Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 8

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 8
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR8 1. Hvar mun Bubbi Morthens halda tónleika í nýrri þáttaröð sinni? 2. Hvaða menntaskóli er líklega að leggja upp laupana? 3. Hvaða stjarna gekk þvert yfir sólina síðustu daga? SVÖR 1. Á bóndabæjum 2. Menntaskólinn Hraðbraut 3. Venus Hollusta í hvelli! Gamli, góði hafragrauturinn í handhægu máli sem auðvelt er að grípa með sér hvert sem er. Þú bætir við heitu vatni og hann er tilbúinn á tveimur mínútum. 1 HRISTA 2 HELLA 3 HRÆRA 4 HINKRA 5 HRÆRA 2 E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 3 2 3 SJÁVARÚTVEGUR Samtök fiskfram- leiðenda og útflytjenda (SFÚ) telja að ef fiskveiðistjórnunar- frumvarpið sem liggur nú fyrir Alþingi verði óbreytt að lögum, gæti það markað endalok fisk- markaða og þar af leiðandi rekst- urs sjálfstæðra fiskverkana. Þær séu að langmestu leyti háðar mörkuðum um hráefni og í núver- andi kerfi þrífist mismunun. Á fundi SFÚ í gær gagnrýndi Jón Steinn Elíasson, formaður samtakanna, það að ekki væri minnst á breytingar á fyrirkomu- lagi fiskmarkaða í frumvarpinu. Um 2.500 störf hjá á fimmta tug aðildarfyrirtækja SFÚ eru í hættu, samkvæmt skýrslu Ólafs Arnarsonar hagfræðings, sem kynnt var á fundi samtakanna í gær. Þeim er áætlað að fylgi um 7.500 afleidd störf sem einnig væri ógnað. „Krafa okkar er tvíþætt“, sagði Gunnar Örlygsson, hjá AG Sea- food í Reykjanesbæ, en hann var meðal frummælenda á fundinum. „Í fyrsta lagi viljum við fá fisk inn á fiskmarkaðina með því að skylda útgerðina til að landa ákveðnu hlutfalli af fiski, helst öllum, á innlenda fiskmarkaði.“ Með því segir Gunnar að megi rétta hlut sjálfstæðrar fiskvinnslu sem hafi hingað til þurft að greiða 30 til 40 prósentum hærra verð fyrir fisk á markaði en vinnslur útgerðarmanna greiði fyrir fisk af sínum skipum. „Það er með ólíkindum að hið opinbera skuli styðja þetta fyrir- komulag og leyfa samkeppnism- ismunun að þrífast í skjóli lag- anna.“ Seinni krafa SFÚ lúti að því að allur fiskur sem hingað til hefur verið settur í gáma og fluttur úr landi, fari nú á markað. Gunnar sagði tugi þúsunda tonna af fiski fara óunnin úr landi með þessum hætti í stað þess að fara til vinnslu hér á landi. Í ríkjandi atvinnuástandi sé „með ólíkindum“ að stjórnvöld hafi ekki gripið í taumana. „Íslensk fiskvinnsla muni þá njóta þess lágmarksréttar að fá að bjóða í íslenskan fisk.“ Gunnar sagði það sýna fram á ábyrgðarleysi stjórnvalda að í frumvörpum ríkisstjórnarinnar skuli ekki koma fram breyting- artillaga um verðmyndunarmál og fiskmarkaðsmál. Jón Steinn sagði breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þegar hafa haft þau áhrif að stóru útgerðarfyrirtækin séu síður að leigja frá sér kvóta og það skili sér í minna fiskmagni inn á markaðina. Aðspurður um aðgerðir útvegsmanna síðustu daga og vikur sagði Jón Steinn að um alvarlegt mál væri að ræða. „Við höfum ekki haft neitt hrá- efni til að vinna úr síðustu daga nema úr strandveiðunum. En þetta sýnir okkur hvað LÍÚ er sterkt. Það getur þarna sett rík- isstjórnina upp við vegg og það er ekki góð þróun.“ thorgils@frettabladid.is Mismunun sögð ríkja í skjóli laga um stjórnun fiskveiða Sjálfstæðar fiskvinnslur gagnrýna að ekkert í fiskveiðistjórnunarfrumvarpi lúti að því að jafna samkeppn- isstöðu vegna hráefniskaupa. Mismunandi reglur um kaup á afla halli á fiskverkanir án útgerða. Vilja fá SEGJA MISMUNUN RÍKJA Þeir Jón Steinn Elíasson, Gunnar Örlygsson og Ólafur Arnarson voru frummælendur á fundi SFÚ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RANNSÓKN Rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna mun skila Alþingi lokaskýrslu í fyrsta lagi þann 1. september næstkomandi. Nefndarmaður á þó frekar von á því að skilin dragist fram eftir árinu 2012. Í þingsályktunartillögu um skipun rannsóknar- nefndarinnar segir að hún eigi að „skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. júní 2012 um rann- sóknina ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknar- innar.“ Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- fræði, sem situr í nefndinni segir það hafa dregist í þrjá mánuði að skipa nefndina frá því að þingsálykt- unin var samþykkt. „Við vorum því í raun ráðin frá 1. september og ráðin til árs. Það er erfitt að segja til um það núna hvenær við ljúkum störfum nákvæm- lega. Ég á von á að það dragist eitthvað aðeins fram eftir ári.“ Í september 2011 var líka skipuð nefnd til að rann- saka starfsemi Íbúðalánasjóðs frá árinu 2004 og til ársloka 2010. Í þingsályktunartillögu vegna þeirrar skipunar segir að hún skuli skila „um hana [rann- sóknina] skýrslu til Alþingis innan sex mánaða frá skipun nefndarinnar“. Hún hefði því átt að skila skýrslu sinni í byrjun mars síðastliðins. Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari og formaður nefndarinnar, segir stefnt að því að skila skýrslu til Alþingis í haust. „Það er svolítið erfitt að ákveða endapunkt. Þetta verk er ekki þannig að það sé auðvelt að segja til um hann. En það er verið að vinna á fullu og stefnan er sett á að skila niðurstöðum í haust.“ - þsj Rannsóknarnefndir um fall sparisjóða og starfsemi Íbúðalánasjóðs: Nefndirnar ætla að skila í haust SPARISJÓÐIR Önnur nefndin á að varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrarerfiðleika íslenskra sparisjóða sem leiddu meðal annars til gjaldþrots margra þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÍNA, AP Varðstöðvar, eftirlits- myndavélar og annar viðbún- aður er horfinn úr þorpinu þar sem blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng var hafður í stofu- fangelsi í tæp tvö ár. Chen flúði úr stofufangelsinu í apríl og fékk síðan að fara til Bandaríkjanna til náms ásamt fjölskyldu sinni. Íbúar þorpsins fundu illilega fyrir öryggisráðstöfunum meðan Chen var þar í stofufangelsi, en segjast nú loksins geta um frjálst höfuð strokið. - gb Öryggisbúnaður horfinn: Geta um frjálst höfuð strokið CHEN GUANGCHENG Kom til Banda- ríkjanna í lok maí. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Ör fjölgun ferða- manna hér á landi er verkefni sem nauðsynlegt er að horfast í augu við, að mati Ólínu Þorvarðardótt- ur, þingmanns Samfylkingar. „Það er mikill ágangur á vinsæla staði og nýleg skýrsla sýnir að það er vaxandi óánægja meðal ferða- manna með mannmergðina,“ segir Ólína. „En þetta verður að vera sameiginlegt verkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar.“ Að mati Ólínu verður ferðaþjón- ustan í landinu að horfast í augu við að það sé ekki einungis verk- efni stjórnvalda að byggja upp þá auðlind sem Ísland er fyrir ferða- menn. Brýnt sé að halda nánu sam- starfi beggja aðila í uppbyggingu ferðamannastaða. „Ég held að ferðaþjónustan þurfi að taka sér tak og leggja sitt af mörkum. Stjórnvöld hafa verið að sinna þessum málum, meðal annars með átökum til að tryggja jafnari dreifingu ferðamanna yfir árið,“ segir hún. „En það má ekki ríkja gullgrafaraástand í ferðaþjónust- unni, sem að mínu mati hefur verið ákveðin tilhneiging til.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir nauðsynlegt að fá frekara fjármagn frá stjórnvöldum inn í framkvæmdir við vinsælustu stað- ina á landinu. „Auðvitað er nauðsynlegt að hafa þessa hluti í lagi. En það kost- ar peninga og það hefur því miður ekki verið sett mikið í rannsóknir eða uppbyggingu á ferðamanna- stöðum,“ segir hún. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg mál. Þegar ferðaþjónustan er orðin svona öflug verður stjórnsýslan að taka það alvarlega og setja peninga í hana eins og hefur verið gert við aðrar atvinnugreinar.“ - sv Þingmaður Samfylkingar kallar eftir auknu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila: Varast gullgrafaraástand í ferðaþjónustu FERÐAMENN VIÐ SKÓGAFOSS Búist er við allt að 700 þúsund erlendum ferða- mönnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? Það er með ólíkindum að hið opinbera skuli styðja þetta fyrirkomulag og leyfa sam- keppnismismunun að þrífast í skjóli laganna. GUNNAR ÖRLYGSSON FISKVERKANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.