Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 6
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR6 Dagskrá málþingsins í Hörpu, föstudaginn 22. júní 9:00 Arnar Guðmundsson, form. auðlindastefnunefndar kynnir skýrsluna og helstu tillögur nefndarinnar. 9:30 Dr. Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands mun gefa yfirlit yfir helstu sjónarmið sem taka þarf tillit til við gerð auðlindastefnu og rýna í tillögur auðlindastefnunefndarinnar. 10:00 Kaffihlé 10:15 Philip J. Daniel fjallar um leiðir við skattlagningu auðlinda. Philip er yfirmaður skattastefnusviðs Alþjóða gjald eyrissjóðins og sérfræðingur í skattlagn- ingu auðlinda. 10:55 Fulltrúar þingflokka Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni Bergur Sigurðsson, framkvæmdastj. þingflokks VG 11:30 Spurningar og pallborðsumræður Fundarstjóri er dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. M Á L Þ I N G I Ð E R Ö L LU M O P I Ð Nefnd forsætisráðherra um auðlindastefnu boðar til málþings í Hörpu, föstudaginn 22. júní frá kl. 9 til 12 í salnum Rímu. Á málþinginu verða kynnt drög að skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. MÁLÞING UM AUÐLINDASTEFNU Arður af auðlindum SANNGIRNI, JAFN- RÆÐI, GEGNSÆI Jóhanna Sigurðardóttir kallaði eftir afsögn Björns Bjarna- sonar úr embætti dómsmálaráðherra eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hann hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karlmann í stöðu hæstaréttar- dómara. Kona sem sótti um sama starf var ekki ráðin þrátt fyrir að vera talin hæfari en sá sem ráðinn var. Þá var svipuð staða uppi því karlkyns hæstaréttardómarar voru fleiri en kvenkyns. Nefndin úrskurðaði einnig um lögmæti ráðningar í stöðu skrifstofustjóra skrif- stofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að kvenkyns skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu hafi verið mun færri en karlkyns. Árið 2004, þegar mál Björns Bjarna- sonar kom upp, sagði Jóhanna í ræðustól á Alþingi: „Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati.“ Síðar í sömu ræðu spurði hún: „Hver er pólitísk ábyrgð ráðherrans? Er henni fullnægt að mati ráðherra með því að brotaþola verði dæmdar skaðabætur eða á ráðherra að segja af sér?“ BRETLAND, AP Julian Assange, forsprakki Wikileaks, verður handtekinn ef hann yfir- gefur sendiráð Ekvadors í Lundúnum, þar sem hann dvelur. Meðan hann heldur sig þar inni getur breska lögreglan hins vegar ekk- ert aðhafst. Assange kom í sendiráðið á þriðjudag og óskaði eftir pólitísku hæli í Ekvador. Verið er að fara yfir beiðni hans í Ekvador og á meðan fær hann að dvelja í sendiráðinu í Lundúnum. Framselja á Assange til Svíþjóðar þann 28. júní þar sem hann á yfir höfði sér kærur vegna kynferðisbrota. Með því að dvelja yfir nótt í sendiráðinu braut hann skilorð, og verður því handtekinn ef hann yfirgefur sendiráðið. Lögreglumenn bíða þar fyrir utan. Stuðningsmenn Assange segja hann óttast að hann verði framseldur til Bandaríkjanna og að þar verði hann dæmdur til langrar fangelsisvistar. Þá er hann sagður óttast um líf sitt. Einn fyrrverandi lögmanna hans sagði hann mögulega vera að reyna að semja við sænsk stjórnvöld um að þau lofi að hann verði ekki framseldur frá Svíþjóð til Banda- ríkjanna. Ef það gangi eftir muni hann mögu- lega fara sjálfviljugur til Svíþjóðar. - þeb Julian Assange dvelur nú í sendiráði Ekvadors í Lundúnum og verður handtekinn ef hann fer þaðan: Óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna SENDIRÁÐIÐ Í LUNDÚNUM Lögreglumenn vakta nú sendiráð Ekvadors í Lundúnum. Auk þeirra hefur fjöldi blaðamanna og ljósmyndara tekið sér stöðu fyrir utan. NORDICPHOTOS/AFP MENNING „Við sjáum allavega eina smiðju ef ekki tvær, en einnig kolagrafir og járnbræðsluofna,“ segir Vala Garðarsdóttir, uppgraft- arstjóri á Alþingisreitnum sem er á horni Tjarnargötu og Kirkjustræt- is. Þar hefur frá árinu 2008 verið grafið eftir fornminjum á sumrin. „Svo virðast vera þarna bygg- ingar þar sem annars konar verk hafa verið unnin, svo sem gripa- smíðar úr viði og grjóti. Sennilega líka ullarvinnsla og brugggerð, þar sem fólk hefur bruggað og bakað.