Fréttablaðið - 10.08.2012, Page 48

Fréttablaðið - 10.08.2012, Page 48
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR32 sport@frettabladid.is ÍSLENSKU LANDSLIÐSKONURNAR Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á skotskónum í 6-0 stórsigri Avaldsnes á Grand Bodö í norsku b-deildinni í gær. Hólmfríður skoraði þrennu og Kristín Ýr var með tvö mörk. Hólmfríður hefur skorað 13 mörk og Kristín Ýr er með 12 mörk í deildinni en þær hafa skorað 25 af 35 deildarmörkum Avaldsnes-liðsins í 11 leikjum í sumar. Björk Björnsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru einnig í byrjunarliðinu í þessum leik. Avaldsnes er á góðri leið upp í úrvalsdeildina. Pepsi-deild kvenna Stjarnan - Valur 2-3 0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir (49.), 1-1 Ásgerður S. Baldursdóttir (54.), 1-2 Johanna Rasmussen (60.), 2-2 Edda María Birgisdóttir (73.), 2-3 Elín Metta Jensen (90.+1). Þór/KA - FH 6-0 1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (17.), 2-0 Lára Einarsdóttir (19.), 3-0 Sandra María Jessen (31.), 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (54.), 5-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (75.), 6-0 Sandra María Jessen (82.) Selfoss - Breiðablik 3-3 1-0 Anna María Friðgeirsdóttir (10.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (19.), 1-2 Rakel Hönnudóttir (23.), 2-2 Valorie O’Brien (40.), 2-3 Petrea Björt Sævarsdóttir (75.), 3-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (81.). KR - Fylkir 3-2 1-0 Monika Siskovic (20.), 2-0 Anna Garðarsdóttir (44.), 2-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir (55.), 2-2 Anna Björg Björnsdóttir (66.), 3-2 Anna Garðarsd. (69.) STAÐAN Í DEILDINNI Þór/KA 13 10 2 1 38-13 32 Stjarnan 13 8 2 3 35-17 26 Breiðablik 13 7 3 3 33-15 24 Valur 13 7 2 4 32-18 23 ÍBV 12 7 1 4 28-18 22 FH 13 4 2 7 19-32 14 Selfoss 13 3 3 7 24-54 12 Fylkir 13 3 2 8 16-28 11 Afturelding 12 3 2 7 11-26 11 KR 13 1 3 9 13-28 6 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Valur sigraði Íslands- meistara Stjörnunnar á útivelli í gær 3-2. Þar með er Stjarnan sex stigum á eftir toppliði Þór/KA þegar fimm umferðir eru eftir og verður nú erfitt fyrir Stjörnuna að verja Íslandsmeistaratitil sinn. Fyrri hálfleikur var mjög bragð- daufur og fátt um fína drætti. Fá færi litu dagsins ljós og var markalaust í hálfleik. Allt annað var uppi á tengingn- um í seinni hálfleik sem var bráð- fjörugur og fimm mörk skoruð auk þess sem bæði lið fengu fín færi sem fóru forgörðum. Valur komst þrisvar yfir í leikn- um. Stjarnan jafnaði í tvígang en ekki gafst tími til að jafna eftir að ungstirnið Elín Metta Jensen skor- aði á 91. mínútu leiksins. „Þetta var ótrúlega mikill vinnu- sigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með,“ sagði Rakel Logadóttir, miðjumað- ur Vals, eftir leikinn en hún telur að Stjarnan geti ekki unnið upp sex stiga forskot Þórs/KA á toppi deildarinnar. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/ KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leik- ir eftir,“ sagði Rakel en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar hefur enn trú á að liðið geti varið titilinn. „Ég vil ekki halda að titilvonirn- ar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkur, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu,“ sagði Ásgerður. „Mér fannst þær skapa sér fjög- ur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og úrslitin ráðast alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag,“ sagð Ásgerður að lokum. Þór/KA fór illa með FH Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH. Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir norðanliðið og er markahæst í deildinni með fjór- tán mörk í þrettán leikjum. Botnliðin í deildinni bitu frá sér í gær. