Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 10
10 22. september 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F álki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drep- ist af sárum sínum. Fálkinn er alfriðaður fugl á Íslandi enda er stofninn ekki nema þrjú til fjögur hundruð pör. Engu að síður fann Nátt- úrufræðistofnun högl í um fjórðungi þeirra fálka sem henni bárust á árunum 2005 til 2009. Tæpast verður séð að fálki sé skaðvaldur hér á landi þannig að draga verð- ur þá ályktun að þeir sem skjóta á fálka séu að slægjast eftir því að geta selt þá til uppstoppunar. Þetta er aðeins eitt dæmi um virðingarleysi sem náttúrunni er iðulega sýnt, þeirri sjálftöku á gæðum náttúrunnar sem iðkuð er í allt of miklum mæli. Annað dæmi um slíka sjálftöku birtist í efnistöku bæði úr ám og af þurru landi. Allir þekkja þau ljótu ör eftir efnistöku sem víðs vegar blasa við. Í verstu tilvikum er gengið svo langt að sækja efni á staði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndar- lögum samanber gervigíginn í Aðaldal sem að stórum hluta hefur verið numinn á brott og greint var frá í fréttum fyrir skömmu. Ekkert leyfi hafði verið gefið út fyrir framkvæmdinni og að mati Umhverfisstofnunar er ógerlegt að endurheimta þær jarðmyndanir sem fyrir voru. Þá fer fram talsverð efnistaka í vatnsföllum hér á landi, iðulega án lögboðinna leyfa, og vistkerfi þar raskað með tilheyrandi afleið- ingum fyrir fiskistofna í ánum, sjálftaka á gæðum án þess að menn láti sig afleiðingarnar varða. Eins og í Hvítá, Ölfusá og Þjórsá þar sem veiðirétthafar hafa stundað netaveiðar síðan 2006 án þess að skila inn nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag sem lögboðin er. Utanvegaakstur er einnig dæmi um sjálftöku á landsins gæðum. Flestir eru í orði kveðnu andvígir því skemmdarstarfi að aka utan vega, en þegar að ánni eða torfærunni er komið og eina leiðin áfram er utan vegar eða slóða eru of fáir sem taka ákvörðunina um að snúa við fremur en að eyðileggja landið. Þá er ótalin umgengni um úrgang sem enn þann dag í dag þykir sums staðar ekki tiltökumál að skilja við sig á víðavangi; heilu búslóðirnar í Hafnarfjarðarhrauni svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að smám saman sé verið að búa náttúru landsins löggjöf sem á að koma í veg fyrir að einstaklingar geti í skjóli eignarréttar og/eða hefðar, eða jafnvel með frekjuna eina að vopni, unnið óafturkræf spjöll á náttúrunni virðist frumskógarlögmál of oft gilda í umgengni manns og náttúru á Íslandi. Það er langt í land að hér ríki virðing fyrir náttúrunni og lands- ins gæðum, að litið sé á landið og auðlindirnar sem sameign þjóðar- innar og sameign kynslóðanna, líka þeirra sem ókomnar eru, og farið með þær sem slíkar. Undanfarnar kynslóðir hafa gengið gróflega á gæði náttúrunnar, það á líka við hér á landi. Sú kynslóð sem nú er á dögum verður að taka þá ábyrgð að snúa þessari þróun við. Jörðinni verður að skila áfram að lágmarki jafngóðri. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmið-ils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknar- færum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpar- tæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði. Aftur á móti veitir hún stjórn- málamönnum enga hjálp í því að meta þau pólitísku gildi sem dreg- in eru fram í dagsljósið. Hún tekur það verkefni ekki úr höndum kjör- inna fulltrúa. Stjórnmálamenn geta sótt í hana rök en ekki svör. Spurn- ingin er hvernig pólitíkin tekst á við það verkefni. Me ð h æfi - legri einföldun má segja að póli- tíska ástandið sé svona: Sam- fylkingin seg- ist vilja evru en er um leið með margvíslegum efnahagslegum ákvörðunum að færa Ísland út af þeirri braut sem gerir það mögulegt. Sjálfstæðis- flokkurinn hafnar evrunni en segist vilja þá efnahagslegu stefnubreyt- ingu sem gæti gert upptöku hennar færa. Forystumenn beggja flokka útiloka samstarf. Dýpri getur stjórnmálakreppa einnar þjóðar varla orðið. Stjórnmál