Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 4
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR4 NÝ BÓK FRÁ HUGLEIKI FJÖLMIÐLAR Hafið hefur göngu sína tímaritið Iceland Review Street Edition sem gefið er út í samstarfi Jóns Kaldals, fyrrum ritstjóra Iceland Review, og útgáfufélagsins Heims. Upplag blaðsins, sem kemur út aðra hvora viku er um 25 þúsund eintök og er áhersla lögð á að kynna vaxandi fjölda ferðamanna land og þjóð. Í fyrsta tölu- blaðinu, sem tekið var að dreifa í gær, er meðal annars ítarleg umfjöllun um erlent eignarhald á bújörðum. Fjallað er um leigu Huangs Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum og tekin dæmi um aðra útlendinga sem hér eiga stórar jarðir. - óká / bþh Fyrsta tölublaðið komið út: Fjalla um jarðir í erlendri eigu ICELAND REVIEW STREET EDITION MENNING Katrín Jakobs dóttir mennta málaráðherra segist undrast orð Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Hann sagði í Fréttablaðinu á mið- vikudag að engin svör hefðu fengist frá ráðuneytinu varðandi málefni gamla héraðsskólans á Laugarvatni. Sögufrægt hús héraðs skólans er í eigu hins opinbera og stendur tómt en bæði Gullkistan og sveitar félagið vonast eftir því að fá afnot af því. „Það er ekki hægt að segja að það hafi engin viðbrögð fengist frá okkur því við höfum átt í heilmikl- um samskiptum, nú síðast í vor,“ segir Katrín. Hún segir enn fremur að þegar farið var í end- urbætur á hús- inu, sem reynd- ar var gert fyrir hennar ráð - herratíð, hafi það verið gert í samráði við sveitarstjórnarmenn enda hafi það staðið til að sveitar- stjórnin færi með hluta af starf- semi sinni þangað inn. „Síðan hefur ekki gengið að ná leigusamningum,“ segir Katrín. „Viðræðurnar hafa snúist um viss afsláttarkjör en það er ekki hægt að segja að málið sé pikkfast heldur þarf fólk bara að ræða saman og komast að einhverri niður stöðu.“ Sveitarfélagið falast einungis eftir hluta hússins og segist mennta- málaráðherra opinn fyrir við- ræðum um það hverjir nýti hinn hlutann. „Til dæmis Gullkistan ef það gæti farið saman,“ segir hún. Kostnaður við endur bæturnar á húsinu nam um það bil 270 milljónum króna. - jse Ríkið og Bláskógabyggð reyna að semja um héraðsskólann á Laugarvatni: Ná ekki saman um leiguna KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Ranghermt var í frétt Fréttablaðsins í gær að faðir Emils Ólafssonar hefði fengið hjartaáfall þegar hann fékk í raun hjartatruflanir. Þá þurfti hann ekki að bíða eftir skoðun á bráða- móttöku í tæpa sex tíma heldur fékk hann rafvendingu að þeim tíma liðnum. Loks greindist hann ekki með krabbamein í fyrra eins og kom fram í fréttinni. LEIÐRÉTT ÖRYGGISMÁL Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hafa misst meðvitund við störf sín vegna brennisteinsvetnis við holur á Þeistareykjum. Viku- blaðið Akureyri greinir frá þessu. Enginn hefur enn slasast eða hlotið varan legt heilsutjón vegna þessa. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna ÍSOR voru þeir beðnir um að tilkynna slys af þessu tagi til Vinnueftirlitsins. Til eru þó nokkur dæmi um að starfsmenn virkjana fái aðsvif við störf sín vegna loftefna mengunar. Vinnueftirlitið hefur skráð átta slys á síðustu sjö árum þar sem brennisteinsvetni er orsakavaldur eða það talið hafa komið við sögu. Þá er Vinnueftirlitinu kunnugt um tilvik þar sem brenni- steinsvetni er talið hafa valdið óþægindum þó það hafi ekki leitt til rannsóknar eða skýrslutöku. Eitt þessara slysa var banaslys þar sem tveir starfsmenn í Hellis- heiðarvirkjun létust árið 2008. Dánar orsök er talin hafa verið súrefnisskortur en brennisteins- vetni kann að hafa stuðlað að því. Víðir Kristinsson, hjá efna- og hollustuháttadeild Vinnueftir- litsins, segir að brennisteins- vetni leynist ekki aðeins í og við virkjanir. „Það hafa orðið slys við uppskipun á fiski vegna rotnunar og í landbúnaði.“ Brennisteinsvetni er mjög hættulegt, segir Víðir. „Það geta verið margar lofttegundir sem eyða súrefni. Brennisteinsvetni er sérlega hættulegt því ef það fer yfir ákveðin mörk deyfir það eða lamar lyktarskynið og öndun- arfæri geta lamast.