Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 62

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 62
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR46 „Þetta hefur gengið óvenju hratt fyrir sig og verið mikið leyndarmál að ósk leikstjórans,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, einn framleiðenda myndarinnar Á annan veg sem nýverið var endurgerð í Hollywood. Leikstjórinn David Gordon Green leikstýrir en endurgerðin nefnist Prince Avalanche og skart- ar þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Davíð segir að ferlið hafi fyrst farið af stað fyrir nokkrum mán- uðum en það var fyrir tilstuðlan leikmyndahönnuðar myndarinn- ar, Hálfdáns Petersen, sem Gordon Green fékk veður af Á annan veg. Í byrjun febrúar á þessu ári fór bolt- inn að rúlla og nú er tökum lokið og myndin komin á klippiborðið. „Gordon Green var með aðra mynd í framleiðsluferli þegar hann ákvað að gera þessa. Hann heillaðist af einföldu sögunni og sagði okkur að hann vildi leita aftur til upprunans með því að gera myndina, en hann byrjaði feril sinn á að gera indí-kvikmynd- ir. Hann vildi gera þetta utan kast- ljóss fjölmiðlanna en fréttin lak út fyrr en þeir ætluðu,“ segir Davíð sem segir símtalið frá Hollywood í byrjun árs hafi verið einstaklega skemmtilegt. „Við vorum ekki að trúa þessu fyrst en við erum mjög glaðir og þetta opnar margar dyr fyrir okkur sem framleiðslufyrir- tæki og fyrir leikstjórann, Haf- stein Gunnar Sigurðsson. Það virðist vera einhver tískubóla í Hollywood að leita til norrænnar kvikmyndagerðar þessa stundina og Gordon Green fylgist mjög vel með.“ Davíð er nýkominn heim frá Texas þar sem honum og Árna Filippussyni, meðframleiðenda hans hjá fyrirtækinu Mystery, var boðið að fylgjast með lokadög- unum í tökum sem lauk í síðasta mánuði. „Þetta var alveg svaka- lega skemmtilegt að fá að fylgj- ast með tökum en þeir hafa verið mjög opnir og leyft okkur að fylgj- ast með öllu ferlinu frá upphafi til enda,“ segir Davíð sem getur ekk- ert sagt um hvenær myndin sést á hvíta tjaldinu. En urðu þeir ríkir af ævintýr- inu? „Við erum allavega mjög sátt- ir, meira get ég ekki sagt.“ alfrun@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello sem spilar í Hörpunni á sunnudagskvöld er hógvær í kröfum varðandi það sem hann vill hafa hjá sér baksviðs. Hann er greinilega mikill tedrykkjumaður því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vill hann hafa hjá sér nóg af tei, ávaxtakörfu með auka sítrónum, hunangskrús, brauð og grænmeti. Hann vill einnig tvær flöskur af góðu rauðvíni og innflutta osta. Costello ætlaði upphaflega að koma hingað til lands 21. nóvember en vegna veikinda föður síns varð hann að fresta tónleikunum. Ótti Costello reyndist á rökum reistur því faðir hans lést í kjölfar veikinda sinna í desember. Kappinn er að heimsækja Ísland í annað sinn. Síðast kom hann hingað 2003 með eiginkonu sinni, söngkonunni Diana Krall. Þá hélt hún vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll og allar götur síðan hefur fyrirtækið Concert unnið að því leynt og ljóst að fá Costello til landsins. Tónleikar hans verða í Eldborgarsalnum. Örfáir miðar eru fáanlegir á Midi.is og Harpa.is. - fb Costello vill rauðvín og osta HÓGVÆR Elvis Costello er hógvær í kröfum sínum og ætlar að gæða sér á góðum ostum með rauðvínsglas í hendi. „Ég hef lúmskt gaman af því að skrifa og þá helst um eitthvað sem getur verið uppbyggjandi eða fræð- andi fyrir aðra en það eru einmitt þannig bækur sem ég sjálf sökkvi mér í,“ segir Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir, eigandi Gyðju Collection, sem er meðhöfundur í nýrri bók sem nefnist The Success Secret. Bókin, sem er gefin út af Cele- brity Press, kemur út í Bandaríkj- unum í haust en ásamt Sigrún Lilju koma fleiri frumkvöðlar í atvinnu- lífinu um allan heim að verkinu. Þar ber hæst nafn bandaríska metsölu- höfundarins Jacks Canfield sem er þekktur fyrir þátttöku sína í bók- unum The Secret og The Chicken Soup for the Soul. Efnistök The Suc- cess Secret eru árangurssögur og hagnýt ráð frá sérfræðingunum og frumkvöðlum sem hafa náð langt á sínu sviði. „Hver höfundur ljóstrar upp sínum bestu leyndarmálum um árangur og gefur góð ráð með það að leiðarljósi að hjálpa öðrum við að ná árangri í markaðssetningu, við- skiptum og í mörgum þáttum hins daglega lífs.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigrún Lilja tekur þátt í að skrifa bók á borð við þessa en hún var einnig meðhöfundur að bókinni The Next Big Thing sem kom út á síðasta ári og komst á topp met- sölulista Amazon. „Það var í kjölfarið á velgengni þeirrar bókar sem útgef- andi bauð mér að taka þátt í þessari bók líka. Ég var fljót að samþykkja það enda nýtur Canfield gríð- arlegrar velgengni og virðingar í í Bandaríkjunum og ég aðhyllist þá hugmyndafræði sem hann miðl- ar,“ segir Sigrún sem byrjaði að skrifa síðasta haust. Hennar kafli í bókinni fjallar um hversu mikilvægar öflugar hugsanir séu til að ná árangri í lífinu. „Þó að bókin komi út á ensku á ég von á því að hún verði fáánleg í tak- mörkuðu upplagi í nokkrum vel völdum bókabúðum hér á landi í haust um svipað leyti og hún kemur út í Bandaríkj- unum.“ - áp MIÐLAR VISKU SINNI Sigrún Lilja er með- höfundur bókar sem nefnist The Success Secret. MYND/KÁRI SVERRISSON Meðhöfundur að nýrri bók um velgengni „Það er Was That All It Was sem Svala Björgvins söng með Scope. Remixið af því lagi er voða skemmtilegt.“ Eva María Þórarinsdóttir hjá ferðaþjón- ustufyrirtækinu Pink Iceland. DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON: BÚIÐ AÐ GANGA ÓVENJU HRATT FYRIR SIG Á ANNAN VEG SELD OG ENDUR- GERÐ Á FJÓRUM MÁNUÐUM HOLLYWOOD KALLAR Hollywood-leikstjórinn David Gordon Green hefur endurgert mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg, en með aðalhlutverk fara leikaranir Paul Rudd og Emile Hirsch. Tökum er lokið og myndin komin á klippiborðið en ekki er vitað hvenær hún sést á hvíta tjaldinu. David Gordon Green er þekktur fyrir myndir á borð við Pineapple Express, Snow Angels og All the Real Girls. Pineapple Express er hans þekktasta mynd en hún skartaði þeim Seth Rogen og James Franco í aðalhlutverkum. Paul Rudd á sér langa ferilskrá í Hollywood en hann bregður sér í hlutverk Sveins Ólafs Gunnarssonar í endur- gerðinni. Hann hefur leikið í myndunum The Anchorman, I Love You Man, Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up og The 40 Year Old Virgin. Emile Hirsch fer með hlutverk Hilmars Guðjónssonar í Á annan veg. Hann hefur leikið í Milk, Into the Wild og The Girl Next Door. STÓRSKOTALIÐ ENDURGERIR Á ANNAN VEG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.