ólafur Guðmundsson, fulltrúi EuroRAP á Íslandi. Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála segir stjórnvöld nú vinna að því að snúa vörn í sókn. Í endurskoðaðri samgönguáætlun er gert ráð fyrir að látnir verði auknir fjármunir í samgöngubætur. „Ég vonast til þess að ástandið muni fara batnandi á nýjan leik.“ „Að vísu erum við að hugsa til þess að viðbótin fari fyrstu árin að uppi- stöðu í gangagerð,“ segir Ögmundur. „Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði eru allt stórframkvæmdir. En það er mjög mikilvægt að við horfum ekki fram hjá þeirri brýnu nauðsyn að halda vegunum við.“ Hann segir öryggissjónarmið hafa forgang við endurnýjun ganga. „Það er einnig á það að líta að endurnýjun, til dæmis Norðfjarðarganga, er brýn af öryggisástæðum. Allt er þetta blanda af því að hugsa um öryggi byggða og öryggi einstakra vega.“ Vonast til að ástandið fari batnandi ENGAR MERKINGAR Yfirborðsmerkingar eru víða máðar eða alveg horfnar eins og á veginum í Leirársveitinni. Myndin er tekin í maí. MYND/ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Einar, er betur heima setið en af stað farið? Nei, maður verður bara að vera vel búinn til að takast á við fjöllin ef enginn er til þess að ryðja þeim í burtu fyrir mann. Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu hefur gagnrýnt viðhald vega og sagt þá ógna öryggi vegfarenda. DÓMSTÓLAR Húsnæðislán Íslands- banka í erlendri mynt eru ekki ólögmæt gengistryggð lán. Hæsti- réttur staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands þar að lút- andi í máli hjóna sem tekið höfðu slíkt lán hjá bankanum. Bankinn hafði höfðað mál á hendur hjónunum til greiðslu á eftirstöðvum gjaldfallins skulda- bréfs, en deilt var um hvort lánið hefði verið í íslenskum krónum og gengistryggt með ólögmætum hætti, eða hvort það hafi verið í erlendum myntum. Fram kemur í dómnum að með vísan til heitis skuldabréfsins, tilgreiningar lánsfjárhæðarinn- ar og vaxta auk fyrirsagnar skil- málabreytingar hafi verið fallist á með bankanum að lánið hefði verið í erlendum myntum. Upphafleg greiðslukrafa bank- ans í mars 2010 hljóðaði upp á tæpar 22 milljónir króna. Bank- inn breytti svo þeirri kröfugerð í þinghaldi fyrir Héraðsdómi Suðurlands rétt tæpu ári síðar í tæplega 12,4 milljónir króna. Um þá upphæð var ekki ágreiningur og hjónin því dæmd til að greiða hana með vöxtum. Íslandsbanki áréttaði í tilkynn- ingu í gær að húsnæðislán bank- ans í erlendum gjaldmiðlum og erlend lán með veði í íbúðarhús- næði hafi verið endurreiknuð og þar með gengið lengra en lög frá Alþingi kvæðu á um. Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar nú væri ólíklegt að dómur Hæstaréttar frá 15. febrú- ar síðastliðnum í máli 600/2011 eigi við um húsnæðislán Íslands- banka. Í því máli hafði lán í erlendri mynt ekki verið í vanskilum og því talið að erlendir vextir láns- ins ættu að gilda, en ekki vextir Seðlabanka Íslands. „Íslandsbanki mun halda við- skiptavinum sínum vel upplýst- um þegar búið er að yfirfara dóminn,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka í gær. - óká Hæstiréttur segir húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt hafa verið lögleg: Lánið var í erlendum myntum milljónir króna var upp- hafleg upp- hæð kröfu Íslandsbanka vegna eftirstöðva gjaldfallins skuldabréfs í erlendri mynt. Krafan var svo lækkuð í 12,4 milljónir. DÓMUR HÆSTARÉTTAR DÓMSTÓLAR Fjögurra ára fangels- isdómur héraðsdóms yfir þeim Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski fyrir nauðgun stendur óraskaður samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Þeir þurfa líka að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í bætur. