Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.06.2012, Qupperneq 22
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri, því skýrari vottur um ríkjandi áherslur. Við sjáum víða merki þess að mannskepnan hefur byggt glæsi- leg hús til dýrðar einhverju sem kalla má æðri mátt. Þessi mann- virki eru gjarnan sérhæfð til þess að stunda og iðka það sem krafist er, allt eftir því hvaða mætti er þjónað. Glæsilegar kirkjur og musteri hafa verið reist Guði til dýrðar þar sem almenningur fær tækifæri til þess að iðka trú sína og taka þátt í helgi- athöfnum í viðeigandi umgjörð og eftir þar til gerðu ritúali. Glæsileg- ar hallir stjórnvalda á hverjum tíma hafa verið byggðar hinu veraldlega valdi til dýrðar þar sem útvaldir iðka völd og áhrif, sömuleiðis eftir ákveðnu ritúali. Hin síðari ár hafa verið byggðar glæsilegar skrifstofu- byggingar fyrirtækja, þekkingar- miðstöðvar og íþróttamannvirki þar sem stunduð er margs konar peningasýslan og atgervisiðkun til hugar og handa. Öll eru þau byggð beinlínis með það fyrir augum að skapa nauðsynlega umgjörð um það ritúal sem liggur að baki athöfn- unum, hvort sem þær lúta að trú, völdum, peningum eða atgervi. Undanfarin misseri hefur verið um fátt meira rætt en fátæklega og frumstæða umræðu- og lýðræðis- hefð í íslensku samfélagi. Helstu stofnanir lýðræðisins eiga mjög undir högg að sækja og njóta minnk- andi trausts. Alþingi, forsetaemb- ættið, stjórnmálaflokkar og hags- munasamtök eru öll meira og minna í tilvistarkreppu og stressi vegna minnkandi trausts almennings og minni áhrifa í samfélaginu. Hugar- ástand þeirra sem þar iðka völd og áhrif hefur markast af þessu stressi og magnað upp ýmsar óæskilegar birtingarmyndir sem hafa verið til þess fallnar að rýra enn frekar traustið. Það er kallað eftir breyt- ingum bæði á umræðunni og ekki síður stofnunum sjálfum. Stórfelldar framfarir í tækni og samskiptum hafa rutt af stað víð- tækri þróun sem opnar möguleika á mun almennari þátttöku og áhrif- um almennings á stefnumarkandi ákvarðanir í samfélaginu. Jafn- framt því hefur verið að þróast hröðum skrefum aðferðafræði sem tryggir vandaða og þroskaða umræðu. Hér á landi er skemmst að minnast frumkvæðis Mauraþúf- unnar svokölluðu sem reið á vaðið með nýjung í almennri umræðu um framtíðarsýn lands og þjóðar í nóvember 2009. Að mati allra þeirra hundraða sem stóðu að því framtaki og þeirra 1.200 eða svo sem tóku þátt, heppnaðist atburð- urinn mjög vel. Stjórnarskrár ferlið, sem að hluta byggði á þessari til- raun Mauraþúfunnar, gaf kost á enn frekari þróun á þessu formi og bætti við nýrri vídd í úrvinnslu og eftirfylgni með stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Alþingi Íslendinga tók þá tímamótaákvörðun sem gaf færi á dýrmætri reynslu varðandi nýja aðferðafræði í lýðræðinu. Eftir því var tekið víða um heim. Eins og við höfum byggt sér- hæfða aðstöðu m.a. Guði til dýrðar, stjórnar herrum til dýrðar, pen- ingum til dýrðar og íþróttum og atgervi til dýrðar liggur beint við að spyrja hvort ekki sé komin röðin að lýðræðinu? Hvort lýðræðið sé það mikil vægt að við teljum ekki eftir okkur að verja fé og kröftum til þess að byggja mannvirki og aðstöðu sem eru sérstaklega til þess gerð að skapa viðeigandi og nauðsynlega umgjörð um athafnir og ritúal sem uppbyggileg og þrosk- andi almannaumræða krefst í þágu lýðræðisins? Það þarf að iðka lýð- ræðið allt eins og við iðkum trúna og atgervið til dæmis. Það er umhendis að þurfa í hvert skipti að fá aðgang að og græja sali sem að jafnaði eru ætlaðir til ann- arra nota og þar að auki að safna liði, þjálfa og undirbúa. Það dytti engum í hug að byggja til dæmis íþróttastarf á því að fá inni hér og þar eftir atvikum og þurfa að umbreyta aðstöðunni í hvert sinn sem hún er notuð til þess arna. Það er löngu liðin tíð. Mikilvægt er að koma upp hús- næði (á fleiri en einum stað) sem er sérhönnuð vinnuaðstaða fyrir fjölmenna samræðu og skoðana- skipti sem byggir á góðu aðgengi og tæknilegri umgjörð eins og best verður á kosið. Rafræn tenging er auðveld og til þess fallin að hafa umræðuna samtímis þótt fram fari víða. Þessi aðstaða þarf að vera til reiðu á hverjum tíma. Byggja þarf upp sérþjálfað lið lóðsa (umræðustjóra), sem hægt er að kalla til í hvert sinn sem um- ræðan fer fram. Á sama hátt og björgunarsveitir, sem eru til taks hvenær sem kallið kemur, mundu verða til einskonar lýðræðis sveitir, sem hefðu það hlutverk að skapa nauðsynlega umgjörð í samræðunni til þess að fá fram bestu mögulegu niðurstöðu. Vönduð umræða og fjölbreytt sjónarmið myndar hljómbotn í umfjöllun um mikilvæg málefni og framtíðarsýn samfélagsins. Þannig skilar umræðan tóni sem innifelur nauðsynlega breidd til þess að vera samfélaginu til heilla. Alþingi er ekki í góðu sambandi við almenning, a.m.k. ef marka má mælingar á trausti. Um ræðan einkennist af formsatriðum og sífelldum endur tekn ingum og þrá- hyggju og virkar eins og óþægi- legt suð sem veldur einungis pirringi. Að tengja umræðuna á Alþingi við vandaða og skipulagða umræðu meðal almennings með formlegum hætti mundi vafalítið bæði tengja löggjafarsam kunduna betur við fólkið í landinu og breyta umræðuhefðinni. Fámenni, upp- lýsing, tæknivæðing og mennt- unarstig ásamt þeim sterku sam- félagslegu innviðum sem við höfum eru borðleggjandi skilyrði til þess að við gætum verið fyrir- mynd annarra samfélaga í þessu efni. Lýðræðinu til dýrðar Lýðræði Bjarni Snæbjörn Jónsson stjórnunarráðgjafi og áhugamaður um meðvitaða samfélagsþróun Alþingi, forsetaembættið, stjórnmála- flokkar og hagsmunasamtök eru öll meira og minna í tilvistarkreppu og stressi. Markmið Fulbright-áætlunar-innar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórn- völd rekið Fulbright-stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Banda- ríkjanna hefur verið báðum þjóðun- um mikil væg, allt frá 1944, þegar Banda ríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undan förnum áratugum, er í dag jafn mikil- vægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta sam vinnuna, hvort sem er á stjórnmála sviðinu, í við skiptum eða í mennta- og menningar málum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasam- skiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright-samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Ful- bright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Ful- bright-styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi banda- rískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flest- ir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskóla- líf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlants- hafið til lengri tíma. Þannig er Ful- bright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright-styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélags- leg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagn- rýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en náms- árangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright-styrk- þega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskól- um Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið lang- sterkast þar sem Fulbright-stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starf ræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright- stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkj- anna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameigin- lega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í ein- staka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna SamstarfB Belinda Theriault Blaðamaður og hestakona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.