Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 53

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 53
FÖSTUDAGUR 8. júní 2012 37 Ekki hefur verið ákveðið hvort framhald verður gert af spennu- myndinni Prometheus. Þetta segir handritshöfundurinn Damon Linde- lof. Prometheus fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndir Bret- lands um síðustu helgi og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Lindelof ræddi oft við leikstjór- ann Ridley Scott um hversu mikið yrði afhjúpað í myndinni. „Ég sagði við hann: „Fólk gæti orðið pirrað ef við ætlum að halda aftur af okkur. Við þurfum að hugsa vel og vand- lega um hverju við viljum sleppa því það er alls ekki öruggt að fram- haldsmyndir verði gerðar,“ sagði Lindelof. Óvíst með framhald PROMETHEUS Kvikmyndin Prometheus hefur fengið góðar viðtökur. Ungstirnið Miley Cyrus er trú- lofuð ástralska leikaranum Liam Hemsworth. Þau hafa verið saman í þrjú ár en þau staðfesta bæði trúlofun sína við blaðið People. „Ég er svo hamingjusöm yfir að vera trúlofuð og hlakka til að eyða ævinni með Liam,“ segir hin 19 ára leik- og söng- kona í viðtali við blaðið. Parið hittist við tökur á myndinni The Last Song en Hemsworth bað stúlkunnar hinn 31. maí síðast- liðinn. Hemsworth sló í gegn í myndinni The Hunger Games en hann er nú við tökur á myndinni Empire State í New Orleans. Trúlofuð TRÚLOFUÐ Hin 19 ára gamla Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth opinberuðu trúlofun sína í lok maí. NORDICPHOTOS/GETTY Elíza Newman hefur gefið út lagið Stjörnuryk, sem er fyrsta lagið af þriðju sólóplötu hennar sem er í undirbúningi í London. Áætlað er að platan komi út í ágúst. Hún verður frábrugðin fyrri plötum Elízu því hún verð- ur eingöngu á íslensku. Stjörnuryk er upplífgandi popplag með jákvæðum boð- skap sem ætti að höfða til flestra í sumarstuði. Það var samið af Elízu og var Gísli Kristjáns- son upptökustjóri. Hann stjórnaði einnig upp- tökum á síðustu sóló- plötu Elízu, Pie in the Sky. Lagið er fáanlegt á Tonlist. is og Gogo- yoko. Elíza með Stjörnuryk NÝTT LAG Fyrsta lagið af næstu plötu Elízu Newman er komið út. Með heilaæxli Tónlistarkonan Sheryl Crow greindist með heilaæxli í nóvem- ber í fyrra en þessu greindi Crow frá í viðtali við blaðið Las Vegas Review á dögunum. Crow segir æxlið vera góðkynja en hún þurfi að fara reglulega til læknis sem fylgist með þróuninni. „Ég fór fyrst til læknis því mér fannst ég vera orðin svo gleymin. Það er engin ástæða til að vera með áhyggjur, þetta er bara smá hraðahindrun á lífsleiðinni,“ segir Crow en hún var meðal annars farin að gleyma söngtextunum á tónleikum. Leikkonurnar Elizabeth Taylor og Mary Tyler Moore voru með svipaða tegund af æxli í heila. Crow greindist með brjósta- krabbamein árið 2006 sem var uppgötvað snemma og hún sigr- aðist á. Á Facebook-síðu söngkon- unnar þakkar Crow aðdáendum sínum fyrir fallegar kveðjur og segir þeim ekki að hafa áhyggj- ur, henni líði vel. VAR GLEYMIN Sheryl Crow fór til læknis síðasta haust vegna þess að hún var farin að gleyma textunum við lögin sem hún var að flytja. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.