Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 24
FÓLK|BÍLAR Nýr Yaris Hybrid er væntanlegur í ár en bíl- inn er bylting í mengunarlitlum akstri. Loks- ins hefur Toyota þróað minni hybrid-vél sem passar í Yarisinn án þess að minnka plássið inni í bílnum. Bíllinn var kynntur fyrr á árinu og hefur fengið mjög góða dóma. Prufuferðir sem farnar voru á Yaris Hybrid sýna að allt að 66% af tíma og 58% af vegalengd ferðanna var hægt að aka eingöngu á rafmagni. Nú hefur stærsti kúnnahópur Toyota aðgengi að hybrid-tækninni. Toyota gerir ráð fyrir að 20% af öllum seldum Yarisum verði hybrid- bílar og þess vegna er miklum peningum eytt í að auglýsa hann erlendis. Gott pláss er í bílnum og í T3 og T4 útgáfunni er snertiskjár hjá framsætinu. Bílinn hefur fengið fullt hús stiga fyrir öryggi hjá Euro NPA. Gagnrýnend- ur segja að gott sé að keyra bílinn þó hann sé tiltölulega kraftlítill en þeir eru þó ánægð- astir með hversu fallegur bíllinn er, bæði að utan og innan. YARIS HYBRID VÆNT- ANLEGUR Í SUMAR Toyota hefur loksins þróað hybrid vél fyrir smá- bílinn Yaris sem er öflugri en þær fyrri. BYLTING Þessi bíll er bylting í mengunarlitlum akstri og hefur fengið fullt hús stiga fyrir öryggi. BÍLL SEM GENGUR FYRIR KAFFI Mörgum finnst kaffi ómissandi til að koma sér í gang á morgnana en myndu þó líklega seint splæsa bolla á bílinn sinn. Það á þó ekki við alla því árið 2010 breytti hópur breskra vísindamanna 1998-árgerð af Volkswagen Scirocco í frumlega útgáfu sem þeir nefndu Car-puccino. Ástæðan fyrir að þeir völdu Scirocco teg- undina var sú að þeim þótti hún líkjast tímavélinni DeLorian úr vinsælu myndunum Aftur til framtíðar. Tilraunin var hluti af sjón- varpsþáttaröðinni Bang Goes the Theory sem BBC framleiðir. Til að knýja bílinn áfram er malað kaffi hitað upp með kolum þangað til það brotnar niður í vetnisgas og kolmónoxíð. Gasið er síðan kælt og síað og leitt inn í vélina þar sem það brennur og knýr vélina áfram. Í fyrstu ferð bílsins notuðu vísindamennirnir úrgangskaffi frá kaffiverksmiðju. Ferðin náði frá London til Manchester og bilaði bíllinn nokkrum sinnum á leiðinni. Þessi kaffibrennslubíll sigraði síðar heimsmeistarakeppnina um hraðskreiðasta bílinn sem gengur fyrir lífrænum úrgangi. Ólíklegt er þó að framleiðendur sækist eftir framleiðsluréttinum þar sem eldsneytið á kaffibílinn er á bilinu 25 til 50 sinnum dýrara en á sambærilegan bensínbíl. Bílaþvottur er tilvalinn kvöld- og helgarskemmtun fyrir alla fjöl- skylduna og ekki skemmir fyrir að hafa duglega litla aðstoðar- menn. Við bílaþvott heima fyrir er gott að hafa nokkur atriði í huga. VEÐRIÐ Skemmtilegast er að þvo bíl og bóna í góðu veðri þegar sólin skín þótt það sé að sjálfsögðu ekkert skilyrði. Séu bíleigendur svo lánsamir að eiga bílskúr, eða hafa aðgang að einum slíkum, er rigning og kuldi engin afsökun. Í sól og hita má klæða sig í stutt- buxur og bol og sprauta smá vatni óvart á vinnufélaga sína. DUGLEGIR