“ Vala segir uppgröftinn nokkuð sér- stakan. „Við erum að fá umfangs mikið svæði sem tilheyrir ekki bara húshaldi eða bæjarstæði frá fjöl- skyldu. Þetta er vísir að stærra samfélagi en við erum vön að sjá frá víkingaöld á Íslandi.“ Uppgröfturinn hófst 1. júní og áætluð verklok eru um miðjan sept- ember. - ktg Áfram er grafið og rannsakað á Alþingisreitnum í miðbæ Reykjavíkur: Samfélag frá víkingaöld fundið UNNIÐ Á ALÞINGISREITNUM Vala Garðarsdóttir og hennar fólk að störfum við upp- gröft fornleifa á Alþingisreitnum svonefnda í miðbæ Reykjavíkur í gær. Reiturinn er á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Jóhanna Sigurðar dóttir forsætisráðherra braut lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðu skrifstofustjóra skrifstofu stjórnsýslu- og sam- félagsþróunar og tekinn fram yfir Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Þetta er niður staða Héraðsdóms Reykja- víkur sem kveðinn var upp í gær. Forsætisráðuneytið var í Hér- aðsdómi dæmt til að greiða Önnu Kristínu 500 þúsund krónur í miskabætur. Forsætisráðuneytið hafði boðið Önnu Kristínu sömu upphæð í kjölfar úrskurðar kæru- nefndar jafnréttismála. Anna Kristín höfðaði skaða- bótamál á hendur ríkinu eftir að ráðuneytið hafnaði kröfu hennar um fimm milljóna króna miska- og skaðabætur. Kærunefnd jafn- réttismála hafði úrskurðað að með ráðningu Arnars Þórs hefði for- sætisráðherra brotið ákvæði laga um jafna stöðu kynjanna. Þar kom fram að ekki hefði verið sýnt fram á að annað en kynferði hefði ráðið því að Arnar Þór var ráðinn fram yfir Önnu Kristínu. Hún hefði verið að minnsta kosti jafnhæf í stöðuna. Anna Kristín krafðist tæplega 16 milljóna króna í skaðabætur, auk vaxta. Byggði hún kröfu sína á því að starfsveitingin hefði verið ólögmæt og að með skipuninni hefðu jafnréttislög verið brotin. Forsætisráðuneytið var sýknað af skaðabótakröfum því ekki var sannað að Önnu Kristínu hefði borið að fá starfið umfram þá sem raðað var ofar en henni í hæfismati ráðuneytisins. Önnu var raðað í fimmta sæti við hæfismatið. Jóhanna dæmd fyrir brot á jafnréttislögum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í máli Önnu Kristínar Ólafsdóttur gegn ís- lenska ríkinu í gær. Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög þegar hún veitti Arnari Þór Mássyni starf skrifstofustjóra í ráðuneytinu fram yfir Önnu Kristínu. Kallaði sjálf eftir afsögn ráðherra Í dómnum kemur fram að krafa Önnu Kristínar um miskabætur hafi byggst á að henni hafi verið af hálfu forsætisráðherra sýnd lítils- virðing, hún hafi verið niðurlægð á opinberum vettvangi og vegið hafi verið að starfsheiðri hennar, reynslu og hæfni. Dómurinn féllst á miskabótakröfu hennar að upp- hæð 500 þúsund krónur. Einnig fær Anna Kristín greiddar 1.600 þúsund krónur í málskostnað. Anna Kristín byggði meðal annars mál sitt á því að þegar for- sætisráðherra ákvað að nýta ekki heimild sína til frestunar réttar- áhrifa hafi hún viðurkennt brot sitt. Í yfirlýsingu á vef forsætisráðu- neytisins um málið kemur fram að „í dóminum er hvorki lagt sjálf- stætt né efnislegt mat á það hvort jafnréttislög hafi verið brotin við skipun í embættið“. Í dóminum er þó fullyrt að forsætisráðherra hafi brotið lög númer 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. birgirh@frettabladid.is JAFNRÉTTISLÖG BROTIN Dómurinn telur Jóhönnu hafa með stjórnvalds- ákvörðun sinni brotið jafn- réttislög. Ert þú ánægð(ur) með að þingmenn hafi komist að sam- komulagi um þinglok? JÁ 37,1% NEI 62,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú gengið á Esjuna? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.