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar. KR-konur voru þarna að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar en Anna Garðarsdóttir skoraði sigurmarkið 21 mínútu fyrir leikslok þegar hún gerði sitt annað mark í leiknum. Umferðinni lýkur í kvöld á leik milli ÍBV og Aftureldingar í Eyjum. - gmi, -óój Lið Þór/KA er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins: Elín Metta slökkti í vonum Stjörnukvenna HETJA VALSMANNA Í GARÐABÆNUM Elín Metta Jensen skoraði sigurmark í upp- bótartíma á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GOLF Íslandsmóti unglinga í holu- keppni, sem leikið var á Þorláks- hafnarvelli, lauk í gær. Íslandsmeistarar í flokki 14 ára og yngri urðu þau Þóra Kristín Ragnarsdóttir og Atli Már Grét- arsson úr Keili. Í flokki 15-16 ára urðu Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG og Birgir Björn Magn- ússon úr Keili Íslandsmeistarar. Íslandsmeistarar í elsta flokkn- um 17-18 ára urðu þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Stefán Þór Bogason úr GR. - óój Holukeppni unglinga lokið: Keilisfólk með fjögur gull ÓL 2012 Jamaíkamaðurinn Usain Bolt endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann bætti við gulli í 200 metra hlaupi við það sem hann vann í 100 metrunum á sunnudagskvöldið. Engum öðrum hafði tekist að vinna Ólympíugull í 100 og 200 metra hlaupum á tveimur leikum í röð. Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum en Jamaíkamenn urðu í þremur efstu sætunum í hlaupinu. Yohan Blake varð annar í hlaupinu á 19.44 sek. og þriðji varð Warren Weir. Usain Bolt kom vissulega í mark á frábærum tíma en eins og oft áður hægði hann á sér í markinu og missti þá líklega af Ólympíumetinu og jafnvel heimsmetinu. Heimsmet hans er 19,19 sekúndur en Ólympíumetið er 19,30 sekúndur frá því í Peking. - óój 200 metra hlaup karla á ÓL: Sögulegur sigur hjá Usain Bolt USAIN BOLT Sá fljótasti í heimi brást ekki í London í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/AFP Vilhjálmur Einarsson, Melbourne 1956 Silfurverðlaun í þrístökki Vala Flosadóttir, Sydney 2000 Bronsverðlaun í stangarstökki Vilhjálmur Einarsson, Róm 1960 5. sæti í þrístökki Sigurður Einarsson, Barcelona 1992 5. sæti í spjótkasti Þórey Edda Elísdóttir, Aþena 2004 5. sæti í stangarstökki Einar Vilhjálmsson, Los Angeles 1984 6. sæti í spjótkasti Guðrún Arnardóttir, Sydney 2000 7. sæti í 400 metra grindahlaupi Hreinn Halldórsson, Moskvu 1980 10. sæti í kúluvarpi Óskar Jakobsson, Moskvu 1980 11. sæti í kúluvarpi Vésteinn Hafsteinsson, Barcelona 1992 11. sæti í kringlukasti Sigurður Sigurðsson, Berlín 1936 11. sæti í þrístökki Ásdís Hjálmsdóttir, London 2012 11. sæti í spjótkasti ÓL 2012 Ásdís Hjálmsdóttir hafn- aði í ellefta sæti í spjótkasts- keppni kvenna á Ólympíuleik- unum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu til- raun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum,“ sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslands- met í undankeppninni á þriðju- dag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismann- eskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti.“ Heimsmeistarinn í 10. sæti Átta efstu eftir fyrstu þrjú köst- in fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heims- meistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons,“ sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjót- ið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudag- inn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp,“ sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tækni- málið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það.“ Ætla að toppa í Ríó Ásdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó.“ Nú hefst undirbúningurinn fyrir Ríó Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í London. Hún kastaði 59,08 m sem er nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á þriðjudag. „Alls ekki lélegur árangur,“ segir hún. FÉKK BARA ÞRJÚ KÖST Ásdís Hjálmsdóttir sést hér eftir þriðja og síðasta kastið sitt á Ólympíuleikvanginum í London í gær en þá varð ljóst að hún yrði ekki meðal þeirra átta sem fengu þrjú köst til viðbótar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Besti árangur Íslendinga í frjálsum á ÓL: Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.