Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 20. september 2012 11 50% afsláttur af öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans á Mögnuðum miðviku- dögum í september. Ljósnetið færir þér kraftmeiri nettengingu Þú getur tengt allt að fimm háskerpulykla fyrir Sjónvarp Símans þar sem hægt er að leigja kvikmyndir og horfa á yfir 100 íslenskar og erlendar sjónvarpsrásir. Kynntu þér áskriftarleiðirnar á siminn.is eða í 800 7000. Ævintýralegt úrval af kvikmyndum og sjónvarpsefni í Sjónvarpi Símans Ljósnetið er allt að 50 Mb/s Mánaðarverð 4.690 kr. Mánaðarverð 5.690 kr. Mánaðarverð 6.790 kr. Ljósnet 1 10GB Ljósnet 2 40GB Ljósnet 3 80GB Ljósnet 4 140GB Mánaðarverð 8.090 kr. Vinsælasta leiðin 50Mb • 10 GB 12Mb • 40 GB 50 12Mb • 80 GB 50 12Mb • 140 GB 50 FRAKKLAND, AP Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum. Frönsk stjórnvöld brugðust við birtingu skopmyndanna með því að herða öryggisráð- stafanir og verða frönsk sendiráð í um tutt- ugu löndum lokuð á föstudaginn, bænadag múslíma. Þá hafa frönsk stjórnvöld bannað mótmæli gegn bandaríska myndbandinu, sem fyrirhuguð voru í París á laugardag. „Það er óþarfi að láta átök sem varða Frakkland ekkert koma hingað til lands,“ sagði Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands. Ofbeldi af hálfu móðgaðra mús- líma og ögranir af hálfu Vesturlandabúa hafa enn á ný vakið upp umræðu um tján- ingarfrelsið og mörk þess í mörgum Evrópu- löndum. Ayrault forsætisráðherra sagði að frönsk stjórnvöld myndu eftir sem áður tryggja tjáningarfrelsið, en hvatti menn til að „beita því af ábyrgð og með virðingu“. Ofbeldi í tengslum við mótmælin gegn bandaríska myndbandinu hafa kostað að minnsta kosti þrjátíu manns lífið í sjö lönd- um. - gb Frakkar herða öryggi eftir að grínblað birti nýjar skopmyndir af Múhameð: Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun RITSTJÓRINN CHARB Þrátt fyrir sprengjuárás á rit- stjórnarskrifstofur Charlie Hebdo fyrir ári hikar Charb ekki við að birta fleiri myndir. NORDICPHOTOS/AFP ÖRYGGISMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti á þriðjudag, að tillögu Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra, að segja upp sam- starfssamningi við Norðmenn um kaup á björgunarþyrlu, en samn- ingurinn var gerður í nóvember 2007. Þess í stað verður boðin út langtímaleiga á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar og dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, segir að ástæðan sé mikið aðhald í ríkisút- gjöldum á Íslandi. „Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjast mikilla fjárfestinga sem ekki er hægt að ábyrgjast á næstu árum.“ - kóp Langtímaleiga boðin út: Hættir við kaup á þyrlu NEYTENDUR Toyota á Íslandi hefur nú innkallað 1480 Avensis- og RAV4-bifreiðar. Neytendastofu barst tilkynning þess efnis og birti á síðu sinni í gær. Ástæða innköllunarinnar er að stilliró á þverstífu á afturhjóli getur losnað og hjól losnað undan bílum. Um er að ræða hundrað Avensis-bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2011 og 1.380 RAV4-bif- reiðar frá nóvember 2005 til ágúst 2010. Eigendur bifreiðanna fá sent bréf á næstu dögum. - sv Toyota á Íslandi innkallar bíla: Afturhjól getur losnað undan SVÍÞJÓÐ Sænska húsgagnaversl- unin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Industri. Fram- kvæmdastjóri Ikea, Mikael Ohlsson, segir við blaðið að Ikea hafi vaxið hraðar en gert hafi verið ráð fyrir og þar á bæ sjái menn enn meiri möguleika, bæði í þeim löndum þar sem verslanir eru fyrir og í nýjum löndum. 297 Ikea-verslanir eru í heim- inum. Þær eru staðsettar í 26 löndum og 655 milljónir manna versla þar árlega. - þeb Opna allt að 25 búðir á ári: Ætla að tvö- falda stærðina IKEA Nú eru tæplega 300 Ikea-verslanir í heiminum. Þessi er í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Íhaldsflokkurinn Høyre í Noregi vill að byggt verði sérstakt fangelsi fyrir útlenda fanga. Bent Høie, varaformaður flokksins, sagði í samtali við Aftenposten að engin þörf væri á því að eyða peningum í endur- hæfingu fanga sem myndu aldrei koma aftur inn í norskt samfé- lag, heldur yrði vísað úr landi. „Við þurfum ekki heldur að bjóða þeim menntun eða aðra aðstoð til að undirbúa þá fyrir líf í Noregi.“ Høie sagði að flokkurinn vildi koma í veg fyrir þá tilhneigingu að útlendir fangar litu á refsingu í norskum fangelsum sem frí. - þeb Íhaldsmenn í Noregi: Vilja sérfangelsi fyrir útlendinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.