Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 38
HELGARMATURINN
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Sumarið er komið á mínu
heimili þegar þessi réttur
er dreginn fram. Ég rakst á
hrísgrjónasalatsuppskriftina
að mig minnir í Gestgjaf-
anum fyrir mörgum árum
en kjúklingurinn er eigin
„uppfinning“. Þennan rétt
má gera fyrirfram og hentar
því mjög vel í mannmargar
sumarveislur á pallinum.
Sumarstemning á pallinum
Kjúklingaleggir og hrísgrjóna-
salat
Kjúklingur
Kjúklingaleggir
Ítalskt pastakrydd frá Potta-
göldrum
Rósmarín frá Pottagöldrum
Garlic & Parsley Salt frá
McCormic
Svartur pipar
Ólífuolía
Kjúklingurinn þerraður og
penslaður létt með ólífuolíu.
Kryddaður ríflega með ofan-
greindu kryddi. Grillaður þar til
dökkur og stökkur.
Hrísgrjónasalat
2 pokar hrísgrjón
1 búnt vorlaukur, græni parturinn
skorinn smátt
1 krukka grænt pestó
sólþurrkaðir tómat-
ar (þerraðir)
maísbaunir
fetaostur í olíu
(olían sigtuð frá)
Hrísgrjónin soðin og
kæld. Sett í stóra
skál. Pestói bland-
að út í fyrst og
síðan öðru koll af
kolli.
Ég set salatið alltaf í stóra, víða
hringlaga skál og raða kjúk-
lingaleggjunum fallega á salat-
ið. Þetta getur ýmist verið fyrir
standandi partý eða sitjandi mat-
arboð. Passa bara upp á að
hafa nóg af servíettum því það
er bara stemning í því að borða
leggina með fingrunum! Kalt og
gott hvítvín með og allir eru kátir!
Verði ykkur að góðu.
„Blóma- og ávaxtabrúðkaup í dag. Búin að vera gift ástinni minni í fjögur ár,“
sagði Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri MBA Í Háskólanum í Reykjavík, á
samskiptavefnum Facebook í gær.
Það virðist ríkja mikil hamingja við Meðalfellsvatnið um þessar mundir þar sem
þau hjónin búa enda margar ástæður til, en eins og þjóðin veit eignuðust þau
Bubbi og Hrafnhildur dóttur á dögunum. Fjölskyldan hefur því í nógu að snú-
ast en Bubbi er einnig að fara af stað með nýja sjónvarpsþætti sem fara í loftið í
haust á Stöð 2.
ÁSTIN BLÓMSTRAR HJÁ
HRAFNHILDI OG BUBBA