Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 58
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is RÚNAR KÁRASON fékk það staðfest í gær að hann sé með slitið fremra krossband. Hann verður frá í að minnsta kosti hálft ár vegna meiðslanna. Þetta er mikið áfall fyrir þennan unga og sterka leikmann sem var að ná sér vel á strik í Þýskalandi síðasta vetur. Hann meiddist á landsliðsæfingu og getur lagt ÓL-drauminn á hilluna í bili. 1-0 Davíð Þór Ásbjörnsson (60.) Skot (á mark): 11-12 (7-6) Varin skot: Bjarni 6 - Ögmundur 6. FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 - Andri Þór Jónsson 7, Kristján Valdimarsson 6, David Elebert 7*, Tómas Þorsteinsson 6 - Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5, Davíð Þór Ásbjörnsson 7, Oddur Ingi Guðmundsson 7 (85., Kjartan Ágúst Breiðdal -) - Ingimundur Níels Óskarsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 3 (63., Finnur Ólafs- son 6), Björgólfur Takefusa 4 (88., Árni Freyr Guðnason -) FRAM (4-5-1): Ögmundur Kristinsson 6 - Almarr Ormarsson 5, Hlynur Atli Magnússon 5, Kristján Hauksson 7, Alan Lowing 6 - Jón Gunnar Ey- steinsson 5, Sam Hewson 6, Orri Gunnarsson 3 (88. Ingvi Þór Hermannsson -) - Kristinn Ingi Hall- dórsson 4 (78., Daði Guðmundsson -) , Hólmbert Aron Friðjónsson 3 (85. Stefán Birgir Jóhannsson -), Steven Lennon 6 * MAÐUR LEIKSINS Fylkisvöllur. Guðmundur Á. Guðmunds. (8) 1-0 EM í knattspyrnu: Ítalía-Króatía 1-1 1-0 Andrea Pirlo (39.), 1-1 Mario Mandzukic (72.). Spánn-Írland 4-0 1-0 Fernando Torres (4.), 2-0 David Silva (48.), 3-0 Fernando Torres (70.), 4-0 Cesc Fabregas (83.). STAÐAN Í C-RIÐLI: Spánn 2 1 1 0 5-1 4 Króatía 2 1 1 0 4-2 4 Ítalía 2 0 2 0 2-2 2 Írland 2 0 0 2 1-7 0 LEIKIR DAGSINS: Svíþjóð - England kl. 16.00 Úkraína - Frakkland kl. 18.45 ÚRSLIT GOLF Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaða- mannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylf- inga, atvinnumenn sem og áhuga- menn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþrótt- inni. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Fimm kylfingar njóta góðs af styrknum í ár. Þeir eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Ólafur Björn Loftsson NK auk GR-mann- anna Stefáns Más Stefánssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar. Ólympíusæti góð afmælisgjöf 15 milljónir eru miklir peningar í íslensku afreksíþróttastarfi. Til samanburðar fær frjálsíþrótta- konan Ásdís Hjálmsdóttir tæpar tvær milljónir króna úr Afreks- sjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en hún er ein á A-styrk. B- styrkhafar, sem eru þrettán, fá tæpa milljón í styrk. Birgir Leifur segir stofnun sjóðsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenska kylfinga. „Það er alltaf þessi hjalli hjá öllum íþróttamönnum að fá fjár- magn til að keppa úti og láta drauminn rætast. Þegar það er komið verður eftirleikurinn auð- veldari,“ segir Birgir Leifur. Keppt verður í golfi á Ólympíu- leikunum í Ríó de Janeiro í Brasi- líu árið 2016 eftir 112 ára hlé. Afrekssjóðurinn styður íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast þangað. „Eftir fjögur ár verð ég fertugur þannig að það væri ágætis afmæl- isgjöf,“ segir Birgir Leifur. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila en fimm manna fagteymi gerir tillög- ur um úthlutanir úr sjóðum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem á sæti í teym- inu. Hann segir það hafa verið erfitt að velja kylfingana fimm. „Þessi hópur sem sjóðurinn styrk- ir verður alltaf mjög þröngur. Markmiðið er ekki að styrkja 10-15 manns heldur verða alltaf 2-5 kylf- ingar sem fá styrk úr sjóðnum,“ segir Úlfar og leggur áherslu á að eftirsóknarvert og erfitt eigi að vera að komast í hópinn. Huglægt mat að baki valinu „Við viljum að það sé eftirsókn- arvert og erfitt að komast að. Kylf- ingar þurfa að hafa mjög mikið til brunns að bera. Vera metnaðar- fullir í markmiðasetningu sinni en einnig mjög duglegir. Vinna þeirra á bakvið