Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 41
KYNNING − AUGLÝSING Bílar21. JÚLÍ 2012 LAUGARDAGUR 5 Sigurður Helgason hjá Um-ferðarstofu segir að menn séu meðvitaðri um það nú en áður að ekki megi draga mjög stór tæki nema hafa til þess sérstök öku- réttindi og að bíllinn hafi til þess burði. „Það er mjög einfalt að verða sér úti um þá vitneskju. Í öllum skráningar skírteinum bifreiða kemur fram hversu þunga eftir- vagna þeir mega draga. Lögreglan fylgist með þessum farar tækjum og mér er sagt að yfirleitt hafi ökumenn tilskilin réttindi til að aka bílum með stórum eftirvögnum. Reyndar kemur fyrir að menn aki stórum bílum og hafi ekki þau réttindi sem reglur kveða á um. Þeir sem eru með venjulegt ökupróf mega ekki aka öllum bílum sem eru þó skil greindir sem fólksbílar. Stærstu jeppar geta farið yfir þá þyngd sem miðað er við eða 3,5 tonn.“ Sigurður segir að menn verði einnig að gæta að því að tengi- búnaðurinn sé í góðu lagi en það hafi lagast mikið á undanförum árum. „Eftirlit hefur verið hert með þessum hlutum.“ Próflausir á ferðinni Í Noregi hafa menn haft áhyggjur af því að ökumenn dragi of stór hjól- hýsi án þess að hafa til þess réttindi en einnig er víðtækt vandamál að menn aki próflausir. Á síðasta ári voru 13.500 manns, sem ekki gátu sýnt ökuskírteini, stöðvaðir og sektaðir. Þarlendir bílstjórar sem ekki hafa ökuréttindi eru sektaðir um 10 þúsund norskar krónur (210 þús. íslenskar) í fyrsta skipti sem þeir eru teknir. Ef sömu ökumenn eru teknir aftur hækkar sektin og í þriðja skiptið er refsingin fangelsis- dómur. Sigurður segir að þetta sé sömu- leiðis mikið vandamál hér á landi og allt of algengt. „Viðurlögin við því að aka réttindalaus eru 60 þúsund krónur við fyrsta brot, 100 þúsund við annað og síðan fangelsisvist. Oft eru þetta menn sem hafa verið sviptir ökuréttindum en lögreglan fylgist sérstaklega með þeim þannig að þeir taka mikla áhættu. Annað vandamál eru þeir sem gleyma að endurnýja öku skírteinið eða hreinlega gleyma að bera það á sér. Þeir sem skilja öku skírteinið eftir heima þurfa að borga 5.000 krónur í sekt.“ Meirapróf þarf til að draga stærstu hjólhýsin Á undanförnum árum hafa hjól- og tjaldhýsi verið að stækka mikið, sérstaklega í góðærinu þegar talað var um skuldahalana á vegum landsins. Flestir ökumenn átta sig á því að stundum þarf meirapróf til að aka með stóra tengivagna. Bensíneyðsla er eitthvað sem margir eru farnir að hugsa út í nú þegar verð á bensíni hefur hækkað. Það er margt sem að stjórnar bensín- eyðslunni fyrir utan stærð vélarinnar á bílnum. Aksturslag getur haft mikil áhrif á hversu miklu bíllinn eyðir. Ef við- komandi er að gefa mikið í á stuttum vegalengdum þá eyðist bensínið hraðar en þegar um langtíma utan- bæjarakstur er að ræða, þá eyðir bíllinn minna. Veðrið skiptir einnig máli. Á veturna eyða bílarnir oftast meira vegna hálku og snjókomu. Það er ekki alltaf hægt að treysta á bílaauglýsingar og hvað þær gefa upp sem eyðslu bílanna. Dekkin og regluleg skipting á olíu geta líka skipt máli, þess vegna er mikilvægt að halda bílnum við. Forðastu lausagang bílsins, ef bíllinn er stopp í meira en 30 sekúndur borgar sig að drepa á honum. Ef ekið er um á beinskiptum bíl þá getur breytt miklu að aka í hæsta mögulega gírnum og vera fljótur að skipta upp. Gott er að hugsa áður en farið er af stað: Hvert er ég að fara? Get ég fengið far með öðrum? Get ég sinnt öðru erindi í sömu ferðinni? Get ég hjólað þangað? Með þessum ágætis ráðum er hægt að minnka bensín- eyðsluna. Minnka má bensíneyðsluna bfo.is Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNU STA BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar reynsla – þekking – góð þjónusta Steinbauer gefur auka- kraft og sparar eldsneyti BÍLAVEISLA OG BÍLAKAKA Leiftur McQueen ætti að vera flestum vel kunnur úr teiknimyndinni Bílar eða Cars. Fyrir þá sem eiga börn sem heillast af þessum hraðskreiða fáki er hægt að fá ýmiss konar varning með kappanum. Blöðrur, bílar, dúkar, diskar og alls kyns veisluvarningur er tilvalinn í afmælisveisluna. Fyrir þá sem lagnir eru við bakstur er tilvalið að skella í eina Leiftur McQueen-köku fyrir afmælið. Á vefslóðinni www.mommur.is er að finna ítarlegar upplýsingar og upp- skrift að því hvernig baka skal eina slíka. Víst er að fyrir litla aðdáendur myndi þannig kaka slá rækilega í gegn. 3 FLEIRI TAKA AUKIN ÖKURÉTTINDI Nokkur aukning varð í fyrra á þeim sem tóku ökupróf fyrir stórar vörubifreiðar eða 9% miðað við árið þar á undan. Á stórar hópbifreiðar varð aukningin rúmlega 21% og á fólksbifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni rúmlega 17%. Þá var mikil aukning á þeim sem tóku ökuréttindi fyrir litlar vöru- bifreiðar og hópbifreiðar eða rúmlega 57%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.