Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 10
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR10
V
incent Tchenguiz
er nafn sem Íslend-
ingar eru farnir að
þekkja vel. Fæstir
gera sér hins vegar
grein fyrir af hverju
það er. Ekki má rugla Vincent
saman við Robert, bróður hans,
sem var stærsti einstaki skuldari
Kaupþings-samstæðunnar þegar
bankinn féll og umsvifamikill fjár-
festir í íslensku viðskiptalífi. Félög
sem Vincent stýrir voru líka við-
skiptavinir Kaupþings en einu við-
skipti þeirra við móðurbankann, og
í raun umsvif á Íslandi, voru 100
milljóna punda lán sem hann fékk
í mars 2008. Sú lánveiting hefur
dregið gríðarlegan dilk á eftir sér
fyrir Vincent Tchenguiz.
Klukkan rúmlega sex að morgni
9. mars 2011 vaknaði hann við að
nokkrir lögreglumenn voru í svefn-
herbergi hans. Vincent var tilkynnt
að hann yrði færður til yfirheyrslu
en fékk að fara í sturtu og klæða
sig áður en hann var færður á lög-
reglustöð í London. Fyrir utan skrif-
stofur hans, þar sem húsleit stóð
yfir á sama tíma, voru ljósmynd-
arar frá breskum fjölmiðlum. Þeir
höfðu fengið veður af því að hand-
tökurnar væru í bígerð. Á lögreglu-
stöðinni var Vincent tilkynnt að
ástæða þess að hann væri til rann-
sóknar hjá bresku efnahagsbrota-
deildinni, Serious Fraud Office
(SFO), væri tengsl hans við íslenska
bankann Kaupþing.
Þann 18. júní 2012, rúmu ári eftir
handtöku Vincents, tilkynnti SFO að
stofnunin hefði hætt rannsókn sinni
á honum. Áður hafði hann verið beð-
inn afsökunar á málatilbúnaðinum
og dómari hafði sagt SFO hafa sýnt
algjöra vanrækslu við framkvæmd
hans. Vincent telur aðdraganda og
ástæður þess að hann var tekinn
til rannsóknar, með margháttuðum
afleiðingum fyrir viðskiptaveldi
hans, tengjast samskiptum sínum
við íslenska aðila, þá sem eru að
gera upp þrotabú Kaupþings.
Vogunarsjóðir, ekki bankar
„Samband mitt við Kaupþing á
Íslandi hófst í mars 2008 þegar ég
fékk lán hjá þeim. Það var kallað
Pennyrock-lánið og var upp á
100 milljón pund,“ segir Vincent
Tchenguiz. Um þetta lán, sem er
um 20 milljarðar króna á gengi
dagsins í dag, segir í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis að það hafi
verið veitt „gegn öðrum veðrétti
í leigugreiðslum af fasteignum í
hans eigu. Fyrsti veðréttur kemur
inn sem nýjar tryggingar fyrir RT
[Robert Tchenguiz, bróður Vin-
cents]“. Auk þessa láns voru félög
innan Tchenguiz Family Trust, sem
hann stýrir, með lán hjá dóttur-
banka Kaupþings í Bretlandi, Kaup-
thing Singer&Friedlander (KFS).
Að mati Tchenguiz átti hann
í mjög faglegu sambandi við
bankann. „Ég hafði verið í við-
skiptum við Kaupþing í London,
við Ármann Þorvaldsson [fyrrum
forstjóra KFS]. Samband mitt við
■ ÁTTI EKKI AÐRA HAGSMUNI Á ÍSLANDI EN ÞÁ SEM TENGDUST KAUPÞINGI
Búið að sóa þremur og hálfu ári
Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á Vincent Tchenguiz vegna tengsla hans við Kaupþing var hætt í júní. Í ítarlegu við-
tali við Þórð Snæ Júlíusson fer hann yfir málið, samskipti sín við íslenska banka og sýn sína á slitastjórn og skilanefnd Kaupþings.
ÍSLENSKU BANKARNIR Ég held að þeir [íslensku bankarnir] hafi orðið að vogunarsjóðum á einhverjum tímapunkti. Þeir voru álitnir vera bankar en einungis lítið brot af
starfsemi þeirra var hefðbundin bankastarfsemi.“ MYND/ LUCIENNE SENCIER
Tchenguiz segist ekki hafa átt aðra hagsmuni eða eignir á
Íslandi en það sem snýr að Kaup-
þingi og er rakið hér að framan.
