Fréttablaðið - 22.09.2012, Page 22

Fréttablaðið - 22.09.2012, Page 22
22. september 2012 LAUGARDAGUR22 núna ákvað ég að hugsa um sjálfa mig, reyna að gera eitthvað fyrir sjálfa mig,“ segir Emilía sem er fjórtán ára gömul. „Mér finnst alveg frábært að koma hingað og hitta fólk sem veit og skilur hvernig mér líður, vegna þess að það hefur upp- lifað mjög svipaða hluti og ég.“ Brotin sjálfsmynd Það eru ekki bara unglingar á ferð- inni í Hlutverkasetrinu þennan daginn. Kjartan Jónsson og Vil- borg Þóra Styrkársdóttir hafa bæði mætt þangað reglulega og sótt sér stuðning til andlegrar uppbygging- ar eftir erfiðleika og vilja gjarnan deila reynslu sinni. „Ég vildi svo sannarlega að það hefði verið boðið upp á svona úrræði þegar ég var að alast upp, þá hefði ég kannski ekki farið jafn brotinn út í lífið og raunin varð. Ég er alinn upp í Vestmanna- eyjum við fátækt og drykkjuskap á heimilinu. Svo lenti ég í mjög miklu einelti. Þetta allt braut mig niður og stuðningurinn var auðvitað eng- inn. Sjálfsmyndin var auðvitað öll í molum eftir þetta og ég fór mjög snemma að misnota áfengi. Það er ekki fyrr en eftir innlagnir á geð- deild og sjálfsvígstilraun að ég fór loks að vinna í sjálfum mér og þann- ig lá leið mín hingað,“ segir Kjartan. Vilborg telur að meiri stuðning- ur í uppeldinu hefði verið af hinu góða. „Ég er alin upp við mjög erf- iðar aðstæður. Mamma mín var geð- veik, gekk út af heimilinu þegar ég var ellefu ára. Ég átti alltaf mjög erfitt með að takast á við þetta, sagði engum frá því og talaði ekki við neinn um það. Ég var bara þessi pottþétti nemandi sem fékk góðar einkunnir í öllu og ákvað að fara í félagsráðgjöf til þess að ég gæti bjargað heiminum. Það sem gerð- ist hins vegar var að ég fékk tauga- áfall, ég lokaði mig af og varð mjög félagsfælin,“ segir Vilborg sem segir fyrstu skrefin í setrið hafa verið þung. „En svo sá ég að þetta var bara ágætt og ég mætti aftur og er hér enn.“ Vilborg segist hafa átt mjög erf- itt með að horfast í augu við sína eigin fordóma í garð geðsjúkra. „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir geðsjúkdóm mömmu minnar að ég hleypti engum að mér. Ég einangr- aði mig mjög mikið og hef til dæmis alltaf átt erfitt með að treysta fólki, ég á til dæmis engar nánar vinkon- ur og sakna þess reyndar stundum.“ Þórunn kannast vel við þessa for- dóma, en hún hefur reynt þá á eigin skinni. „Ég varð til dæmis vör við það þegar ég eignaðist mitt fjórða barn að það var mikið tiplað á tánum í kringum mig á fæðingardeildinni, vegna þess að saga mín um geð- veiki kom fram á fæðingarskýrsl- unni minni. Ég var til dæmis spurð hvort ég kynni að vera með barn á brjósti,“ segir hún og skellihlær að minningunni. „En ég veit að ég er ekki alltaf auðveld mamma. Krakk- arnir vita ekki alltaf í hvernig skapi ég er, stundum velti ég fyrir mér hvort það er erfiðara fyrir mig að vera með þau eða þau að vera með mér.