Fréttablaðið - 08.06.2012, Side 36

Fréttablaðið - 08.06.2012, Side 36
10 ¿ LÍFIÐ 8. JÚNÍ 2012 HAMINGJUHORNIÐ Heiðar Jónsson NÝTUR ÞESS AÐ VERA AFI Hvað gerir þú til að tæma hug- ann eftir erfiða vinnuviku? Hlusta, eða horfi á óperu. Fer og hitti afastrákinn minn. Tala við börnin mín og afastelpuna í Am- eríku. Hvernig hleður þú batteríin? Með því að fara í sveitina ef tíminn leyfir. Annars fer ég bara í labbitúr hér í nágrenninu og sundsprettur svíkur mig yfir- leitt ekki. Hugleiðir þú eða notar þú aðrar aðferðir til að rækta hugann? Bið bænirnar mínar og dett inn í mína uppáhaldshugleiðslu sem tengist ömmu Stefaníu og barn- æskunni. Amma Stefanía laggði (hennar stafsetning) sig, utan í Helguhól, við Krossa, ef veður var gott. Þar komst hún í gott samband við vinkonu sína. Hún heitir Helga og er álfkona sem býr í hólnum. Ég vildi vera hjá henni en var oft óvær (alltaf verið of- virkur)! Þá saggði hún mér (aftur hennar stafsetning) að fara úr skóm og sokkum og vaða út í mórauðu mýrina og láta hlýjuna í járnblönduðu mórauðu mýrar- vatninu róa mig. Svo kom ég rór og sæll og laggði (eins og áður) mig í handarkrikann henn- ar. Viss um að hún habbði (aftur eins og áður) ekki ögmund um að rótarstöðin okkar er mórauð. Þegar ég er sorgmæddur, er kalt á tánum eða get ekki sofnað, flýg ég á vængjum hugans yfir Faxaflóann. Leggst svo í fang ömmu og læt hana senda mig út í volgruna. Þessi minning og hugleiðsla læknar öll mín sár! LOVÍSA ÁRNADÓTTIR fjölmiðlakona Hvað á að gera í sumarfríinu? „Ég er nýkomin úr dásamlegu og rómantísku fríi á Ítalíu, þar sem við unnusti minn ráfuðum um litlar þröngar götur í þorpinu Mattinata, borðuð- um geggjaðan mat og böðuðum okkur í túrkís- bláum sjó. Svo ætla ég að nota afganginn í frí með syninum, tveggja ára, í júlí. Ég hlakka mikið til.“ Nú fórstu út með Eurovision-hópnum til Bakú. Hvað fannst þér um sænska sigurvegarann? „Loreen var jarðbundin, sjálfsörugg og ein falleg- asta kona sem ég hef hitt. Hrikalega flott týpa. Svo var hún áhugasöm um Ísland og spurði margra spurninga um landið og tungumálið.“ DILJÁ ÁMUNDADÓTTIR varaborgarfulltrúi Besta flokksins Sumarið fram undan? „Ég seldi íbúðina mína og hætti í vinnunni með nokkurra daga millibili um daginn og ætla í smá reisu sem vill svo til að nær hringinn í kringum heiminn – þó að ég komi ekki við í öllum álfun- um. Ég fer af stað í byrjun ágúst en áður en ég legg í hann ætla ég að ganga með fjölskyldunni í náttúrufegurðinni á Hornströndum, fljúga um loftin blá í svifvængjaflugi (paragliding) og vera eins mikið í íslenskum sundlaugum og ég get. Áætluð sumarleyfislok 2012 er rétt fyrir jólin, en svo veit maður aldrei.“ KATRÍN BRYNJA HERMANNSDÓTTIR flugfreyja, blaðamaður og Lottóþula Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Fyrir utan að vinna í einni skemmtilegustu vinnu í heimi þar sem maður hittir ógrynni af frábæru fólki þá lengist „bucket-listinn“ fyrir sumarið mjög hratt. Þar er sjósund efst á listanum og við Kolla vinkona ætlum að láta verða af því. Svo stefni ég á 10 kílómetra í ágúst (guð minn góður!). Og svo væri tær snilld ef reyndur fallhlífa- stökkvari væri til í að taka mig með sér í stökk en mér skilst að það sé eitthvað ólýsanlega magn- að. Inn á milli eru molarnir mínir númer eitt, eins og alltaf.“ SÆTAR Í SUMARSKAPI MYNDIR/EINKASÖFN ÚTSALAN HEFST Í DAG!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.