Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 16
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR16 F yrir tæpu ári lá Eirin Kristin Kjær ásamt vinkonu sinni í felum undir klettavegg í Útey, helsærð eftir að Anders Behring Breivik hafði skotið hana fjórum sinnum, sannfærð um að þetta væri hennar síðasta. Morðinginn gekk framhjá vinkonunum en lét þær í friði – Eirin telur að þær hafi verið svo illa á sig komnar að hann hafi talið að þær væru látnar. Klukkan hálfátta um kvöldið fann lögreglu- maður þær, kom þeim í bát og í land. „Þá var ég viss um að ég myndi bjargast,“ sagði Eirin. Eirin sagði Fréttablaðinu sögu sína 17. nóvember síðastliðinn en hún var þá stödd á Höfn í Horna- firði, hjá fósturfjölskyldu sinni frá því hún var skiptinemi í Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu frá 2009 til 2010. Lífið gengur sinn vanagang Eirin er nú heima í Tromsö, ný- komin úr tíma hjá sjúkraþjálfara þegar blaðamaður hringir og það liggur vel á henni. „Það hljómar kannski undarlega en mér líður í rauninni mjög vel,“ segir hún. „Auðvitað koma dagar þar sem mér líður illa, það er ýmis- legt sem ég get ekki gert en þannig er það hjá öllum; fólk á bara sína vondu daga. En heilt á litið líður mér vel og lífið er farið að ganga sinn vanagang. Ég byrjaði að vinna í október, byrjaði aftur í skólanum í janúar, sit í sveitarstjórn fyrir Verkamannaflokkinn og er komin á fullt í fótbolta, eins og áður.“ Hún hefur þó ekki náð sér fylli- lega af sárum sínum, en Breivik skaut hana í kviðinn, handlegg, fótinn og höndina. Hún lá rúman mánuð á spítala eftir árásina og gekkst undir ellefu aðgerðir. „Ég er ekki orðin alveg nógu góð, höndin og kviðurinn eru enn að angra mig. En ég er í stífri endurhæfingu og þetta er að koma hægt og bítandi. Lykillinn er bara að æfa og æfa.“ Fann ekki fyrir neinu þegar hún sá Breivik Eirin sagði við Fréttablaðið í vetur að hún ætlaði að vera við- stödd réttar höldin yfir Breivik, sig langaði mikið til að sjá hann og sýna honum að hún væri enn á lífi. Í vor bar hún vitni og segir það hafa verið vendipunkt. „Það var mikill léttir að fá að koma og segja sögu mína og hjálpaði mér mikið. Ég fylgdist mikið með réttarhöldunum og fann hjá mér þörf til að lesa allt um þau og um Breivik en þetta var ákveðinn loka- punktur fyrir mig; þarna gat ég sett þetta mál fyrir aftan mig í eitt skipti fyrir öll og einblínt fram á veginn. Ég fylgist auðvitað með málinu en ekki jafn mikið og áður. Ég hef um annað að hugsa.“ Hún viðurkennir að hafa kviðið því að sjá morðingjann í eigin persónu en segir það alls ekki hafa verið jafn hræðilegt og hún hafði ímyndað sér. „Satt best að segja fann ég eiginlega ekki fyrir neinu þegar ég sá hann – ég fór næstum því að hlæja þegar ég gerði mér grein fyrir því. Ég áttaði mig á að hann var ekki lengur hættulegur og getur ekki gert mér eða öðrum neitt. Hann bara var þarna og ég ætla ekki að láta Anders Behring Brei- vik stjórna því hvernig mér líður.“ Heppin að vera skotin snemma Eirin er í reglulegu sambandi við marga aðra sem sluppu lifandi frá Útey fyrir ári síðan og telur að almennt hafi eftirlifendum gengið vel að vinna úr atburðunum og fóta sig á ný. „Við erum mörg hér í Tromsö sem hittumst oft og ég á líka vini í Ósló og víðar sem ég hitti reglu- lega. Við föllumst í faðma þegar við hittumst og byrjum svo að tala um daginn og veginn. Stundum berst talið að eyjunni í nokkrar mínútur en svo erum við farin að tala um skólann eða vinnuna. Þetta er allt mjög venjulegt.“ Þótt hún hafi særst illa segist Eirin reyndar líta á það sem svo að hún hafi verið skotin tiltölulega fljótt eftir að Breivik lét til skarar skríða. „Sjokkið kom þess vegna strax og ég var fyrst og fremst að fást við það. Ég var í sjálfu sér búin að sætta mig við að deyja en þurfti ekki að bíða skelfingu lostin eftir því að hann næði mér eins og margir. Það held ég að hafi verið einna verst.“ Væntumþykja og samkennd Spurð um viðbrögð samfélagsins segir Eirin ótrúlegt að upplifa sam- kenndina sem ríkti í Noregi eftir harmleikinn. „Fyrstu vikurnar og mánuðina kom jafnvel ókunnugt fólk upp að mér og sagði eitthvað hughreyst- andi, faðmaði mig jafnvel eða gaf mér blóm. Maður skynjaði svo sterkt að við stóðum ekki ein í þessu; þetta var ekki bara árás á okkur sem vorum úti í eyjunni heldur á allan Noreg. Það var magnað að finna alla þessa vænt- umþykju.