“ „Hún er samt besta mamma í heimi,“ bætir Jón Ágúst við. Hjálplegt að fá að tala Hvorki hann né Emilía sögðu vinum sínum að þau væru á leið á námskeið fyrir unglinga sem búa við krefj- andi aðstæður. „En ég myndi alveg segja frá því ef ég væri spurð,“ segir Emilía og undir það tekur Jón. „Við krakkarnir sem erum hér erum mjög þakklát fyrir að fá að koma hingað. Hér getum við talað um hluti og þurfum ekki að byrgja neitt inni. Það hjálpar okkur til að líða vel, sem við vitum vel að er ekki sjálfsagður hlutur. Það eru margir sem eiga allt og líður samt ekki vel,“ bætir hún við. Ilmurinn úr eldhúsinu er farinn að berast um allt húsnæðið og við förum aftur fram þar sem verið er að leggja lokahönd á myndir, skart og pitsur. Það líður að kvöldmat og allir orðnir svangir. Ljósmynd- ari Fréttablaðsins fær góðfúslegt leyfi til að mynda og flestir eru til í að vera með. „Það er gaman að sjá hvað allir hér eru jákvæðir,“ segir Ebba. „Og vonandi mæta fleiri næst, við getum tekið á móti fleirum og viljum fá fleiri til okkar. Það er svo mikilvægt að hlúa að unglingum með jákvæðum hætti.“ „Við höfum látið alla sem starfa með unglingum, skóla og heilsu- gæslustöðvar, vita af námskeiðinu og vonandi fáum við fleiri til okkar. Það er nóg að mæta þó það sé að sjálfsögðu velkomið að skrá sig áður,“ bætir Guðrún við. Maturinn er tilbúinn og allir taka til matar sín. Námskeiðið Verum virk í gleði og styrk heldur áfram næsta miðvikudag klukkan fimm og stendur til loka nóvember. Það er þátttakendum að kostnaðarlausu eins og annað sem fram fer í Hlut- verkasetrinu. K omdu inn fyrir, en farðu í skóhlífar, hér fer enginn inn á skón- um,“ segir Guðrún Jóhanna Benedikts- dóttir sem tekur á móti blaðamanni í húsnæði Hlut- verkasetursins í Borgartúni 1. „Hér eru mættir tólf unglingar í dag, allir strákarnir eru reyndar í eldhúsinu en stelpurnar völdu skartgripa- og sjálfsmyndagerð í dag,“ útskýrir hún og bendir í átt að eldhúsinu þar sem umfangsmikil pitsugerð stend- ur yfir og að stóru borði þar sem ægir saman úrklippum, leir, skær- um og litum. Guðrún, sem er iðjuþjálfi að mennt, var í starfsnámi í Hlutverka- setrinu í vor og þá afréðu þær Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumað- ur setursins, að það væri tilvalið að efna til námskeiðs fyrir unglinga sem búa við krefjandi aðstæður. „Við skilgreinum það vítt þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðrún. „Þær geta falið í sér að unglingarnir búa við fátækt, geðræna sjúkdóma á heimilinu, misnotkun áfengis, eru félagslega einangraðir af hvaða ástæðu sem er eða eitthvað annað.“ „Hér eru allir velkomnir,“ bætir Elín Ebba við. „Svona námskeið eru heilsugæsla eins og hún á að vera, það er að segja forvörn. Við erum að styrkja og efla þessa krakka til þess að koma í veg fyrir að erfiðleikarnir bitni á þeim síðar.“ Eftir stuttan túr um húsnæði Hlutverkasetursins setjumst við nokkur saman niður við borð í her- bergi þar sem næði gefst til að ræða málin. Við borðið sitja bæði þátt- takendur á námskeiðinu, umsjón- armenn og fastagestir í Hlutverka- setrinu. Andrúmsloftið er mjög afslappað, enginn tekur sig of hátíð- lega sem er í fullu samræmi við þá aðferð setursins að hafa jákvæðni að leiðarljósi við uppbyggingu ein- staklinga. Á jafningjagrundvelli „Okkur finnst mikilvægt að bjóða krökkum að koma og ræða málin á jafningjagrundvelli og án fordóma. Það þarf enginn að ræða sína pers- ónulegu hagi, það er bæði hægt að prófa það sem við erum að bjóða upp á hverju sinni, setjast niður með okkur fullorðna fólkinu og spjalla eða bara nota tækifærið