Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 62

Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 62
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR42 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég hef verið aðdáandi hryllings- mynda síðan ég var krakki,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen, meist- aranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-mynd- anna,“ segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryll- ingsmyndin.“ Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir því að það sé einhver inni í skápnum hans. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjand- ans,“ segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfenda- verðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrú- ar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá fram- leiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllings- mynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sam- bandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd,“ segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is Hryllingsmynd Erlings vekur athygli UNGUR LEIKSTJÓRI Erlingur hlaut áhorf- endaverðlaunin á Columbia University Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Ferskur Túnfiskur Alla föstudaga og laugardaga Humar 2.350 kr.kg Óbrotinn fyrsta flokks humar Fiskibollur að dönskum hætti (lax, þorskur, dill, rjómi, krydd) Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Humarsoð frá Hornarfirði „Þessa dagana skellum við skuggasystur á laginu Sur la Planche með hljómsveitinni La Femme til að koma okkur í gírinn.“ Sólveig Ragna Guðmundsdóttir og Gunn- hildur Edda Guðmundsdóttir, fatahönn- uðir Shadow Creature. „Ég er orðinn þreyttur á þessu,“ segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SSSól og Reið- mönnum vindanna og ætlar yfir- höfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúm- lega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur,“ segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið tal- inn einn besti bassaleikari þjóð- arinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafs- syni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi tíkarrass. Þegar hann var tvítug- ur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í fag- inu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki,“ segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokk- ur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janú- ar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir.“ - fb Þreyttur eftir þrjátíu ár í bransanum „Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt,“ segir leikar- inn Þorsteinn Guðmundsson, en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþátt- anna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndum Pét- urs Jóhanns og Þorsteins en þætt- irnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé enn komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot“, sem mæltist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæð- ur unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flest- ir hafa gaman af,“ segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa, Hannesi Þór Halldórssyni, sem leikstýrir þátt- unum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor.“ Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að mikl- um hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er enn þá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venju- lega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þeir Pétur eru góðir vinir og hafa verið með uppistand í Gamla bíói undan- farna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínast mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökk- um mikið til samstarfsins næsta haust.“ alfrun@frettabladid.is ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON: KARAKTERAR BYGGÐIR Á OKKUR SJÁLFUM Pétur Jóhann og Þorsteinn saman í nýjum þáttum HÆTTUR Jakob Smári Magnússon er hættur að spila á böllum og hefur fengið starf sem sölumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrir- lestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leik- konunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna hjá Rann- ís og lýkur með fræðilegum fyrir- lestri sem verður hálfgerð sýning. „Við sáum strax að heilinn er engin smásmíði. Við erum núna að skoða hvað við erum órökrétt og hegðum okkur að mestu í sam- ræmi við geðshræringar,“ segir Saga, en umfang heilans er hluti af áskorun verkefnisins. „Listamenn, fávitar og annað venjulegt fólk er svo smeykt við að tækla eitthvað svona flókið og óáþreifanlegt eins og heilann. Því langaði okkur að gera heiðar lega tilraun til þess að rannsaka hann og koma með okkar eigin tilgátur.“ Með verkefninu ætla þær að búa til nýja sýn á það hvernig þekkingu er miðlað. „Það eru margir að gera spennandi rannsóknir en eiga bágt með að tala fyrir framan aðra. Við viljum sanna að það þarf ekki að segja brandara eða brjóta upp fyrir- lestur með laufléttum atriðum til að hann verði skemmtilegur,“ segir Sigrún og bætir við að þær stöllur séu með bók í bígerð. „Hún verður hugvekja um heilann fyrir venju- legt fólk til að skilja betur sjálft sig.“ - hþt Fyrirlestur og bók um mannsheilann BRJÓTA HEILANN Saga og Sigrún Hlín rannsaka heilann, hið flókna og óáþreifanlega líffæri mannsins, í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GOTT TEYMI Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guð- mundsson leiða saman hesta sína í nýjum gamanþáttum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórs- son verður þeim innan handar í skrifunum og leikstýrir. Þættirnir eiga að vera í líkingu við Seinfeld og Klovn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.