Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 30
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR4
Eldhús – Eldhús
Matsölustaðurinn Hjá Dóra í Mjódd óskar eftir að ráða
starfskraft vanan eldhússtörfum og afgreiðslu á heitum
mat. Snyrtimennska og íslenskukunnátta skilyrði.
Upplýsingar í s. 557 3910 eða á staðnum mán- föst.
Vélstjóri óskast!
Sægarpur ehf. óskar eftir vélstjóra á 1424 ex. Þórsnes
SH sem gerður verður út frá Grundarfirði á beitu-
kóngsveiðar í Breiðafriði. Réttindi: VS.III (750kw)
Umsóknir skal senda á addi@stormurseafood.is
Upplýsingar í síma 852-3782, Aðalsteinn.
Leikskólastjóri við
leikskólann Kiðagil
Skóladeild Akureyrar óskar eftir að ráða leikskóla-
stjóra til starfa við leikskólann Kiðagil á Akureyri.
Kiðagil er fjögurra deilda leikskóli með um 100
börn og um 25 starfsmenn.
Kiðagil er grænfánaskóli og vinnur með
SMT- skólafærni og leikskólalæsi.
Frekari upplýsingar um skólanna má sjá á
http://www.kidagil.akureyri.is.
Menntunarkröfur:
• Umsækjandi þarf að hafa lokið leikskóla-
kennaranámi.
• Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg.
Hæfniskröfur:
• Frumkvæði og samstarfsvilji.
• Góðir skipulagshæfileikar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í
skólastarfi.
• Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf.
• Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og
samskiptum.
• Áhugi á starfsþróun.
• Reynsla af starfi í skólum.
• Reynsla af störfum á sviði stjórnunar
og reksturs er æskileg.
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf
umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver
þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað
geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra.
Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hug-
myndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér
starfsemi Kiðagils þróast undir sinni stjórn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Frímanns-
son fræðslustjóri í síma 460 1456 eða 862
8754, netfang karl@akureyri.is og Hrafnhildur G.
Sigurðardóttir leikskólafulltrúi í síma 460 1452 eða
869 9570, netfang hrafnhildur@akureyri.is
Vísað er til ítarlegri auglýsingar á www.akureyri.is.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á
heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is
Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2012
Félagsráðgjafi
Laus er til umsóknar staða félagsráðgjafa hjá Fjölskyldu-
þjónustunni í Hafnarfirði.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi geti
hafið störf 1. september n.k.
Verkefni viðkomandi verða í málaflokkum sem falla und-
ir verksvið félagsþjónustu sveitarfélaga s.s. barnavernd,
málefnum fatlaðra, málefnum aldraðra, fjárhagsaðstoð,
almennri félagsráðgjöf o.fl.
Hæfniskröfur:
• Starfsréttindi í félagsráðgjöf
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Félagsþjónustan býður upp á:
• Fjölskylduvænan vinnustað
• Fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála
• Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
• Góðan starfsanda
Umsækjendur sendi upplýsingar um menntun og fyrri
störf til Fjölskylduþjónustunnar í Hafnarfirði, Strandgötu
6, 220 Hafnarfirði, fyrir 7. ágúst n.k. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga
og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Guðríður Guðmundsdóttir lög-
fræðingur, gurry@hafnarfjordur.is
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru
karlar, jafnt sem konur, hvattir til að sækja um starfið.
Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Umsóknarfrestur er til 7. ágúst 2012
Upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs, netfang erna@landspitali.is , sími 543-1343 og 824-5360.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ráðning byggir m.a. á innsendum gögnum og viðtölum.
Helstu verkefni
» Stefnumótun og stjórnun starfsþróunardeildar , skipulag og framkvæmd verkefna
» Markviss mannaflastjórnun
» Áætlanagerð og upplýsingagjöf
» Greina þarfir, leita lausna, meta árangur og endurskoða starfsþróun innan spítalans
» Aðstoð, ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur spítalans varðandi starfsþróun
» Ráðgjöf og nefndarstörf samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra
Hæfniskröfur
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Haldgóð reynsla í verkefnisstjórnun, breytingastjórnun og umbótastarfi
» Færni í greiningu og meðferð tölulegra upplýsinga
» Leiðtogahæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi
» Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
» Frumkvæði, sveigjanleiki og geta til að starfa sjálfstætt
» Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Vilt þú vinna að mannauðsmálum?
Mannauðssvið Landspítala leitar að metnaðarfullum stjórnanda starfsþróunardeildar
Hlutverk mannauðssviðs er að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð á starfsþróun, stjórnendaþjálfun, kjaramálum, heilsu og vinnuvernd, öryggi starfsmanna, starfsemisupplýsingum mannauðs, mælingum á
starfsumhverfi og lögfræðiþjónustu Landspítala. Mannauðssvið starfar eftir gildum spítalans sem eru umhyggja, öryggi, framþróun og fagmennska og leggur áherslu á góða þjónustu við starfsmenn og stjórnendur
spítalans.
Deildarstjóri starfsþróunardeildar heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðssviðs og ber ábyrgð á stefnumótun, skipulagi og framkvæmd verkefna á sviði starfsþróunar. Ráðning í starfið er frá 1. september 2012
eða eftir samkomulagi. Leitað er eftir farsælum, kraftmiklum og metnaðarfullum stjórnanda.
Framtíðarstörf og afleysingar
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða fólk í störf á heimili
fatlaðs fólks í Hafnarfirði.
Bæði vantar í störf þroskaþjálfa eða starfsfólk með
sambærilega menntun.
Einnig vantar í störf ófaglærðra starfsmanna.
Í boði er vaktavinna í mismunandi starfshlutföllum.
Nánari upplýsingar er að finna á www.hafnarfjordur.is
undir laus störf.
Helstu verkefni:
• Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs.
• Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
Hæfniskröfur:
• Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
• Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Framtakssemi og samviskusemi .
• Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.
• Aldursskilyrði 20 ár.
Í boði er:
• Spennandi og lærdómsrík störf
• Fjölbreytt verkefni
Upplýsingar um störfin veitir: Bryngerður Bryngeirs-
dóttir netfang: binna@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2012. Umsóknum skal
skilað til viðkomandi forstöðumanns.
Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði