Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 21. júlí 2012 17
Kynntu þér framtíðina í orkuvinnslu á Íslandi á gagnvirkri sýningu
í Búrfellsstöð í sumar.
gestir.landsvirkjun.is
Fljótsdalsstöð - Gestastofa
Opið kl. 10-17, júní-ágúst.
Búrfell - Gagnvirk orkusýning
Opið kl. 10-18, júní-ágúst.
Kröflustöð - Gestastofa
Opið kl. 10-16, júní-ágúst.
Við virkjum þyngdarafl ið
Landsvirkjun býður gesti velkomna í þrjár aflstöðvar í sumar:
Ungliðar í norska verkamannaflokknum minnast þess á morgun að eitt ár
er liðið því að Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Útey og í Ósló.
● Athöfnin hefst klukkan ellefu að norskum tíma. Jens Stoltenberg, for-
maður norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra, flytur ræðu
ásamt Helle Thorning Smidt og Eskil Pedersen sem er formaður ungliða-
hreyfingar norska Verkamannaflokksins.
● Meðal viðstaddra í Útey á morgun
verður Guðrún Jóna Jónsdóttir, for-
maður Ungra jafnaðarmanna. Hún
flaug utan í gær og sagði í samtali
við Vísi að undirbúningur minn-
ingarathafnarinnar setti mikinn svip
á norskt þjóðlíf. „[F]ólk gerir sér
fulla grein fyrir því hvaða helgi er
og hvað er að fara í gang. Krakk-
arnir sem ég er að hitta eru á fullu
í undirbúningi andlega og að koma
saman viðburðinum.“
● Ungir jafnaðarmenn standa fyrir
minningarathöfn á sunnudagskvöld
klukkan hálfníu við Norræna húsið í
Reykjavík.
● Jens Stoltenberg forsætisráðherra
flutti eftirminnilega ræðu í kjölfar
harmleiksins í fyrra, þar sem hann
sagði meðal annars. „Ef einn maður
getur alið með sér svo mikið hatur,
hugsið ykkur þá hversu mikinn kær-
leik við getum sýnt öll saman.“
MINNAST LÁTINNA Í ÚTEY OG ÓSLÓ
JENS STOLTENBERG Forsætisráðherra
Noregs við minningarathöfn í fyrra.
SAMSTAÐA Að minnsta kosti 150 þúsund manns gengu um götur Óslóar og
minntust fórnarlambanna í Útey nokkrum dögum eftir ódæðið.