Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 2

Fréttablaðið - 21.06.2012, Page 2
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR2 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! ALÞINGI Þingsalur Alþingishússins hefur nú verið rýmdur í kjölfar þing- loka á þriðjudag. Húsgögn, borð og ræðustóll voru flutt í gám fyrir utan húsið í gær. Salurinn er tæmdur á fjögurra ára fresti því þar fer fram formleg innsetningarathöfn forseta í embætti. Sá frambjóðandi sem verður hlutskarpastur í forsetakjörinu í lok þessa mánaðar verður settur í emb- ætti í þingsalnum þann 1. ágúst. Það eru því hátt í sex vikur þar til sú athöfn verður en sá tími verður nýttur í endurbætur á þingsalnum. Bera þarf á gólf og sinna ýmsu mikil- vægu viðhaldi. Salurinn verður þó ekki í hers höndum allan þann tíma því þann 8. júlí koma saman allar þær konur sem kosnar hafa verið á Alþingi í tilefni 90 ára kosningarafmælis Ingi- bjargar H. Bjarnason. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að gegna þing- mennsku árið 1922. - bþh Þingsalur Alþingis var rýmdur svo sinna mætti viðhaldi og setja forseta í embætti: Þingsalur Alþingis rýmdur ÚT Í GÁM Innréttingar þingsalarins í Alþingishúsinu voru bornar út í gám til geymslu þar til þing kemur saman á ný í september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS María, ertu ekki bara að teygja lopann? „Það er hægt að þæfa fleira en mál.“ María Guðmundsdóttir í Kringlumýri í Blönduhlíð í Skagafirði er afkastamikil handverkakona sem vinnur aðallega með ull. DÓMSMÁL Einar „boom“ Marteins- son, fyrrum leiðtogi Vítisengla, var í gær sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottalega líkamsárás á konu í lok síðasta árs. Að því er fram kemur á Vísi voru fjórir aðrir sakfelldir í mál- inu, þar á meðal Andrea Unnars- dóttir sem fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, þann þyngsta í málinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóm- inn en fórnarlambinu voru dæmd- ar tvær milljónir króna í skaða- bætur. Samkvæmt heimildum Vísis hlutu dóm auk Andreu Jón Ólafs- son, kærasti hennar, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Elías Jónsson, sem fékk einnig fjögurra ára fangelsisdóm, og Óttar Gunnarsson, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Auk Einars var sjötti einstakling- urinn sem var sýknaður í málinu. Sakborningarnir voru ákærðir fyrir hrottafengna líkamsárás og nauðgun á konu á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir jól. Einari var gefið að sök að hafa skipulagt verknaðinn og gefið fyrirmæli en þeim Andreu, Jóni og Elíasi að hafa framkvæmt árásina. Óttari var gefið að sök að hafa ekki komið fórnarlambinu til bjargar og þá var sjötti maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið á móti poka eftir árásina sem innihélt kylfu og grímu. Einn ákæruliðanna varðaði þátt- töku sakborninganna í skipulagðri glæpastarfsemi en enginn þeirra var dæmdur fyrir þann lið ákær- unnar. Allir voru sak borningarnir taldir tengjast Vítis englum með einum eða öðrum hætti. Jón Egilsson, verjandi Elíasar, sagði við Vísi eftir að dómur féll að hann hygðist áfrýja málinu en saksóknari sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Einar, sem Héraðsdómur sýkn- aði, hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúma sex mánuði vegna málsins. Oddgeir Einarsson verjandi hans sagði í samtali við Vísi mjög lík- legt að höfðað yrði skaðabótamál vegna gæsluvarðhaldsins, stað- festi Hæstiréttur dóminn. magnusl@frettabladid.is Þungir dómar vegna grófrar líkamsárásar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær fjóra einstaklinga í tveggja til fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna hrottalegrar líkamsárásar í heimahúsi á höfuðborg- arsvæðinu stuttu fyrir jól. Fyrrum leiðtogi Vítisengla var hins vegar sýknaður. HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Í GÆR Einar „boom“ Marteinsson var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt grófa líkamsárás. Andrea Unnarsdóttir fékk hins vegar þyngstan dóm fjögurra sem voru sakfelldir, fjögurra og hálfs árs fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÁTÍÐARHÖLD Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur vísar ásök- unum á bug um að dagskrá