Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 50
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR26 krakkar@frettabladid.is 26 Hvað heitir þú fullu nafni? Aþena Mist Kjartansdóttir. Hvað ertu gömul? Sjö ára. Ertu mikill lestrarhestur? Já, smá. Hvenær lærðir þú að lesa? Fimm ára. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Þær geta verið svo spennandi. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Múmínsnáðinn á afmæli. Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Ævintýra- bækur. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Hún heitir Má ég vera memm? og er um hana Fjólu sem var lögð í einelti og sem betur fer fór allt vel að lokum. Í hvaða hverfi býrð þú? Bústaðahverfi. Í hvaða skóla gengur þú? Breiðagerðisskóla. Hvaða námsgrein er skemmtilegust? Stærðfræði, myndmennt, textíll og smíði. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Sund, að hjóla, fimleikar, djassballett, skautar og að leika með vinum mínum. Aþena Mist Kjartansdóttir Hvað ertu gömul og í hvaða skóla ertu? Ég er 12 ára og er að fara að byrja í Réttarholts- skóla í haust. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og hjá hvaða liði? Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 6 ára hjá Víkingi. Hvers vegna byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fót- bolta vegna þess að mig langaði að æfa fótbolta og nokkrar vin- konur mínar æfðu fótbolta svo mig langaði bara að prófa. Hvaða stöðu spilar þú og í hvaða f lokki ertu? Ég spila bæði stöðu bakvarðar og kant- manns og ég er í 4. flokki. Hver er uppáhaldsæfingin þín í fótbolta? Uppáhaldsæf- ingin mín í fótbolta er halda boltanum á lofti. Eru margar vinkonur þínar að æfa fótbolta? Já, mjög margar vinkonur mínar æfa fótbolta. Hver er uppáhaldsleikmaður þinn í fótbolta? Uppáhaldsfót- boltamaðurinn minn er Lionel Messi og uppáhaldsfótbolta- konan mín er Margrét Lára Viðarsdóttir. Ferðu oft á völlinn? Já, ég fer stundum á völlinn í Víkinni og svo fer ég líka stundum á lands- leiki. Ég hef farið á leiki í ensku deildinni og er að fara á úrslita- leikinn í fótbolta á Ólympíu- leikunum í London og hlakka mikið til. Áttu þér ef t irlæt islið í enska boltanum eða í öðrum erlendum deildum? Já, ég held með Liverpool í enska boltanum og Barcelona í spænsku deildinni. Hvað er skemmtilegasta fót- boltamót sem þú hefur tekið þátt í? Það er örugglega Pæju- mótið á Siglufirði. Ég tók oft þátt í Pæjumótinu og mér fannst það alltaf jafn skemmti- legt. Hver er besti árangur sem þinn flokkur hefur náð? Besti árangur sem flokkurinn minn hefur náð er Íslandsmeistaratitillinn :) Áttu þér önnur áhugamál en fótbolta? Mér finnst gaman að lesa og mig langar að æfa parkour. Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? Ég ætla að fara í sumar- bústað, fara til Englands og að sjálfsögðu æfa fótbolta og spila fótboltaleiki. ÆTLAR Á ÚRSLITALEIKINN Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Alda Lín Auðunsdóttir hefur æft fótbolta hjá Víkingi síðan hún var sex ára en þar spilar hún stöðu bakvarðar og kantmanns. Hún heldur með Liverpool í enska boltanum, Barcelona í þeim spænska, en hefur fyrir utan fótbolta dálæti á lestri. ÆFING Í UPPÁHALDI Alda Lín Auðunsdóttir æfir fótbolta með Víkingi. Uppáhaldsæfingin hennar í fótbolta er að halda boltanum á lofti og hún átti í engum vandræðum með sýna ljósmyndara Fréttablaðsins hvernig bera ætti sig að við það. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LJÓS Í MYRKRI Nú þegar farið er að skyggja á kvöldin er bráðnauðsynlegt að muna eftir vasaljósi í útileguna. Fyrir fjölskylduna er gott að taka lukt með í för en vasaljós eru tilvalin í farteski krakka sem vilja vaka fram eftir í tjaldinu, lesa, leika og segja sögur. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Kennarinn: „Hvað er stormur, Pétur?“ Pétur: „Það er loft sem er að flýta sér.“ Kennari: „Af hverju lærir þú ekki neitt, Svenni minn?“ Svenni: „Af því að ég er alltaf að hlusta á þig.“ Gesturinn: „Mér líst vel á húsið þitt en garðurinn er svolítið eyðilegur.“ Húsbóndinn: „Já, trén eru enn svo ung. Ég vona að þau verði orðin stór þegar þú kemur næst.“ „Ég var duglegastur í skólanum í dag, mamma,“ sagði Dóri litli hróðugur þegar hann kom heim. „Nú, hvernig fórstu að því?“ svaraði móðir hans glöð. „Kennarinn spurði hvað strúturinn hefði marga fætur og ég sagði þrír.“ „En það er vitleysa, góði minn.“ „Já, en hinir krakkarnir sögðu fjórir og það var enn vitlausara.“ Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.