Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 10
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR10 REKA BÚFÉNAÐINN Kasakar reka búfénað sinn yfir sléttur í norðanverðu Xinjiang-héraði í Kína. NORDICPHOTOS/AFP Herdís Þorgeirs- dóttir forseta- frambjóðandi var á persónulegu nót- unum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Granda- garði. Í stað þess að halda hefð- bundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræð- ur spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllas súpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Her- dísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd.“ Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræði- maður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þögg- un. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning.“ Því hlut- verki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmála- flokki, ég er ekki með nein stór- fyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl.“ Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem for- seti myndi skjóta málum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtíma- hagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forset- inn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði.“ Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikil vægum málum.“ katrin@frettabladid.is Tölum hreint út um spillingu og þöggun Herdís Þorgeirsdóttir, heimsótti CCP á dögunum. Hún sagði mikilvægt að fólk gæti leitað til forseta sem væri hlutlaus og minnti á að almenningur sé ekki búinn að afsala sér rétti til að eiga síðasta orðið, þrátt fyrir fulltrúalýðræðið. HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR heimsótti CCP á dögunum og ræddi um forsetaframboðið við starfsfólk fyrrtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum. EKTA ÍSLENSKT SUMAR Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur SAMFÉLAGSMÁL „Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rass- skellinganna,“ segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn ein- elti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið.“ Nýliðavígslur í landslið Íslend- inga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karla- landsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona,“ segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar.“ „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því,“ segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum.“ „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan.“ Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virð- ingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið,“ segir Þor- lákur að lokum. - bþh Framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar segir börn hætta í íþróttum af ótta við busavígslur: Rassskellingar á að afnema með öllu Þetta er bara niður- lægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum. ÞORLÁKUR HELGASON FRAMKVÆMDASTJÓRI OLWEUSARÁÆTLUNARINNAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.