á Austurvelli á 17. júní hafi riðlast vegna þess hversu snemma guðs- þjónustu í Dómkirkjunni lauk. Henni hafi aðeins lokið fjórum mínútum fyrr en áætlað var. Greint frá því á mánudag að einhverjir hefðu einfald- lega misst af hátíðarhöldunum vegna hnökra á dagskrá. Dómkirkjan er aðili að undir- búningi hátíðarhaldanna að morgni 17. júní. Hjálmar segir að einfalt hefði verið að tíma- jafna dagskrána ef ástæða hefði þótt til. „Hafi eitthvað farið úrskeiðis við framkvæmd hátíðarhaldanna þarf að leita skýringa annars staðar,“ segir Hjálmar. - bþh Dómkirkjuprestur ósáttur: Messunni lauk á tilsettum tíma HJÁLMAR JÓNSSON ÞJÓÐKIRKJAN Solveig Lára Guð- mundsdóttir hefur verið valin vígslubiskup á Hólum. Atkvæði voru talin í síðari umferð kosninga til embættisins í gær. Kristján Björnsson og Solveig Lára voru tvö í kjöri í seinni umferð kosninganna. Solveig Lára hlaut 96 atkvæði þeirra 174 sem greiddu atkvæði. Kristján fékk 70 atkvæði. Á kjörskrá var 181 og kjörsókn því 96 prósent. -bþh Vígslubiskup á Hólum kjörinn: Solveig kjörin vígslubiskup SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR NÁTTÚRA Strendur Suðurskauts- landsins voru grónar fyrir fimm- tán milljónum ára en þá hlýnaði vegna aukins koltvísýrings í and- rúmsloftinu. Vísindamenn telja þessar niðurstöður rannsókna á plöntuleifum á hafsbotni geta gefið vísbendingu um þróun mála þegar loftslag hlýnar á ný. Í grein í vísindatímaritinu Nat- ure Geoscience kemur fram að bæði hafi verið hlýrra og vætu- samara á Suðurskautslandinu en nú. „Þegar plánetan hlýnar verða mestu breytingarnar við heim- skautin. Þegar úrkoman færðist suður á bóginn urðu strendur Suðurskautslandsins líkari Íslandi dagsins í dag en frosnu heim- skautalandslagi,“ segir vísinda- maðurinn Jun-Eun Lee í samtali við sænska ríkisútvarpið. - óþs Hlýskeið fyrir 15 milljónum ára: Suðurskautið líktist Íslandi SUÐURSKAUTIÐ Nú gæti aftur hlýnað hjá mörgæsunum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Röksemdir fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) og eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem ESB vill fara hefði fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðal- göngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent var til Brussel í gær. Í svarinu, sem Vísir fjallaði um í gær, segir að sömu grundvallar- gallar séu á röksemdum og grein- ingu framkvæmdastjórnar ESB og sé að finna í greinargerð ESA. Væri það ábyrgð ríkissjóðs að tryggja að nægir peningar væru í Tryggingasjóði innistæðueig- enda til að greiða Icesave-skuldina myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem slíka ábyrgð sé tæplega að finna. Sem fyrr leggur Ísland áherslu á að eina skylda íslenska ríkisins hafi verið að koma á fót innistæðu- tryggingarkerfi og hafa eftirlit með því. Hins vegar hafi það ekki verið skylda íslenska ríkisins að tryggja greiðslur í þeim tilvikum þar sem peningar í sjóðnum nægja ekki til að greiða kröfur inni- stæðueigenda vegna falls banka. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum 18. september næstkomandi. - þþ Meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu svarað: Stjórnvöld svara stefnu ESB af krafti Verðlækkun á Akranesleið Strætó lækkar verð á fari frá Reykjavík til Akraness. Almennt gjald verður 600 krónur fyrir fullorðna, 230 fyrir unglinga og 90 krónur fyrir börn. STRÆTÓFERÐIR Hraðakstur minnkar Brot 21 ökumanns voru mynduð á Korpúlfsstaðavegi í Reykjavík í gær. Á einni klukkustund óku 102 ökutæki þessa leið og voru rúm 20 prósent á of miklum hraða. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 31 til 39 prósent. LÖGREGLUFRÉTTIR EFTA-DÓMSTÓLINN Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum 18. september næstkomandi. SLYS Tveir voru fluttir á slysa- deild í gærkvöldi eftir fjögurra bíla árekstur sem varð á gatna- mótum Grensásvegar og Miklu- brautar. Loka þurfti Grensásvegi frá Miklubraut að Fellsmúla um stund eftir áreksturinn. Bílarnir sem rákust saman eru allir fólksbílar en beita þurfti klippum til að ná öku- manni einnar bifreiðarinnar út úr henni. Tildrög slyssins eru óljós en þau er til rannsóknar hjá lög- reglu. - mþl Tveir fluttir á slysadeild: Fjórir bílar skullu saman

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.