Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 48
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR32 sport@frettabladid.is ÍSLENSKU LANDSLIÐSKONURNAR Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á skotskónum í 6-0 stórsigri Avaldsnes á Grand Bodö í norsku b-deildinni í gær. Hólmfríður skoraði þrennu og Kristín Ýr var með tvö mörk. Hólmfríður hefur skorað 13 mörk og Kristín Ýr er með 12 mörk í deildinni en þær hafa skorað 25 af 35 deildarmörkum Avaldsnes-liðsins í 11 leikjum í sumar. Björk Björnsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru einnig í byrjunarliðinu í þessum leik. Avaldsnes er á góðri leið upp í úrvalsdeildina. Pepsi-deild kvenna Stjarnan - Valur 2-3 0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir (49.), 1-1 Ásgerður S. Baldursdóttir (54.), 1-2 Johanna Rasmussen (60.), 2-2 Edda María Birgisdóttir (73.), 2-3 Elín Metta Jensen (90.+1). Þór/KA - FH 6-0 1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (17.), 2-0 Lára Einarsdóttir (19.), 3-0 Sandra María Jessen (31.), 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (54.), 5-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (75.), 6-0 Sandra María Jessen (82.) Selfoss - Breiðablik 3-3 1-0 Anna María Friðgeirsdóttir (10.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (19.), 1-2 Rakel Hönnudóttir (23.), 2-2 Valorie O’Brien (40.), 2-3 Petrea Björt Sævarsdóttir (75.), 3-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (81.). KR - Fylkir 3-2 1-0 Monika Siskovic (20.), 2-0 Anna Garðarsdóttir (44.), 2-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir (55.), 2-2 Anna Björg Björnsdóttir (66.), 3-2 Anna Garðarsd. (69.) STAÐAN Í DEILDINNI Þór/KA 13 10 2 1 38-13 32 Stjarnan 13 8 2 3 35-17 26 Breiðablik 13 7 3 3 33-15 24 Valur 13 7 2 4 32-18 23 ÍBV 12 7 1 4 28-18 22 FH 13 4 2 7 19-32 14 Selfoss 13 3 3 7 24-54 12 Fylkir 13 3 2 8 16-28 11 Afturelding 12 3 2 7 11-26 11 KR 13 1 3 9 13-28 6 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Valur sigraði Íslands- meistara Stjörnunnar á útivelli í gær 3-2. Þar með er Stjarnan sex stigum á eftir toppliði Þór/KA þegar fimm umferðir eru eftir og verður nú erfitt fyrir Stjörnuna að verja Íslandsmeistaratitil sinn. Fyrri hálfleikur var mjög bragð- daufur og fátt um fína drætti. Fá færi litu dagsins ljós og var markalaust í hálfleik. Allt annað var uppi á tengingn- um í seinni hálfleik sem var bráð- fjörugur og fimm mörk skoruð auk þess sem bæði lið fengu fín færi sem fóru forgörðum. Valur komst þrisvar yfir í leikn- um. Stjarnan jafnaði í tvígang en ekki gafst tími til að jafna eftir að ungstirnið Elín Metta Jensen skor- aði á 91. mínútu leiksins. „Þetta var ótrúlega mikill vinnu- sigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með,“ sagði Rakel Logadóttir, miðjumað- ur Vals, eftir leikinn en hún telur að Stjarnan geti ekki unnið upp sex stiga forskot Þórs/KA á toppi deildarinnar. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/ KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leik- ir eftir,“ sagði Rakel en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar hefur enn trú á að liðið geti varið titilinn. „Ég vil ekki halda að titilvonirn- ar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkur, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu,“ sagði Ásgerður. „Mér fannst þær skapa sér fjög- ur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og úrslitin ráðast alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag,“ sagð Ásgerður að lokum. Þór/KA fór illa með FH Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH. Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir norðanliðið og er markahæst í deildinni með fjór- tán mörk í þrettán leikjum. Botnliðin í deildinni bitu frá sér í gær. