Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 11

Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 11
FIMMTUDAGUR 20. september 2012 11 50% afsláttur af öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans á Mögnuðum miðviku- dögum í september. Ljósnetið færir þér kraftmeiri nettengingu Þú getur tengt allt að fimm háskerpulykla fyrir Sjónvarp Símans þar sem hægt er að leigja kvikmyndir og horfa á yfir 100 íslenskar og erlendar sjónvarpsrásir. Kynntu þér áskriftarleiðirnar á siminn.is eða í 800 7000. Ævintýralegt úrval af kvikmyndum og sjónvarpsefni í Sjónvarpi Símans Ljósnetið er allt að 50 Mb/s Mánaðarverð 4.690 kr. Mánaðarverð 5.690 kr. Mánaðarverð 6.790 kr. Ljósnet 1 10GB Ljósnet 2 40GB Ljósnet 3 80GB Ljósnet 4 140GB Mánaðarverð 8.090 kr. Vinsælasta leiðin 50Mb • 10 GB 12Mb • 40 GB 50 12Mb • 80 GB 50 12Mb • 140 GB 50 FRAKKLAND, AP Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum. Frönsk stjórnvöld brugðust við birtingu skopmyndanna með því að herða öryggisráð- stafanir og verða frönsk sendiráð í um tutt- ugu löndum lokuð á föstudaginn, bænadag múslíma. Þá hafa frönsk stjórnvöld bannað mótmæli gegn bandaríska myndbandinu, sem fyrirhuguð voru í París á laugardag. „Það er óþarfi að láta átök sem varða Frakkland ekkert koma hingað til lands,“ sagði Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands. Ofbeldi af hálfu móðgaðra mús- líma og ögranir af hálfu Vesturlandabúa hafa enn á ný vakið upp umræðu um tján- ingarfrelsið og mörk þess í mörgum Evrópu- löndum. Ayrault forsætisráðherra sagði að frönsk stjórnvöld myndu eftir sem áður tryggja tjáningarfrelsið, en hvatti menn til að „beita því af ábyrgð og með virðingu“. Ofbeldi í tengslum við mótmælin gegn bandaríska myndbandinu hafa kostað að minnsta kosti þrjátíu manns lífið í sjö lönd- um. - gb Frakkar herða öryggi eftir að grínblað birti nýjar skopmyndir af Múhameð: Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun RITSTJÓRINN CHARB Þrátt fyrir sprengjuárás á rit- stjórnarskrifstofur Charlie Hebdo fyrir ári hikar Charb ekki við að birta fleiri myndir. NORDICPHOTOS/AFP ÖRYGGISMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti á þriðjudag, að tillögu Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra, að segja upp sam- starfssamningi við Norðmenn um kaup á björgunarþyrlu, en samn- ingurinn var gerður í nóvember 2007. Þess í stað verður boðin út langtímaleiga á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar og dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, segir að ástæðan sé mikið aðhald í ríkisút- gjöldum á Íslandi. „Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjast mikilla fjárfestinga sem ekki er hægt að ábyrgjast á næstu árum.“ - kóp Langtímaleiga boðin út: Hættir við kaup á þyrlu NEYTENDUR Toyota á Íslandi hefur nú innkallað 1480 Avensis- og RAV4-bifreiðar. Neytendastofu barst tilkynning þess efnis og birti á síðu sinni í gær. Ástæða innköllunarinnar er að stilliró á þverstífu á afturhjóli getur losnað og hjól losnað undan bílum. Um er að ræða hundrað Avensis-bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2011 og 1.380 RAV4-bif- reiðar frá nóvember 2005 til ágúst 2010. Eigendur bifreiðanna fá sent bréf á næstu dögum. - sv Toyota á Íslandi innkallar bíla: Afturhjól getur losnað undan SVÍÞJÓÐ Sænska húsgagnaversl- unin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Industri. Fram- kvæmdastjóri Ikea, Mikael Ohlsson, segir við blaðið að Ikea hafi vaxið hraðar en gert hafi verið ráð fyrir og þar á bæ sjái menn enn meiri möguleika, bæði í þeim löndum þar sem verslanir eru fyrir og í nýjum löndum. 297 Ikea-verslanir eru í heim- inum. Þær eru staðsettar í 26 löndum og 655 milljónir manna versla þar árlega. - þeb Opna allt að 25 búðir á ári: Ætla að tvö- falda stærðina IKEA Nú eru tæplega 300 Ikea-verslanir í heiminum. Þessi er í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Íhaldsflokkurinn Høyre í Noregi vill að byggt verði sérstakt fangelsi fyrir útlenda fanga. Bent Høie, varaformaður flokksins, sagði í samtali við Aftenposten að engin þörf væri á því að eyða peningum í endur- hæfingu fanga sem myndu aldrei koma aftur inn í norskt samfé- lag, heldur yrði vísað úr landi. „Við þurfum ekki heldur að bjóða þeim menntun eða aðra aðstoð til að undirbúa þá fyrir líf í Noregi.“ Høie sagði að flokkurinn vildi koma í veg fyrir þá tilhneigingu að útlendir fangar litu á refsingu í norskum fangelsum sem frí. - þeb Íhaldsmenn í Noregi: Vilja sérfangelsi fyrir útlendinga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.