Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 33

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 33
KYNNING − AUGLÝSING Kaffi20. SEPTEMBER 2012 FIMMTUDAGUR 3 Senseo kaffi kom á markað-inn hérlendis árið 2004 og sló um leið rækilega í gegn hjá kaffiþyrstum Íslendingum. Í dag eru um sjötíu þúsund Senseo kaffivélar á meirihluta íslenskra heimila. Farsælt samstarf Forsagan að Senseo-bylgjunni er sú að um síðustu aldamót tóku saman höndum raftækjarisinn Philips og Douwe Egberts en Ís- lendingar gjörþekkja framleiðslu þess fyrirtækis undir merkinu Merrild. „Þetta samstarf þeirra, Philips og Douwe Egberts, átti eftir að umturna kaffimenning- unni svo um munaði þegar fyrsta Senseo kaffivélin kom á mark- að árið 2001. Þessi uppfinning hrinti af stað miklum breyting- um hjá hinum almenna kaffi- neytanda sem gat nú lagað sér einn bolla í einu af gæðakaffi á einfaldan og fljótlegan hátt á hóf- legu verði. Senseo sló strax í gegn og eftir aðeins þrjú ár höfðu selst um tíu milljón kaffivélar í Evrópu. Í dag eru vélarnar orðnar nálægt 35 milljónum talsins og Senseo er enn leiðandi og stærsta merkið á „single serve“ kaffimarkaðnum,“ segir Sveinn Waage, vörumerkja- stjóri Senseo á Íslandi. Fjölbreytt og gott úrval Hann segir fjölbreytt og gott úrval vera stóran þátt í vinsældum Sen- seo. Neytendur geta valið úr Medi- um og Dark Roast, sem eru vinsæl- ustu tegundirnar og blöndur eins og Colombia, Kenya og Brazil eiga sína tryggu neytendur. Cappucc- ino og kakó eru einnig í vörulín- unni og loks er hið rómaða Café Noir sem er uppáhald margra í Senseo. „Kaffilögunin í Senseo- vélum er lokað ferli undir þrýst- ingi, líkt og í espressovélum, sem skilar fullum gæðum í bollann. Útkoman er kaffi með silkimjúkri áferð og froðutoppi, sem einkenn- ir ekta Senseo kaffi.“ Ný Senseo tegund Í ár komu tvær nýjar tegundir í nýrri línu frá Senseo sem kallast INTENSE. „Senseo var með þessari línu að svara kalli þeirra neytenda sem vilja enn meira og fyllra bragð, líkara því sem fæst með uppáhell- ingu eða á kaffihúsum. Senseo In- tense, Classic og Forte, hafa hlot- ið frábærar viðtökur hjá íslenskum neytendum og eru þessar tegund- ir komnar í fast vöruúrval í flestum verslunum. Allir ættu því að finna sér gott kaffi við hæfi í Senseo-lín- unni,“ segir Sveinn og bætir við að fleiri spennandi nýjungar séu væntanlegar næstu misserin. Senseo kaffi fyrir Senseo vélar Frábær árangur á Íslandi og á heimsvísu kallaði á harða sam- keppni frá öðrum framleiðendum og eftir mikla baráttu í réttarsöl- um var sérleyfi Senseo á kaffipúð- um endanlega afturkallað hjá Evr- ópsku einkaleyfastofnuninni 2006. Philips og Senseo höfðu fram að því og allar götur síðan hann- að vélar og kaffipúða í samein- ingu til þess að útkoman yrði sem allra best. „Eftir að Senseo missti sérleyfi sitt komu inn á markað- inn ódýrar eftirlíkingar sem gjör- breyttu upplifun neytenda á notk- un Senseo-kaffivéla til hins verra. En með stöðugu þróunarstarfi hafa nýjar kaffivélar, fleiri tegund- ir og betrumbættir púðar komið á markaðinn sem tryggja sérstöðu og samstarf Philips og Senseo. Neytendur munu ætið fá langbestu útkomuna með því að nota kaffið sem er hannað fyrir vélina.“ Gæðakaffi á 27 krónur „Sölutölur sýna okkur að f lest- ir eigendur Senseo véla velja ekta Senseo kaffi en framboð á eftirlík- ingum hefur aukist á undanförn- um árum“, segir Sveinn. „Okkur hjá Senseo er bæði ljúft og skylt að upplýsa neytendur. Gamla, góða slagorðið „varist eftirlíkingar“ er í fullu gildi þegar kemur að Sen- seo. Það er í raun frekar dapur- legt þegar neytendur, sem fjárfest hafa í Senseo kaffivél, láta plata sig í annað þegar hægt er að fá sér ósvikinn ilmandi Senseo kaffi- bolla á 27 krónur úr sömu kaffi- vél.“ Ósvikin gæði í Senseo kaffinu Senseo kaffi hefur verið á markaði á Íslandi síðan 2004 og hefur það unnið hug og hjörtu landsmanna. Meirihluti íslenskra heimila státar af Senseo kaffivél og þegar Senseo kaffipúðar eru valdir í vélina er útkoman kaffi með silkimjúkri áferð og froðutopp sem einkennir ekta Senseo kaffi. Sveinn Waage, vörumerkjastjóri Senseo á Íslandi, mælir með því að þeir sem vilja kaffi með fullum gæðum í bollann sinn velji Senseo kaffipúða í Senseo-vélarnar. MYND/GVA Tvær nýjar tegundir í nýrri línu frá Senseo, sem kallast INTENSE, eru komnar á mark- að. Senseo Intense, Classic og Forte, hafa hlotið frábærar viðtökur hjá íslenskum neyt- endum en af þeim er meira og fyllra bragð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.