Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 56
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR32 sport@frettabladid.is JÁRNKARL Rúmlega eitt hundrað þátttakendur eru skráðir til leiks í Hálfum járnkarli, þríþrautar- keppni sem fram fer í Hafnar- firði á morgun. Syntir verða 1.900 metrar í Ásvallalaug, hjóluð 90 kílómetra leið eftir Krýsuvíkur- vegi og að lokum hlaupið hálft maraþon eða 21,1 kílómetri. Sigurvegarar verða krýndir Íslandsmeistarar í Hálfum járnkarli en keppt er í aldurs- flokkunum 18-39 ára og 40 ára og eldri bæði í karla- og kvenna- flokki. Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir eiga titla að verja í karla- og kvennaflokki. Kunni ekkert að synda „Ég stefni á að verja titilinn. Það verður ekkert bætingarveður enda spáð roki og rigningu. En saman- borið við í fyrra á ég að vera betri í öllum greinunum,“ segir Hákon Hrafn sem segir sína bestu grein vera hjólreiðarnar. „Ég var búinn að vera að hjóla í tíu ár áður en ég fór í þetta. Svo lærði ég almennilegt sund. Ég kunni ekkert almennilega að synda en hef verið á skipulegum sundæfingum hjá þjálfara í tvö ár,“ segir Hákon en hann óttast mest samkeppni frá Stefáni Guð- mundssyni, æfingafélaga sínum í sundinu. Stefán er sérstaklega góður hlaupari að sögn Hákons. „Seinni hlutinn af hlaupinu verður erfiður. Ef ekkert klikkar fram að því snýst þetta um að ná eins miklu forskoti og ég get á hjólinu og svo hlaupa þannig að Stefán nái mér ekki.“ Stefnir á Íslandsmet „Ég er orðin spennt fyrir þessu. Ég stefni á að vera töluvert fljótari en síðast. Ætli maður verði ekki bara að stefna á Íslandsmetið. Ég var stutt frá því síðast og á ágætis möguleika á að ná því núna ef allt gengur upp,“ segir Birna en Íslandsmetið sem sett var árið 2010 er í eigu Helgu Árnadóttur, 5:20:11 klukkustundir. Birna segist ekki velta sér mikið upp úr slæmri veðurspá. „Veðrið verður eins og það verður. Auðvitað vonast maður eftir góðum aðstæðum en spáin lítur ekki sérstaklega út. Það er bara hluti af þessu,“ segir Birna sem er fyrrum landsliðskona bæði í sundi og hlaupum. „Hjólið er það sem ég hef minnst fengist við og það nýjasta fyrir mér í þessu. Ég hef samt sem áður hjólað mikið í vetur og sumar svo ég á að vera nokkuð vel stödd í því líka.“ Keppnin hefst klukkan níu í fyrramálið en fyrstu keppendur ættu að skila sér í mark upp úr klukkan eitt. -ktd ÓLAFUR STEFÁNSSON og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Argentínu í fyrri æfingaleik þjóðanna í Kaplakrika í dag klukkan 16. Töluvert er um meiðsli í herbúðum íslenska liðsins en Aron Pálmarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson glíma við meiðsli. Argentína verður fyrsti mótherji Íslands á Ólympíuleikunum um næstu helgi. VIÐ FELLSMÚLA Sími: 585 2888 26.900 BÚTSÖG Pottþétt par! Þegar leiðir þeirra lágu saman í fyrsta skipti hér á Íslandi, fyrir einhverjum 60 árum síðan þá vakti það sömu hughrif hjá öllum. Coca Cola og Prince Polo voru sköpuð fyrir hvort annað. Ekkert mun koma upp á milli þeirra. Enn þann dag í dag eru þau uppáhalds snarl-tvenna Íslendinga. Dekraðu við þig, leyfðu þér að kynnast þessu einstaka pari. Coke og Prince – hleyptu ástinni inn fyrir varirnar og leyfðu henni að blómstra. Lið 11. umferðar Markvörður Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir Varnarmenn Grétar Atli Grétarsson Keflavík Atli Sveinn Þórarinsson Valur Aron Bjarki Jósepsson KR Kristinn Jónsson Breiðablik Miðjumenn Halldór Orri Björnsson Stjarnan Arnar Már Guðjónsson ÍA Rúnar Már Sigurjónsson Valur Sóknarmenn Gary Martin ÍA Ingimundur Níels Óskarsson Fylkir Christian Olsen ÍBV FÓTBOLTI Rúnar Már Sigurjónsson er besti leikmaður 11. umferðar Pepsi- deildar karla að mati Fréttablaðsins og Vísi. Sauðkrækingurinn skoraði tvö marka Vals í 3-1 sigri á FH og er kominn með fimm mörk í deildinni í vetur. Hann hefur aldrei skorað jafnmörg mörk á einu tímabili sem þó er aðeins hálfnað. „Ég tel mig hafa þroskast í þeirri stöðu þegar ég kemst í færi. Ég hef oft verið mjög góður í því en léleg- ur að klára þau. Svo ganga hlutirnir bara upp fyrir mann. Það er ekkert flóknara en það,” segir Rúnar Már og bætir við að frammistaða Hauks Páls Sigurðssonar í hlutverki varn- arsinnaðs miðjumanns gefi honum meira frelsi í sóknarleiknum. Rúnar tekur undir að tímabilið í ár sé hans besta. „Ég var ekkert alltof ánægður fyrstu tvö tímabilin hjá Val. Bæði var ég inn og út úr liðinu og að spila aðrar stöður. Alls ekki við aðra að sakast heldur var ég ekki sáttur við mína frammistöðu. Það gekk mjög vel í vetur eftir að ég kom úr erfið- um meiðslum og hefur gengið mjög vel í sumar,” segir Rúnar. -ktd Rúnar Már Sigurjónsson bestur í 11. umferðinni: Þroskast í færunum FÓR ILLA MEÐ FH-INGA Hólmar Örn Rúnarsson horfir á eftir Rúnari Má í leik Vals og FH í síðustu umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Synt, hjólað og hlaupið í Hafnarfirði á morgun: Járnkarlar og -konur MARKMIÐIÐ KLÁRT Birna lætur slæma veðurspá ekki trufla sig og stefnir á að bæta Íslandsmet kvenna í Hálfum járnkarli. MYND/EGILL INGI JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.