“ Meðal starfsmanna í jarð- varmavirkjunum, við byggingu eða viðhald þeirra, gildir almennt sú regla að starfsmenn séu með mæla á sér sem pípa ef mengun- in fer yfir ákveðin mörk. Víðir segir þau mörk vera mjög lág til að vernda starfsfólkið. „Ef það verður eitthvað óhapp þá fá menn bara gusu yfir sig og hafa engan tíma til að forða sér. Þá er meng- unin langt yfir þeim mörkum sem mælarnir eru stilltir á.“ „Það fer svolítið eftir aðstæðum hversu strangar kröfur eru gerðar,“ segir Víðir og bendir á að mörk fyrir starfsfólk í iðnaði eru önnur en almenn umhverfismörk. „Þau eru miklu lægri. Þá er verið að reyna að koma í veg fyrir óþæg- indi almennings og verið að hlífa veiku fólki.“ birgirh@frettabladid.is Líður yfir starfsfólk vegna loftmengunar Starfsmenn virkjana hafa fallið í yfirlið vegna súrefnisskorts af völdum brenni- steinsvetnismengunar. Vinnueftirlitið hefur skráð átta slys á síðustu sjö árum, þar af eitt banaslys. Vitað er um fleiri atvik sem ekki hafa verið skráð. HELLISHEIÐARVIRKJUN Banaslys varð í Hellisheiðarvirkjun árið 2008 þar sem brenni- steinsvetni olli líklega eyðingu súrefnis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar lækkaði um 0,2 prósent á milli júní og júlí, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8 prósent, en vísitalan er 115,1 stig um miðjan júlí. Byggingar- vísitalan hefur hækkað um 3,9 prósent á síðustu tólf mánuðum. Launavísitalan er hins vegar nær óbreytt á milli mánaða, hækkaði um 0,04 prósent í júní frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,9 prósent. - kóp Launavísitala nær óbreytt: Byggingarvísi- talan lækkar ÓSÁTTIR SPÁNVERJAR Hundruð þúsunda héldu út á götur Spánar í fyrrakvöld. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að greiða Spánverjum 100 milljarða evra í fjárhagsaðstoð, eða um 1.520 milljarða króna, til að rétta við illa stadda banka. Hundruð þúsunda Spánverja héldu hins vegar út á götur í fyrrakvöld til að mótmæla niður- skurði á ríkisfjármálum, sem stjórnvöld eru að ráðast í þessa dagana. Christobal Montoro, fjármála- ráðherra Spánar, sagðist í gær reikna með að samdráttur verði áfram á Spáni fram á næsta ár og atvinnuleysi verði áfram hátt í 25 prósent. - gb ESB samþykkir aðstoð: Mótmæli gegn niðurskurði NOREGUR Þjófar sem vísað hefur verið úr landi í Noregi og þeir flutt heim til sín koma strax aftur. Dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, telur að þeir sem koma ólöglega til Noregs eftir að hafa verið vísað úr landi eigi að fá þyngri refsingu. Norska lög- reglan segir að refsingin eigi að vera það þung að hún hafi fælandi áhrif, að því er kemur fram á vef Aftenposten. Árið 2009 streymdu þjófar sem sérhæfðu sig í innbrotum í bústaði frá Austur-Evrópu til Óslóar. Fyrstu sex mánuði ársins voru skráð 918 innbrot. Þeim hefur fækkað verulega en sömu þjófarnir koma aftur og aftur. - ibs Vilja þyngri refsingar: Úthýstir þjófar koma til baka VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 28° 17° 20° 20° 20° 18° 18° 27° 19° 32° 27° 33° 19° 22° 23° 16°Á MORGUN 5-10 m/s Hvassara á Vestfjörðum. MÁNUDAGUR 10-15 m/s V-til, annars hægari. 13 13 12 15 13 10 13 12 11 14 6 9 7 8 3 4 8 4 5 7 14 6 15 11 16 16 13 11 8 8 14 14 VINDUR & VÆTA Í dag má búast við vaxandi vindi og vætu, fyrst S- og SV-til en úrkomu- svæðið ferðast norður á bóginn og í kvöld og nótt má búast við rigningu á öllu landinu. Á morgun verður vindur genginn að mestu niður en horfur á rigningu eða skúrum víða. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 20.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,9849 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,51 125,11 195,46 196,42 152,24 153,1 20,463 20,583 20,502 20,622 17,941 18,047 1,5846 1,5938 187,37 188,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Brennisteinsvetni er sérlega hættulegt því ef það fer yfir ákveðin mörk deyfir það eða lamar lyktar- skynið og öndunarfæri geta lamast. VÍÐIR KRISTINSSON STARFSMAÐUR VINNUEFTIRLITSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.