“ Hún viðurkennir að jafnframt gæti mikillar reiði í garð ódæðis- mannsins en reynir að leiða ekki hugann of mikið að því. Stund sorgar og gleði Á sunnudag ætla ungliðar í norska Verkamannaflokknum að minnast látinna í Útey. Eirin ætlar að vera viðstödd. Hún hefur einu sinni áður farið út í eyjuna eftir voðaverkin en segist vera dálítið taugaóstyrk. Hún er engu að síður staðráðin í að eiga góða samverustund með vinum sínum. „Ég fer til Óslóar snemma á sunnudagsmorgun og þaðan til Úteyjar. Þetta er auðvitað sorgar- stund en við ætlum líka að gleðjast yfir því að vera þarna samankomin á lífi, syngja og borða vöfflur. Þetta á að vera góð stund þar sem við minnumst kærra vina. Þótt voða- verkin megi aldrei gleymast eigum við ekki að láta þau spilla þessum yndislega stað sem Útey er. Við þurfum að komast yfir þetta.“ Um kvöldið liggur leiðin til Óslóar þar sem efnt verður til stórtónleika. „Það verður ábyggilega magnað að sjá allan mannfjöldann sem á eftir að koma saman, finna fyrir nándinni og samkenndinni, og hlusta á tónlistarmenn sem hafa samið lög fyrir þetta tilefni. Ég vona að þetta verði bara ekki yfirþyrm- andi. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að undirbúa mig því ég var á spítala þegar fyrri minningartónleikarnir voru haldnir.“ Lífið er til þess að njóta Aðeins tvítug að aldri hefur Eirin upplifað ýmislegt sem aðrir þurfa aldrei að þola á allri ævinni. Hún segir reynsluna í Útey fyrst og fremst hafa kennt sér að lífið sé dýrmætt og að það eigi að lifa því til fulls. „Þessi dagur mun alltaf fylgja mér, ég verð aldrei „búin“ með hann en hann á ekki eftir að íþyngja mér í framtíðinni. Ég er frjáls til að gera það sem ég vil.“ Spurð hvaða stefnu hún hafi tekið sér í lífinu segist Eirin hafa komist að því að þótt maður geri áætlanir fari þær ekki alltaf eins og maður ætlaði. „Ég ætla fyrst og fremst að gera það sem mig langar til – ég ætla í skóla að læra það sem mig langar, vinna við það sem mér finnst skemmtilegt, vera mikið með vinum mínum og ferðast um heiminn. Lífið er of stutt fyrir áhyggjur – við eigum að njóta þess meðan við getum.“ Maður skynjaði svo sterkt að við stóðum ekki ein í þessu; þetta var ekki bara árás á okkur sem vorum úti í eyjunni heldur á allan Noreg. Lærði í Útey að lífið er dýrmætt Norðmenn minnast á morgun fórnarlamba mesta ódæðisverks síðari tíma á Norðurlöndum en þá er ár liðið frá því að Anders Behring Breivik myrti með köldu blóði 77 manns í Ósló og Útey. Eirin Kristin Kjær komst lífs af í Útey eftir að hafa verið skotin fjórum sinnum. Hún sagði Bergsteini Sigurðssyni að sér liði vel og hún ætlar að nota morgundaginn til að bæði syrgja og gleðjast. 13.22 Sprengja sem komið hafði verið fyrir í Volkswagen Crafter-bíl sprakk fyrir utan stjórnarbyggingar í miðborg Óslóar. Eldur kviknaði í skrifstofum forsætisráðherra og í olíu- og orkumálaráðuneytinu. Margar fleiri byggingar skemmdust og glerbrotum rigndi niður á stóru svæði. 13.26 Fyrsta tilkynning um sprenginguna til lögreglunnar. Tveimur mínútum síðar var fyrsti lögreglubíllinn kominn á staðinn. Strax bárust fréttir af dauðs- föllum. Átta létust í sprengingunni. 15.27 Lögregla í Nyrðri-Buskerud fær tilkynn- ingu um skothvelli í Útey. Þremur mínútum síðar var lögreglan í Ósló látin vita. Mikil skelfing greip um sig á eyjunni og ungmenni reyndu að fela sig og margir lögðust til sunds til að reyna að flýja. 15.38 Lögreglulið frá Ósló leggur af stað í átt að Útey. 16.09 Lögreglulið frá Ósló kemur að bryggjunni þaðan sem hægt er að sigla í eyjuna, en þarf að bíða eftir báti sem getur flutt það á staðinn. 16.25 Lögregla kemur í eyjuna. 16.27 Anders Behring Breivik er hand- tekinn. Hann hafði í fórum sínum tvö skotvopn og nóg af skotum. 69 ungmenni féllu fyrir hendi hans í eynni og fjöldi annarra særðist. ATBURÐARÁSIN Í ÓSLÓ OG ÚTEY, FÖSTUDAGINN 22. JÚLÍ ÚTEY Réttri klukkustund eftir að lögreglunni barst tilkynning um skothvelli í Útey lagði Anders Behring Breivik niður vopn sín og gafst upp. 69 lágu í valnum í Útey. LÍF AÐ LAUNA Eirin Kristin hitti í fyrra lögreglumanninn sem kom henni og vinkonu hennar til bjargar undir klettabelti í Útey fyrir ári. Þótt Eirin hafi ekki enn náð sér fyllilega af sárum sínum er lífið farið að ganga sinn vanagang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.