eru í eðli sínu jafnvæg- islist valdatafls og málefnabaráttu. Sú pólitíska kreppa sem við blasir skýrist meðal annars af því að for- ystumenn tveggja stærstu flokk- anna hafa lagt miklu þyngri lóð á vogarskálar valdataflsins en mál- efnabaráttunnar. Fyrir vikið skort- ir samkvæmni og trúverðugleika í málflutninginn. Efnahagskreppan leysist ekki ef enginn vill leysa stjórnmálakrepp- una. Þar veltur mest á þingmönnum þessara tveggja flokka. Þeir þurfa því að sýna þjóðinni nýja hugsun. Rök en ekki svör Á þessu stigi máls er fátt mikilvægara en rétt tímasetning ákvarðana. Rökrétt er að draga þá ályktun af skýrslu Seðlabankans að einmitt núna sé ekki réttur tími til að taka endanlega ákvörðun um evruna. Formaður Sjálfstæðis- flokksins kaus hins vegar að velja nákvæmlega þennan tímapunkt til þess að slá evruna út af borð- inu með kröfu um tafarlaus slit á aðildarviðræðunum. Það eðlilega er að hægja á aðild- arviðræðunum með það að mark- miði að ljúka þeim á miðju næsta kjörtímabili. Þá verður fram- tíðarskipan myntsamstarfsins orðin skýrari. Hitt væri glapræði að hafa áður en þar að kemur ýtt þeim kosti út af borðinu, nema þá sem fjarlægu skoðunarefni. Það heitir að loka leiðum, tapa tíma og fórna tækifærum. Einhver hrapallegustu utan- ríkispólitísku mistök þjóðarinn- ar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Banda- ríkjamenn um framhald varnar- viðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu. Verði stöðumat formanns Sjálfstæðis- flokksins í peningamálum ofan á nú munu þau mistök taka hinum fram. Þegar kemur að þessu breiða sviði utanríkistefnu og efnahags- mála, sem ekki er unnt að greina í sundur, eru gerðar meiri kröfur til leiðtoga Sjálfstæðisflokksins en VG um yfirvegað mat og fram- tíðarsýn. Tímasetning ákvarðana skiptir miklu Skoðun á liðnum atburðum kristallar þessa klípu. Á síð-asta áratug var gengi krón-unnar svo fjallhátt að hún var einhver sterkasta mynt í heimi. Það setti útflutningsgreinarnar í spennitreyju. Þegar alþjóðlega fjár- málakreppan skall á hrundi krónan meðan aðrar myntir veiktust. Ekk- ert af þessu var pólitískur ásetning- ur. En Ísland var með mismunandi hætti verr sett en samkeppnislönd- in bæði fyrir og eftir hrun og býr nú fyrirsjáanlega eitt við varanleg- ar takmarkanir á viðskiptafrelsi. Hvers vegna? Skrifast það á reikning þeirra sem stóðu í brúnni eða á myntina og peningakerfið? Meðan þessari spurningu er ekki svarað er erfitt að kynna trúverðuga stefnu. Auð- vitað er ekki til einhlítt svar. For- maður VG segir þó að sökin hafi öll legið í brúnni. En þegar til þess er litið hverjir fóru fyrir ríkisstjórn og Seðlabanka er allt eins sennilegt að meiri veikleikar hafi legið í kerfinu en hjá þeim. Vekur það ekki spurn- ingar um kerfið og krónuna hjá leið- togum Sjálfstæðisflokksins? Eða kaupa þeir hrátt mat formanns VG? Af skýrslunni má ráða að einfald- ar lausnir finnast ekki, því síður töfralausnir. Allar leiðirnar hafa bæði kosti og galla. Haldi evran gildi sínu og stöðu að tveimur árum liðnum má ætla að pólitíska matið snúist um tvennt: Annars vegar krónu með fullri sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en takmarkaðra viðskiptafrelsi og þar af leiðandi minni líkum á lífskjörum sem eru sambærileg við grannríkin. Hins vegar evru með takmörkunum á sjálfstjórn í ríkisfjármálum og pen- ingamálum en meira viðskiptafrelsi og betri líkum á bættum efnahag. Þetta er erfitt val sem þarf að ræða. En þeir sem lofa hvoru tveggja óskertu eru annað hvort að blekkja eða hafa ekki enn skýrt út hvernig við ættum einir þjóða að vinna slík kraftaverk. Val - Ertu að ná þér eftir veikindi - Ertu með vefjagikt - Ertu komin á efri ár - Ertu í yfirþyngd - Ertu með stirðan kropp - Góð slökun og réttöndun Kennt í sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði Sími 691 0381 Yoga Auðlindin Ísland er sameign allrar þjóðarinnar og allra kynslóða: Subbuleg sjálftaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.