Hann telur íslensk stjórnvöld hafa
brugðist að mörgu leyti rétt við
í hruninu. „Þau gerðu sér strax
grein fyrir því að bankarnir
væru tapaðir og reyndu ekki að
halda þeim lifandi. Þegar þeir
féllu þá var það vegna alþjóðlegra
aðstæðna, en eftir á að hyggja
virðist ljóst að bankarnir gengu
of langt á einhverjum tímapunkti.
Það hefur mikið verið talað
um tap vegna til dæmis Icesave.
Það eru ekki íslenskir aðilar sem
tapa mest vegna Icesave-mistaka
Landsbankans, heldur alþjóð legir
Alþjóðlegir kröfuhafar töpuðu mestu
Í september 2011 var greint frá því að Vincent Tchenguiz hefði
náð samkomulagi við skilanefnd
og slitastjórn Kaupþings um að
falla frá öllum kröfum sínum á
hendur þrotabúinu. Við það féllu
einkamálin sem hann rak gegn
bankanum í Bretlandi og Íslandi
niður.
Aðspurður hvort hann telji
samkomulagið tengjast með ein-
hverjum hætti rannsókn SFO
segist hann ekki mega tala um
það. Í raun kemur í ljós, þegar
blaðamaður spyr hann frekar
út í samkomulagið, að hann má
ekki segja neitt um innihald
þess. Hann má ekki segja hversu
mikið hann telur Kaupþing hafa
Má ekki tala um samkomulag við Kaupþing
hann, og síðar íslenska bankann,
var mjög fagmannlegt, að mínu
mati. Þeir voru mjög strangir varð-
andi tryggingar, framkvæmdu
áreiðanleikakannanir og unnu vel í
þessu eina láni sem ég tók hjá þeim.
En þeir, stjórnendur Kaupþings,
voru líka ágengir og áhættu sæknir
í útlánum sem þeir veittu. Flestir
alþjóðlegir bankar drógu mjög úr
lánveitingum eftir að lausafjár-
kreppan hófst sumarið 2007. Kaup-
þing hélt hins vegar áfram að lána.
En við verðum að spyrja okkur
að því hvort þessir íslensku bankar
hafi raunverulega verið bankar.
Efnahagsreikningur þeirra var allt
í einu orðinn 50 milljarðar dala,
nánast allt var fjármagnað á mark-
aði, og eiginfjárhlutfallið kannski
tíu prósent. Voru þetta þá bankar
eða vogunarsjóðir? Ég held að þeir
hafi orðið að vogunarsjóðum á ein-
hverjum tímapunkti. Þeir voru
álitnir vera bankar en einungis lítið
brot af starfsemi þeirra var hefð-
bundin bankastarfsemi.“
Erfiðara á Íslandi
Veðin sem veitt voru fyrir láninu til
Tchenguiz byggðu á öðrum veðrétti
á greiðsluflæði leigugreiðslna til
150 ára. Fyrsta veðrétt áttu stærstu
lánveitendur hans vegna lána upp á
um 1,5 milljarða punda, eða tæplega
300 milljarða króna á gengi dags-
ins í dag. Á meðal þeirra eru banka-
risar á borð við Bank of America/
Merrill Lynch, HBoS, Royal Bank
of Scotland og fleiri.
Tchenguiz segir allt hafa gengið
snurðulaust fyrir sig vegna þessa
þangað til að Kaupþing féll í október
2008. „Við höfðum verið með önnur
lán í KFS upp á rúmlega 100 millj-
ón pund og eftir um það bil þriggja
ára samvinnu við skiptastjóra þess
banka hefur okkur tekist að tryggja
mjög góðar endurheimtur á því láni.
En á Íslandi var þetta erfiðara
alveg frá byrjun. Við vorum allt-
af að segja við skilanefnd og slita-
stjórn Kaupþings að við yrðum að
finna leið til að vinna saman til að
hámarka endurheimtur. En sam-
skiptin voru ekki góð og þessu
fólki lá á. Það vildi fá endurgreitt
mjög hratt. Tryggingarnar sem
við höfðum lagt fram fyrir endur-
greiðslu á láninu miðuðu hins vegar
við langtíma endurgreiðsluferil.