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar. KR-konur voru þarna að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar en Anna Garðarsdóttir skoraði sigurmarkið 21 mínútu fyrir leikslok þegar hún gerði sitt annað mark í leiknum. Umferðinni lýkur í kvöld á leik milli ÍBV og Aftureldingar í Eyjum. - gmi, -óój Lið Þór/KA er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins: Elín Metta slökkti í vonum Stjörnukvenna HETJA VALSMANNA Í GARÐABÆNUM Elín Metta Jensen skoraði sigurmark í upp- bótartíma á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GOLF Íslandsmóti unglinga í holu- keppni, sem leikið var á Þorláks- hafnarvelli, lauk í gær. Íslandsmeistarar í flokki 14 ára og yngri urðu þau Þóra Kristín Ragnarsdóttir og Atli Már Grét- arsson úr Keili. Í flokki 15-16 ára urðu Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG og Birgir Björn Magn- ússon úr Keili Íslandsmeistarar. Íslandsmeistarar í elsta flokkn- um 17-18 ára urðu þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Stefán Þór Bogason úr GR. - óój Holukeppni unglinga lokið: Keilisfólk með fjögur gull ÓL 2012 Jamaíkamaðurinn Usain Bolt endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann bætti við gulli í 200 metra hlaupi við það sem hann vann í 100 metrunum á sunnudagskvöldið. Engum öðrum hafði tekist að vinna Ólympíugull í 100 og 200 metra hlaupum á tveimur leikum í röð. Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum en Jamaíkamenn urðu í þremur efstu sætunum í hlaupinu. Yohan Blake varð annar í hlaupinu á 19.44 sek. og þriðji varð Warren Weir. Usain Bolt kom vissulega í mark á frábærum tíma en eins og oft áður hægði hann á sér í markinu og missti þá líklega af Ólympíumetinu og jafnvel heimsmetinu. Heimsmet hans er 19,19 sekúndur en Ólympíumetið er 19,30 sekúndur frá því í Peking. - óój 200 metra hlaup karla á ÓL: Sögulegur sigur hjá Usain Bolt USAIN BOLT Sá fljótasti í heimi brást ekki í London í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/AFP Vilhjálmur Einarsson, Melbourne 1956 Silfurverðlaun í þrístökki Vala Flosadóttir, Sydney 2000 Bronsverðlaun í stangarstökki Vilhjálmur Einarsson, Róm 1960 5. sæti í þrístökki Sigurður Einarsson, Barcelona 1992 5. sæti í spjótkasti Þórey Edda Elísdóttir, Aþena 2004 5. sæti í stangarstökki Einar Vilhjálmsson, Los Angeles 1984 6. sæti í spjótkasti Guðrún Arnardóttir, Sydney 2000 7. sæti í 400 metra grindahlaupi Hreinn Halldórsson, Moskvu 1980 10. sæti í kúluvarpi Óskar Jakobsson, Moskvu 1980 11. sæti í kúluvarpi Vésteinn Hafsteinsson, Barcelona 1992 11. sæti í kringlukasti Sigurður Sigurðsson, Berlín 1936 11. sæti í þrístökki Ásdís Hjálmsdóttir, London 2012 11. sæti í spjótkasti ÓL 2012 Ásdís Hjálmsdóttir hafn- aði í ellefta sæti í spjótkasts- keppni kvenna á Ólympíuleik- unum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu til- raun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum,“ sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslands- met í undankeppninni á þriðju- dag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismann- eskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti.“ Heimsmeistarinn í 10. sæti Átta efstu eftir fyrstu þrjú köst- in fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heims- meistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons,“ sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjót- ið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudag- inn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp,“ sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tækni- málið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það.“ Ætla að toppa í Ríó Ásdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó.“ Nú hefst undirbúningurinn fyrir Ríó Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í London. Hún kastaði 59,08 m sem er nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á þriðjudag. „Alls ekki lélegur árangur,“ segir hún. FÉKK BARA ÞRJÚ KÖST Ásdís Hjálmsdóttir sést hér eftir þriðja og síðasta kastið sitt á Ólympíuleikvanginum í London í gær en þá varð ljóst að hún yrði ekki meðal þeirra átta sem fengu þrjú köst til viðbótar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Besti árangur Íslendinga í frjálsum á ÓL: Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.