Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 44
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. kaups, 6. í röð, 8. persónufornafn, 9. veitt eftirför, 11. í röð, 12. ábót, 14. spaug, 16. skóli, 17. kverk, 18. stansa, 20. ung, 21. flokka. LÓÐRÉTT 1. smyrsl, 3. kraðak, 4. land, 5. sár, 7. verkfæri, 10. að, 13. aldur, 15. greinilegur, 16. slunginn, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. sölu, 6. rs, 8. sín, 9. elt, 11. bd, 12. meira, 14. glens, 16. fg, 17. kok, 18. æja, 20. ný, 21. raða. LÓÐRÉTT: 1. krem, 3. ös, 4. líbanon, 5. und, 7. sleggja, 10. til, 13. rek, 15. skýr, 16. fær, 19. að. Hefur þú stjórn á þessu? Algjör- lega! Bjarni er hugsanlega fyrsti hundurinn sem fer út að pissa í eigin flugvél! Já, hugsanlega! Rólega og örugglega, bara rétt að skógar- jaðrinum! Láttu hann gera bæði númer 1 og númer 2! Sorry, smá óstöðugur á fjarstýring- unni! Held að hann sé búinn að gera númer 1! Æji, mamma! Það ætla allir að vera þarna! Guð minn almáttugur! Palli, ef „allir“ myndu stökkva fram af kletti, myndir þú gera það líka? Ef það myndi verða til þess að ég heyrði aldrei aftur þessa klisju, já. Hann er svona 160 sentimetrar á hæð. Með hár sem standa út úr nösunum, bjórbumbu, skalla ... Hmm – við skulum bara sleppa þessu. TÝNT FÓLK. Við vorum að spjalla saman um mannasiði í skólanum í dag. Trausti sagði að þeir skiptu engu máli og ég var ósam- mála. Allir sögðu að ég hefði unnið. Ég vissi ekki að þú værir góður í rökræðum. Ég vissi ekki að ég gæti öskrað svona hátt. Til er saga af hermanni frá Balkanskag-anum sem barðist í seinni heimsstyrj- öldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkam- lega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. EINN daginn var starfsmaður á sjúkra- heimilinu að hlusta á útvarpslýsingu frá fótboltaleik þar sem við áttust lið úr heima- borg hermannsins og erkifjendurnir úr nágrannaborginni. Á lykilaugnabliki í leiknum dæmdi dómarinn víti á liðið úr heimaborg hermannsins. Þögli hermaður- inn stökk þá upp úr stólnum sem hann sat í og öskraði á útvarpið sín fyrstu orð í þrjá áratugi: „Heimski fáviti, ertu að reyna að gefa þeim leikinn!“ Síðan settist hann aftur niður og mælti aldrei annað orð svo lengi sem hann lifði. MIKILL er máttur knattspyrnunnar yfir tilfinningalífi áhugafólks um leikinn. Ég þekki það af eigin raun eftir að hafa verið nær óvinnufær allt sumarið 2007 vegna skelfilegs gengis KR í íslensku deildinni það sumarið. Að sama skapi virtist veröldin sérstaklega fögur síðasta sumar þegar allt gekk upp hjá mínum mönnum. Flestir þekkja dæmi af því að íþróttin hafi haft áhrif sem þessi á einstaklinga en hún getur líka haft áhrif á heilu þjóðirnar. Þannig auka stórmót í knatt- spyrnu viðskipti á milli keppnisþjóðanna. Þá fyllir sigur í stórmóti íbúa þess lands sem sigrar bjartsýni og ýtir þar með merkjan- lega undir umsvif í viðkomandi hagkerfi. Þess vegna vonast hagfræðingar hollenska bankans ABN-AMRO eftir frönskum sigri í sumar því þeir telja efnahagslega mikilvæg- ast fyrir Evrópu að skuldakreppan á evru- svæðinu læsi ekki klónum í Frakkland. FYRIR hina sem ekki hafa áhuga á fótbolta gæti líka verið gagnlegt að hafa í huga að það hægist á flestri starfsemi í landi þegar viðkomandi landslið spilar á stórmóti. Þann- ig hefur komið í ljós að viðskipti í kaup- höllum minnka til muna þegar landslið þess lands, sem viðkomandi kauphöll er staðsett í, spilar. Hver veit nema íslenskir miðlarar reyni að nýta sér það þegar Ísland spilar á EM 2016. Þá munu nefnilega 24 lið spila en ekki 16 eins og á mótinu í sumar. ÞESSA dagana leika færustu knattspyrnu- menn Evrópu um næststærstu verðlaun knattspyrnuheimsins. Þetta er veisla og það þarf ekkert að skammast sín fyrir að sýna smá ástríðu fyrir mótinu og fegurð hins fal- lega leiks. Óður til knattspyrnunnar Meistari melódíunnar sjötugur Bítillinn Paul McCartney hefur afrekað fleira en flestir aðrir í tónlistarheiminum. Meðal annars efnis: Tónlistin fyrir trimmið Sex forfallnir hlaupagikkir velja bestu hlaupalögin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.