og kynn- ast öðrum unglingum sem búa við krefjandi aðstæður,“ segir Guðrún, sem þekkir það af eigin raun hvern- ig er að alast upp við erfiðar aðstæð- ur og hversu miklu máli félagslegur stuðningur getur skipt fyrir þá sem eru í þeim sporum. „Og það sem hefur verið einstaklega ánægjulegt eftir að við fórum af stað með undir- búning er hversu margir hafa verið tilbúnir til að leggja okkur lið. Við bjóðum upp á alls konar afþreyingu, það getur opnað nýjan heim fyrir krökkum að fá að prófa eitthvað sem þeir hafa ekki prófað áður.“ Jón Ágúst, sextán ára, er einn þátttakendanna á námskeiðinu. „Ég fékk til dæmis að spreyta mig í síð- ustu viku á því að spila á gítar sem var skemmtilegt.“ Móðir Jóns, Þór- unn Ágústsdóttir, hefur átt við geð- ræn vandamál að stríða og sótt sér stuðning í Hlutverkasetrinu. Hún situr með okkur við hringborðið og í ljós kemur að hún er ein af þeim sem hefur umsjón með námskeið- inu. „Ebba bað mig í vor um að taka þátt, og það er eiginlega ekki hægt að segja nei þegar Ebba er annars vegar,“ segir hún og hlær. Jón Ágúst segir gott að kynnast nýju fólki. „Mér finnst bæði gott að efla félagsleg tengsl og vinna í sjálf- um mér. Það er tekið svo vel á móti manni hér,“ segir hann og undir það tekur Emilía Maidland, fjórtán ára, sem mætti í Hlutverkasetrið fyrir atbeina námsráðgjafa í skólanum sínum. „Ég kem frá mjög erfiðu heim- ili, pabbi minn er alkóhólisti og mamma mín hefur átt mjög erfitt. Ég hef alltaf verið mjög dugleg að hugsa um hvernig öðrum líður, en Mér finnst alveg frábært að koma hingað og hitta fólk sem veit og skilur hvernig mér líður. Ekki sjálfsagt að líða vel Verum virk í gleði og styrk er heiti námskeiðs sem Hlutverkasetur stendur fyrir. Það er ætlað unglingum sem búa við krefj- andi aðstæður. Sigríður Björg Tómasdóttir leit í heimsókn og hitti bæði unglinga og fullorðna sem höfðu sögu að segja. EMILÍA OG JÓN ÁGÚST Eiga það sameiginlegt að búa við krefjandi kringumstæður og eru sammála um að gott sé að ræða málin í Hlutverkasetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Starfsemi Hlutverkasetursins á rætur sínar að rekja til ársins 2006 og var upphaflegt markmið setursins að efla virkni og þátttöku fólks sem hafði misst hlutverk í lífinu. Það lá því beint við að víkka út starfsemi setursins í kjölfar efnahagshrunsins og opna það atvinnuleitendum. „Hlutverkasetrið býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin. Stefnt er að því að viðhalda eða efla sjálfsmynd gegnum verkefni, fræðslu og umræður. Markmiðið er að komast út á almennan vinnumarkað, fara í nám eða auka lífsgæði. Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni,“ segir á heimasíðu Hlutverkaset- ursins. „Hlutverkasetur leggur áherslu á að allir geti lagt eitthvað af mörkum og hafa því margir boðið fram krafta sína og þekkingu, bæði atvinnuleitendur sem og fólk sem er í vinnu. Þessi viðbót hefur haft jákvæð áhrif á starfsemi Hlutverkaseturs. Atvinnuleit- endur eru góðar fyrirmyndir og hvati fyrir aðra og hafa þeir aukið fjölbreytileikann.“ Nánari upplýsingar: www.hlutverkasetur.is HVATNING OG STUÐNINGUR NÓG AÐ GERA Þórunn, Guðrún Jóhanna, Kjartan og Ebba ráða ráðum sínum í Hlutverkasetrinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.