Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 48
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS JÓNSSONAR frá Patreksfirði. Dröfn Árnadóttir Árni Freyr Einarsson Þorbjörg Sólbjartsdóttir Elín Kristín Einarsdóttir Haraldur Haraldsson Atli Már Einarsson Margrét Magnúsdóttir og barnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SVEINFRÍÐAR H. SVEINSDÓTTUR Sveinn Ingvarsson Katrín Andrésdóttir Magnús Gunnarsson Steinunn Ingvarsdóttir Ólafur Hjaltason Erna Ingvarsdóttir Þorsteinn Hjartarson og fjölskyldur. Árnað heilla 80 ára afmæli Kristín Jónsdóttir Smáratúni 21 í Keflavík, verður áttræð þann 22. júlí næstkomandi. Í tilefni af afmælinu tekur hún á móti gestum í húsi Björgunarsveitarinnar Suðurnes að Holtsgötu 51 í Njarðvík á milli kl. 16 og 20. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en söfnun verður fyrir ABC barnahjálp á staðnum. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Seyðisfirði, áður til heimilis að Smáraflöt 16 í Garðabæ. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Starfsfólki og hjúkrunarfólki á Sólvangi í Hafnarfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun hennar þar síðustu ár. Guð veri með ykkur öllum. Ásdís Bernburg Herdís Rut Hallgrímsdóttir Grétar Guðmundsson Hallgrímur S. Hallgrímsson Helga S. L. Bachmann Óli Svavar Hallgrímsson Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs bróður, föður, mágs og frænda, VILHELMS ARNAR OTTESEN Efstahjalla 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Guð veri með ykkur öllum. Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Elín Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Jón Ívar Vilhelmsson Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini. Ævintýri fyrri tíma eru innblástur sýningar Margrétar Magnús dóttur sem opnar á morgun í gullsmiðju og listhúsi Ófeigs. „Ég vann þessar myndir úr gömlum vax litum barnanna minna. Ég átti fullan kassa af gömlum litum og nýtti þá til að vinna þess- ar myndir, bræddi þá og gerði ævin- týri úr æsku barnanna minna,“ segir Margrét. Listhúsið sem er til húsa við Skólavörðustíg 5 fagnar 20 ára afmæli á morgun en svo skemmtilega vill til að Margrét var fyrsti listamaðurinn sem sýndi í galleríinu. Margrét á að baki langan feril í myndlist. „Ég hef unnið í myndlist frá því ég var 16 ára gömul. Ég lauk stúdents prófi frá listnámsbraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Fór svo í Myndlistar- og handíðarskólann sem þá var og hét og lauk þaðan prófi 1987. Svo flutti ég til Berlínar og var þar í Hochschule der Kunste.“ Margrét bjó í Berlín til ársins 1993. „Ég upplifði sögulega tíma í Berlín, bjó þar þegar múrinn féll og eignaðist raun- ar eldri son minn þegar Ceausescu var steypt af stóli, þann 22. desember 1989.“ Margrét bjó alls sautján ár í Þýska- landi, þar af hluta tímans í Bæjara- landi þar sem hún rak gallerí. „Ég hef ferðast víða og búið bæði í Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Ég á fjögur börn og hef sinnt móðurhlutverkinu vel og hef kannski ekki getað sinnt listinni eins og ég hef viljað. En nú er komið að því. Á sýningunni sýni ég ævintýramyndir sem minna á mynd- skreytingar bóka úr æsku minni, þarna má sjá bæði fugla, hafmeyjur og engla,“ segir Margrét að lokum. sigridur@frettabladid.is LISTHÚS ÓFEIGS 20 ÁRA: MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR SÝNIR ÆVINTÝRAMYNDIR VANN VERK MEÐ VAXLITUM BÖRNUM SÍNUM TIL HEIÐURS ÆVINTÝRAMYNDIR Margrét Magnúsdóttir var fyrst til að sýna í Listhúsi Ófeigs og sýnir á 20 ára afmæli gallerísins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Light Nights, sýning Kristínar G. Magnús, hefur verið fastur liður í menningarlífi landans að sumarlagi í rúm 40 ár. Undanfarin ár hefur hún sýnt í Iðnó en í ár verður sýningin sett upp heima í stofu að Baldursgötu 37. „Ég hef sett upp heila leikmynd hér heima hjá mér og ég fékk hingað smiði, ljósameistara, hljóðmeistara, saumakonu og aðstoðarfólk. Við stóðum á haus við undirbúning en það small allt saman að lokum,“ segir Kristín en sýningin var frumsýnd á dögunum. „Light Nights byggist upp eins og kvöldvakan gerði í hundruð ára. Ég fjalla um upphaf landnáms Íslands, leikles þjóðsögur og bý til leikatriði úr mörgum þeirra,“ segir Kristín sem sér ein um flutning verksins. „En það er reyndar aldrei að vita nema djákninn á Myrká skjóti upp kollinum, hann hefur flækst í kringum mig lengi.“ Sýningin tekur klukkustund í flutningi og er sýnd á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöldum. Hún er flutt á ensku, nema að kveðnar eru rímur á íslensku. Meirihluti gesta eru erlendir ferða- menn en Kristín segir að þeir Íslendingar sem komi skemmti sér afar vel. Light Nights heim í stofu KRISTÍN G. MAGNÚS Heil leikmynd hefur verið sett upp heima hjá Kristínu fyrir sýningu hennar, Light Nights. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ERNEST HEMINGWAY rithöfundur (1899-1961) fæddist þennan dag „Það er hægt að granda manni, en ekki sigra hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.