AÐSTOÐARMENN Bílaþvottur getur auðveldlega orðið hin besta fjölskyldu- skemmtun. Börn og unglingar hafa gott af því að kynnast vinnu og fjölmörg verkefni eru í boði fyrir ungar hendur. Samfara bílaþvotti og bóni má taka til í bílnum og strjúka af og hreinsa bílinn að innan. Einnig er hægt að fela ungviðinu sérstök verk- efni, til dæmis að þvo bílfelgur og henda drasli sem safnast hefur undir sætum eða í rusla- pokum. HRESSING Hollur og góður biti hressir og kætir duglega vinnumenn á öllum aldri auk þess sem kaldir drykkir svala þorsta þegar hlé er tekið á vinnu. Það er þó ekkert sem bannar óhollan bita enda eiga allir duglegir bílaþvotta- menn skilið glaðning við og við. Ef ungir aðstoðarmenn eru með í för er tilvalið að skera niður ávexti og grænmeti í litla bita og bjóða upp á kalt vatn eða svaladrykki. GÓÐ TÓNLIST Góður vinnudagur verður enn betri ef vel valin tónlist fær að hljóma. Valið ræðst auðvitað af aldri vinnumanna en það liggur beinast við að mæla með tónlist úr kvikmyndinni Car Wash frá 1976. Gripurinn inniheldur meðal annars eitt af vinsælli lögum diskótímabilsins, „Car Wash“ sungið af Rose Royce. Af öðrum sem hljóma vel undir bílaþvotti mætti nefna Guns N‘ Roses, Miles Davis og Sykur. Út- varp Latibær hvetur síðan unga vinnumenn til dáða. GÓÐ RÁÐ VIÐ BÍLÞVOTTINN Bíleigendum bjóðast margir kostir þegar kemur að bílþvotti hérlendis. Þó er lítið mál að þvo og bóna bílinn heima fyrir. GAMAN Bílþvottur er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa. MYND/GETTY CAR-PUCCINO Bíllinn gengur fyrir kaffi. ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Evrópski draumurinn hefst í júní Evrópski draumurinn er einn af ótalmörgum frábærum innlendum þáttum á Stöð 2 í sumar. Misstu ekki af frábærri dagskrá! Tryggðu þér áskrift í síma 512 5100 eða á stod2.is MISSTU EKKI AF FJÖRINU Í ALLT SUMAR! FÍ TO N/ SÍ A VÆNTANLEG SNILLD SEM ÞÚ MISSIR EKKI AF! #STÖÐ2 SPURNINGABOMBAN Einn vinsælasti og léttasti spurningaþátturinn í dag! Föstudaga kl. 20.10 DALLAS Frægasta fjölskylda sjónvarps- sögunnar er komin aftur! Hefst 17. júní SPRETTUR Nýr þáttur um reiðmennsku með Helga Björns og Vilborgu. Hefst 10. júní STÓRA ÞJÓÐIN Vandaðir heimildaþættir um sístækkandi vandamál á Íslandi. Miðvikudaga kl. 20.10 SO YOU THINK YOU CAN DANCE Veldu þér dansfélaga! Hefst 8. júní THE KILLING Mögnuð endurgerð á dönsku þáttunum Forbrydelsen. Sunnudaga kl. 22.05 GIRLS Ný gamanþáttaröð frá HBO og leikstjóra 40 Year Old Virgin. Hefst 5. júní BONES Kynþokkafyllsti réttarmeina- fræðingur heims! Hefst 26. júní GLEE Einn vinsælasti unglingaþáttur allra tíma! Hefst 18. júní HORFÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER. Í bústaðnum • í snjallsímanum • á spjaldtölvunni • í tölvunni BARNAEFNI Frábært skemmtiefni fyrir þá yngri – allt á íslensku! Alla virka daga og allar helgar NÝ TT NÝ TT NÝ TT NÝ TT NÝ TT NÝ TT NÝ TT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.