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun með því að hafa í bifreið beitt ofbeldi til að hafa önnur kynferðismök en samræði við konu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að mennirnir frömdu brot sín sameiginlega, auk þess sem þau hafi verið alvarleg og háttsemi þeirra niðurlægjandi fyrir fórnarlambið. Brotavilji þeirra hafi verið einbeittur. - óká Brotavilji sagður einbeittur: Fangelsi í fjög- ur ár staðfest ÞÓ R A A R N Ó R SD Ó TT IR Ó LA FU R R A G N A R G R ÍM SS O N H ER D ÍS Þ O R G EI R SD Ó TT IR H A N N ES B JA R N A SO N A R I T R A U ST I G U Ð M U N D SS O N A N D R EA J Ó H . Ó LA FS D Ó TT IR 2,1% 9,2% 1,1% 45,8% 39,3% 2,6% 50 40 30 20 10 0 FORSETAKJÖR Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir mælast sem fyrr með langmest fylgi fyrir forsetakosningarnar 30. júní næstkomandi. Greint var frá niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar Capacent Gallup í kvöldfréttum RÚV í gær. Í könnuninni mælist Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi for- seti, með 45,8% fylgi en Þóra Arnórsdóttir með 39,3%. Alls 9,2% hyggjast kjósa Ara Trausta Guðmundsson en aðrir frambjóð- endur fá lítið fylgi. Herdís Þorgeirsdóttir mælist með 2,6% fylgi, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir með 2,1% fylgi og loks Hannes Bjarnason með 1,1%. Könnunin var framkvæmd á netinu fyrstu vikuna í júní. Haft var samband við 1.500 kjósendur sem valdir voru af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var um 61% en um 13% taka ekki afstöðu. Alls 4% segjast ætla að skila auðu eða kjósa ekki og þá segist um 1% vilja kjósa einhvern annan í embætti forseta Íslands. - mþl Ný skoðanakönnun Capacent Gallup: Ólafur með mest fylgi Könnun Capacent Gallup KÍNA, AP Eitt af hverjum tíu berklatilfellum í Kína er ekki læknanlegt með þeim lyfjum, sem algengast er að nota við sjúkdómnum. Þetta hlutfall er mun hærra en í öðrum löndum. Ástæðan er sú að lyf hafa verið ranglega notuð eða ekki prófuð nægilega með tilraunum. Þetta eru niðurstöður nýrra rannsóknar, sem skýrt er frá í læknatímaritinu New England Journal of Medicine. - gb Röng lyfjanotkun: Torlæknanlegir berklar í Kína DÓMSTÓLAR Reykjavíkurborg þarf ekki að greiða bifreiðaumboðinu Brimborg tæpar 136 milljónir króna með vöxtum eins og Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði dæmt hana til að gera í fyrrasumar. Brimborg vildi að borgin greiddi fyrirtækinu til baka vegna atvinnuhúsnæðislóðar sem borg- in hafði úthlutað, en fyrirtækið ætlaði að skila. „Ekki var fallist á með [Brimborg] að samkvæmt skilmálum [Reykjavíkurborgar] hefði fyrirtækið átt einhliða rétt á að skila lóðinni gegn endur- greiðslu lóðagjalda,“ segir í dómi Hæstaréttar. - óká Lóðagjöldin ekki endurgreidd: Einhliða skil eru ekki í boði BRIMBORG Fyrirtæki geta ekki tekið ein- hliða ákveðið að skila lóðum gegn endur- greiðslu lóðagjalda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FERÐALÖG Frá og með næstu mánaðamótum er ökumönnum í Frakklandi skylt að hafa í bílum sínum tæki til að mæla áfengi í andardrætti. Vakin er á þessu athygli á vef Félags íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB). „Áfengismælirinn er viðbót við annan búnað sem skylt er sam- kvæmt frönskum umferðarlögum að hafa í bílnum, en það er viðvör- unarþríhyrningur og öryggisvesti fyrir ökumann,“ segir á vef FÍB. Sekt fyrir að vera án mælis er sögð vera 11 evrur eða um 1.785 krónur. - óká Byrja að sekta í nóvember: Skylda að hafa vínmæli með MENNTUN Tölvuleikur um orku- notkun og umhverfismál, sem hópur tölvunarfræðinemenda í Háskólanum í Reykjavík bjó til, er kominn í 10 liða úrslit Imagine- Cup keppninnar sem tæknirisinn Microsoft heldur. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum.Í keppninni er verkefni þátt- takenda að kynna hugmyndir að tæknilausnum sem nota á til að takast á við stór vandamál sem að heiminum steðja. Íslenski hópurinn, sem kallar sig Radiant, bjó til tölvuleik að nafni Robert‘s Quest sem á að auka með- vitund ungs fólks um umhverfis- mál og orkunotkun á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. - mþl Tölvuleikur um umhverfismál: Nemendur í HR vekja lukku Kviknaði í sumarbústað Eldur kviknaði í sumarbústað Norðlingaholtsmegin við Elliðvatn í gærkvöldi. Slökkviliðið fór á vettvang og var slökkvistarfi ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í pretun. ELDSVOÐI 21,9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.