Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 23
BÍLAR LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Kynningarblað Ódýrasti bíllinn Meirapróf á hjólhýsi Minnkið bensíneyðsluna Öryggi barna Hraðskreiðir bílar Rétta loftið Akstursíþróttafélag Suður-nesja, sem annast keppn-ina, fagnar 30 ára af- mæli á þessu ári. Keppnin heitir Bílar og Hjól Torfæran í höfuðið á aðal bakhjarli hennar, Bílar og Hjól ehf. Í tilefni af afmælis ári Aksturs íþróttafélagsins ætlar það að gefa helming ágóðans til Umhyggju, sem er styrktar- félag langveikra barna. „Hug- myndin að gjöfinni er komin frá keppnisliði Hlunksins frá Sel- fossi en þeir eru búnir að ganga með hana í maganum í nokkur ár. Okkur þótti þetta frábær hug- mynd og langaði að gefa af okkur. Keppnin er kjörin leið til þess að láta gott af sér leiða,“ segir Henning Ólafsson, keppnisstjóri og formaður Akstursíþróttafélags Suður nesja. Endurvakning Jósepsdals Keppnissvæðið í Jósepsdal var mjög vinsælt upp úr 1990, en síðustu sex ár hefur það ekkert verið notað. „Okkur langaði að endurvekja svæðið og ræddum við verktaka sem eru með malar- námurnar þarna. Þeir veittu okkur aðgang að þeim svo tor- færusvæðið í Jósepsdal er komið aftur á kortið eftir nokkurra ára hlé.“ Vinsældir torfæru hafa dalað nokkuð undanfarin ár miðað við sem áður var og vonast Henning til að breyting verði þar á, sérstak- lega með keppninni í Jósepsdal. „Þetta er síðasta torfærukeppni sumarsins hér á Suðurlandi og því ekki seinna vænna fyrir íbúa Reykjavíkur og Suðurlands að drífa sig og bera tryllitækin augum. Ekki er langt að fara þar sem Jóseps dalur er rétt hjá Litlu kaffistofunni og tekur litlar 10 mínútur að keyra frá Reykjavík. Það er mjög gaman að fara með krakka á torfæru og horfa á þessi tryllitæki spæna upp brekkurnar. Og ekki skemmir fyrir að ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Tilvalið er að gera sér glaðan dag og stoppa á Litlu kaffistofunni í leiðinni og fá sér heitt kakó og smurbrauð.“ Æsispennandi keppni Keppnin er partur af Íslands- mótaröðinni í torfæru. Þátt- takendur eru 12 talsins; fjórir í götubílaflokki og átta í f lokki sérútbúinna bíla. „Þetta er æsi- spennandi keppni og mjög jafnt á með keppendum í mótaröðinni. Menn munu því leggja sig alla fram enda komnir til að vinna.“ Spurður um hvort að veður spáin setji ekki strik í reikninginn segir Henning að það hleypi bara meiri spennu í keppnina ef það er blautt. „Það er erfiðara fyrir bílana og ökumennina að komast í gegnum brautina ef hún er blaut. Áhorfendur sjá líka meira en í þurru þar sem ryk mekkirnir þyrlast upp og bílarnir hverfa hreinlega í ryki.“ Aðeins eru tvær keppnir eftir í sumar, fyrir utan þá sem haldin er í Jósepsdal. Þær eru báðar haldnar á Akureyri. Þangað munu mæta aðilar frá Norður- löndum með öfluga torfærubíla, og er keppnin liður í Norður- landamóti í torfæru. Tryllitæki í Jósepsdal á ný Henning Ólafsson er keppnisstjóri torfærukeppni sem haldin er í dag í Jósepsdal klukkan 13. Keppnissvæðið var vinsælt upp úr 1990 en hefur ekki verið notað síðastliðin sex ár. Helmingur ágóða keppninnar rennur til styrktar Umhyggju. Trúðurinn upp á sitt besta. Valdimar Sveinsson keppir í sinni fyrstu torfæru um helgina á bílnum Trúðnum. Trúðurinn á sér langa sögu í torfærunni og vann fyrri eigandi hans, Gunnar Gunnarsson, nokkra Íslandsmeistaratitla á honum. MYND/STEFÁN Spennandi aksturstæki keppa. Henning Ólafsson hjá bílnum Kalda í eigu Stefáns Bjarghéðinssonar, núverandi Íslandsmeistara í götubílaflokki. MYND/STEFÁN Við ætlum að gefa helming ágóðans til Umhyggju, sem er styrktarfélag langveikra barna. Sérfræðingar í bílum Reykjanesbæ Reykjavík Við b jóðu m vaxta laus lán fr á Vis a og M aster card í allt að 12 m ánuð i Bíllinn er aldrei öruggari en dekkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.