Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 15. JÚNÍ 2012 urnar eru komnar í sumarfrí og svo koma stóru börnin í heimsókn og þá gerum við mikið af því að halda súpuveislur og Bubbi bakar brauð. Ég er að hvetja hann til að láta verða af því að búa til brauð- bók því brauðin hans eru með því allra besta sem ég hef smakkað. Það nýjasta nýtt er brauð næstum án samviskubits því það er sykur og gerlaust.“ Oft erfitt að finna jafnvægi „Ég er í góðu starfi í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég er verkefna- stjóri MBA-námsins sem er meist- aranám fyrir stjórnendur. Þar nýtur reynsla mín sín vel en ég tók gráðu í markaðsfræði í Kúala Lúmpúr í Malasíu og BA í almanntengslum á Nýja-Sjálandi. Ég ákvað að taka mér í fyrsta sinn ár í fæðingarorlof því það er oft erfitt að finna jafn- vægi milli þess að vera í ábyrgð- armiklu og krefjandi starfi og vera mamma. Því ákvað ég að taka mér þennan tíma og ætla að njóta þess að gefa stelpunum mínum 100% at- hygli þennan dýrmæta tíma sem ég er heima. Oft er svo brjálað að gera hjá okkur mömmunum. Við klárum vinnuna, brunum að ná í börnin, verslum og svo komum við heim með alla pokana og þá er farið í að ganga frá, taka til og elda.“ Hrafnhildur segist þó hafa tamið sér það að fara inn í herbergi með dætrum sínum eftir vinnudaginn og leika við þær. „Það þarf ekki að vera langur tími, bara setjast niður og leika í örlitla stund og spjalla um daginn. Það er ótrúlegt hvað þetta tengir alla saman eftir langan dag. Við erum líka með mjög skemmti- lega hefð við matarborðið á kvöld- in en þá förum við hringinn og allir segja frá því skemmtilegasta sem gerðist þann dag – þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og allir segja frá deginum sínum.“ Safnar fallegum minningum og myndum Lífið spurði Hrafnhildi nánar út myndirnar fallegu sem fylgja þessu viðtali en Hrafnhildur deildi þeim á Facebook fyrir nokkru til vina sinna og vöktu myndirnar mikla athygli. „Myndirnar eru eftir Elenu Litsova ljósmyndara en hún sérhæfir sig í að taka myndir af ungum börn- um. Eftir að hafa séð myndir eftir hana varð ég gjörsamlega heilluð af notkun hennar á litum og þeirri tilfinningu sem myndirnar vöktu. Ég pantaði tíma í myndatöku og dreif alla fjölskylduna til hennar þegar Aþena Lind var aðeins 17 daga. Það er svolítið erfitt að drífa alla af stað og með svona lítinn unga en Elena er algjör fagmanneskja og þetta varð bara að skemmtileg- um degi en hún tekur myndirnar í heimahúsi og notar aðeins náttúru- lega birtu. Hún hitar einnig húsið upp með hitara svo að litlu krílunum verði ekki kalt og hugsar fyrir öllu.“ Hrafnhildur er mikil áhugamann- eskja um myndir og segir það að eiga fallegar myndir, og þá sérstak- lega af börnunum litlum, afar dýr- mætt. „Þessi tími er fljótur að líða og þau að stækka svo fljótt. Það er svo gaman að skoða gamlar myndir og segja sögur af dýrmæt- um augnablikum til að halda þeim lifandi og eins og sagt er þá segir mynd oft meira en þúsund orð. Eitt af markmiðunum mínum núna er að klára að sortera allar þessar mörg þúsund myndir sem ég hef tekið í gegnum árin og ekki prentað út, klára myndaalbúmin, búa til minn- ingabækur og setja upp mynda- vegginn sem á að vera prýddur myndum af fjölskyldunni og öllum börnunum.“ Gott að láta sig dreyma Hvers óskar svo Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, margra barna móðir og framakona, sér í framtíðinni? „Það er gaman að segja frá því að ég á fallegan óskakassa sem vinkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum og reglulega skrifa ég niður markmið, drauma og óskir og set í kassann. Stærsta óskin mín er að fjölskyldan mín sé heilbrigð og er ég þakklát fyrir hvern dag sem svo er. Ég á líka fullt af veraldlegum óskum eins og að geta ferðast með fjölskyldunni og sýnt börnunum heiminn; pýramídana í Egyptalandi, hringleikahúsið í Róm, fara til Ríó á karnival og til Indlands að læra að elda góðan mat. Ég á fullt af falleg- um óskum en á hverjum morgni tek ég stutta hugleiðslu og bæn og svo þakka ég alltaf fyrir það sem ég á. Það er gott að láta sig dreyma - því draumar geta ræst.“ Framhald af síðu 7 Stærsta óskin mín er að fjölskyldan mín sé heilbrigð og er ég þakklát fyrir hvern dag sem svo er. Stóri dagurinn. Stórfjölskyldan á brúðkaupsdegi Hrafnhildar og Bubba. MYND/EINKASAFN MYND/ELENA LITSOVA Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.