markmiðin skiptir einn- ig máli og þannig er mat okkar í teyminu að einhverju leyti hug- lægt. Þessir kylfingar hafa sýnt að þeir vinna mjög agað og skipu- lega,“ segir Úlfar. Tinna Jóhannsdóttir segir það mikinn heiður að vera fulltrúi kvenna í hópnum. „Ég er ótrúlega stolt og vona að þetta verði hvatning fyrir hinar stelpurnar sem eru að velta því fyrir sér að keppa erlendis. Þær eiga ekki að vera hræddar við að taka stökkið,“ segir Tinna. kolbeinntumi@365.is Milljónastyrkur til kylfinga Umhverfi íslenskra afrekskylfinga tók stakkaskiptum í gær þegar afrekssjóður- inn Forskot var stofnaður. Fimm kylfingar skipta með sér 15 milljón króna styrkinum en markmiðið er að koma á íslenskum kylfingi á ÓL í Ríó 2016. SAMNINGNUM FAGNAÐ Birgir Leifur og Tinna auk fulltrúa fyrir- tækjanna fjögurra og forsvarsmanna Golfsambands Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Lilleström er búið að selja Björn Bergmann Sigurðar- son til enska liðsins Wolves. Það staðfesti umboðsmaður hans, Jerry de Koning, við norska fjöl- miðla í gær. Björn mun skrifa undir fjögurra ára samning við Úlfana. Wolves kaupir Björn á 473 milljónir króna sem gera framherjann að einum dýrasta leikmanni Íslandssögunnar. Það er þó ekki alveg klárt að Björn fari til Úlfanna. Hann þarf nefnilega að spila með Lilleström fram í miðjan júli. Meiðist hann í þeim leikjum verður ekkert af sölunni. Síðasti leikur Lilleström er þann 13. júlí. Björn mun fara í læknisskoðun hjá enska félaginu þann 16. júlí. Gangi allt vel þar mun hann spila með Wolves næsta vetur. - hbg Björn á leiðinni til Wolves: Seldur á tæpar 500 milljónir BJÖRN BERGMANN Má ekki meiðast í næstu leikjum ef hann ætlar til Eng- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Spánn og Króatíu eru efst í C-riðli EM eftir leiki gær- dagsins. Ítalir eru þó alls ekki úr leik enda mætast Spánn og Króatía á meðan Ítalía leikur gegn Írlandi í lokaumferð riðils- ins. Spánverjar léku við hvurn sinn fingur í gær. Fernando Torres fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað skorað fleiri. Næg voru færin en góð tíðindi fyrir Spánverja að Torres sé komin í gang. Írar áttu nákvæmlega ekkert erindi í Spánverjana. Gæðamun- urinn var lygilegur. Leikur Króata og Ítala var ekki sérstaklega opinn. Andrea Pirlo skoraði mark beint úr aukaspyrnu en Mario Mandzu- kic jafnaði metin með góðu skoti í teignum. Nokkuð sanngjörn niðurstaða á endanum. - hbg Önnur umferð C-riðils á EM: Torres stimpl- aði sig inn HEITUR Torres fagnar hér öðru marka sinna í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Davíð Þór Ásbjörns- son skoraði mark Fylkismanna úr skrautlegri aukaspyrnu í 1-0 sigri á Fram í Lautinni í Árbæn- um. Spyrna Davíðs Þórs fann sér leið í gegnum varnarmúr Framara en breytti um leið algjörlega um stefnu og hafnaði í markmanns- horni Ögmundur, markvarðar Framara. Fylkir reif sig upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum en Fram er í tíunda sæti og hefur tapað fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Ekki beint sú byrjun sem menn áttu von á frá Frömurum. Í jöfnum og frekar hægum knattspyrnuleik voru Fylkismenn skömminni skárri og uppskáru sanngjarnan sigur. Liðið var alltaf líklegra og lítið lífsmark hjá Fröm- urum fram á við ef frá er talinn Steven Lennon. Skotinn átti góða spretti en endur tekið sendi hann fyrir mark- ið þar sem engan Framara var að finna. „Sagan endurtekur sig í hverri viku. Við spilum alltof hægan bolta. Fyrir framherja er auð- vitað pirrandi að vera kennt um að skora ekki mörkin. Ég get bent á suma miðjumennina og kennt þeim um að vera ekki mættir í teiginn eftir hlaupin mín. Menn geta ekki reiknað með því að ég gangi fram hjá þremur leikmönnum og skori,“ sagði Lennon svekktur og pirraður í leikslok. - ktd Fylkir vann sætan sigur á Fram í Lautinni í gær: Davíð Þór hetja Fylkis BUGAÐUR Þorvaldi Örlygssyni gengur ekkert að trekkja Fram-liðið í gang. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.