Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 18
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR18 Þú hringir heldur seint. Ég var að enda við að bóka ferð í sólina. En það verður hægt að nýta þessa miða líka,“ segir Þórir Tryggva- son glaðlega þegar hann fréttir að hann hafi hlotið flugmiða fyrir tvo til Evrópu með mynd sinni af fagnandi fótboltastrákum. Þórir er málari og áhugaljós- myndari á Akureyri. Sigurmynd- ina tók hann á Nikulásarmóti VÍS í Ólafsfirði um síðustu helgi, móti sem Knattspyrnufélag Fjalla- byggðar heldur árlega fyrir 6. og 7. flokka beggja kynja. „Þetta var sterkt augnablik þarna á milli fjallanna og gleðistund í lífi þess- ara stráka. Þeir eru í 6. flokki HK sem vann tvöfalt þetta árið, bæði bikarmeistarakeppnina og mótið að loknum riðlakeppnum,“ segir hann um drengina á myndinni. Stokkið, hlaupið og sparkað Íþróttir voru þema annars hluta sumarmyndakeppni Fréttablaðsins. Líflegar myndir bárust af iðkendum ólíkra greina íþrótta og sú list að smella af á hárréttu andartaki virðist á valdi margra. Þórir Ó. Tryggvason málari á Akureyri bar sigur úr býtum með myndinni sem prýðir forsíðu þessa blaðs. Hann fær að launum farmiða fyrir tvo með flugfélaginu Wow Air til Evrópu. DÓMARINN RÆÐUR Stefanía Ásta Gísladóttir fylgdist með Símamótinu í fótbolta og tók þessa mynd af 7. flokki stúlkna úr Breiðabliki og Stjörnunni. 4. - 5. SÆTI 4. - 5. SÆTI 3. SÆTI STOKKIÐ TIL SIGURS Hjörtur Stefánsson verkfræðingur náði mynd af Fjólu Signýju Hannesdóttur, Íslandsmeistara í hástökki, á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll um síðustu helgi. Verðlaun fyrir 1. sætið eru farseðlar fyrir tvo til Evrópu með flugfélaginu Wow Air. Þeir sem fengu 2. og 3. verðlaun hljóta gjafakort með leikhúsmiðum fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Dómnefndina skipuðu Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Frétta- blaðsins, Ólafur Stephensen ritstjóri og Sigríður Tómasdóttir ritstjórnarfulltrúi. Næsta þema: náttúran ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is Sterkt augnablik á milli fjalla 2. SÆTI ÓLÍKT HAFST AÐ Hrund Þórsdóttir ritstjóri tók þessa mynd í Húsadal í Þórsmörk 14. júlí af hlaupara að koma í mark eftir þá þolraun að þreyta Laugavegsmaraþonið sem er 55 kílómetra langt og liggur um fjöll og firnindi. Móttökunefndin var ekki alveg viðbúin. ÓVENJULEGT STRANDBLAK Heiða Kristín Másdóttir, starfs- maður í Nauthólsvík, smellti mynd af hópi frá Kettlebells Iceland í hörkuleik á ylströndinni með þungan bolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.