Þannig var viðskiptamódelið. Það
sem við vildum var að endurfjár-
magna lánin á nokkurra ára fresti
samhliða því að greiðsluflæðið
hækkaði vegna hærri leigutekna.
Þá væri hægt að fá meira lánað út á
greiðsluflæðið og það fé yrði síðan
nýtanlegt til að greiða niður önnur
lán, eins og þetta Kaupþingslán.“
Robert smitaði
Líkt og áður sagði var Robert,
bróðir Vincents, stærsti einstaki
lántakandi Kaupþings-samstæð-
unnar. Eftir bankahrunið hafa
verið uppi miklar deilur milli hans
og þrotabús Kaupþings vegna upp-
gjörs á afar flóknum lánasamn-
ingum, veðkalla og dómsmála. Eitt
þeirra mála snerist um afdrif sölu-
andvirðis hlutar í bresku verslana-
keðjunni Somerfield.
Vincent Tchenguiz telur að þær
deilur hafi smitast yfir á þær við-
ræður sem hann stóð í við Kaup-
þing. Hann segir þetta raunar hafa
haft gríðarleg áhrif. „Af þremur
eignasöfnum okkar sem voru til
tryggingar Pennyrock-láninu, var
eitt farið til lánveitenda. Það eyði-
lagði viðskiptamódelið sem átti að
endurgreiða þessi lán. Við skildum
ekki af hverju þeir gerðu þetta
og vorum í miklu uppnámi gagn-
vart Kaupþingi. Svo miklu að við
höfðuðum mál gegn þeim fyrir
íslenskum dómstólum og kröfðum
þá um endurgreiðslu á eiginfjár-
virði samstæðunnar okkar, um 1,5
milljörðum punda [um 300 milljörð-
um króna].“
„Við höfðuðum síðan sambæri-
legt mál í Bretlandi í apríl 2010 til
að athuga hvort lögsagan gæti legið
þar. Við töldum líkur á að með-
höndlun dómstóla yrði ekki jafn til-
finningaþrungin í Bretlandi og hún
gæti mögulega orðið á Íslandi.“
Í kjölfarið var tekist hart á um
hvar lögsaga málsins lægi. Ljóst var
að Kaupþing vildi reka málið fyrir
íslenskum dómstólum en Tchengu-
iz-bræðurnir litu svo á að þeir ættu
betri möguleika á skaðabótum fyrir
breskum dómstólum. Vincent segir
að dregið hafi til tíðinda í deilunni
snemma á síðasta ári. „Í febrúar
2011 gaf breskur dómari í skyn að
lögsagan ætti að vera í Bretlandi. Í
mars 2011 var ég síðan handtekinn.“
Vildi vera Gaddafi
Í aðgerðum SFO voru fram-
kvæmdar húsleitir á tólf stöðum í
London og á Íslandi og níu einstak-
FRAMHALD Á SÍÐU 12
kröfuhafar. Þegar allar innláns-
kröfur bankans, þar með taldir
Icesave-reikningarnir, voru
gerðar að forgangskröfum þá
varð ljóst að innlánseigendur
myndu fá nánast allt sem endur-
heimtist. Aðrir kröfuhafar, að
mestu alþjóðlegir bankar, voru
þurrkaðir út.“
kostað sig og hann má ekki segja
hvað samkomulagið fól í sér fyrir
Kaupþing. „Við megum ekki tala
um það. Við sömdum þannig.“
Tchenguiz fylgist vel með end-
urskipulagningu Kaupþings, en
líkt og Fréttablaðið hefur greint
frá stendur til að setja Kaupþing í
nauðasamningaferli á allra næstu
mánuðum. Vincent segir erfitt
fyrir sig að svara því hvernig til
hafi tekist. „Augljóslega hefur
ekki farið vel á með mér og þeim
sem stýra þessu. En frá sjónar-
hóli kröfuhafa þá set ég spurn-
ingarmerki við það hvort þeir hafi
gert rétt gagnvart mér á sínum
tíma. Þeir hefðu getað fengið betri
endur heimtur eftir öðrum leiðum.
Það skapast ákveðnir hags-
munaárekstrar þegar lögfræð-
ingar og endurskoðendur sem
skipaðir eru í skilanefndir eru að
stjórna banka. Þeir eru ekki eins
og skiptastjórar heldur eru að
taka sér ákveðin gjöld. Það getur
skapað erfiðleika.“